Lognið fór svo hratt um Laugarás að það reif upp heilu trén Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. febrúar 2020 13:30 Miklir kraftar voru að verkum á föstudaginn ó óveðrinu sem gekk yfir landið. Mynd/Páll M. Skúlason „Ég er búinn að vera að halda því til haga og segja öllum sem ég hitti að það sé alltaf logn í Laugarási og nú er ég spurður „hvað var að gerast?“ þegar allt í einu fara að fjúka tré og gróðurhús,“ segir Páll M. Skúlason hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hefur birt myndir af eftirköstum óveðursins sem gekk yfir landið á föstudaginn í síðustu viku og áhrifum þess á byggingar og gróður í Laugarási í Bláskógabyggð. Þar má sjá að heilu trén hafa rifnað upp með rótum. „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum“ Óveðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku hafði víðtæk áhrif um allt land en þó óvíða meiri en á Suðurlandi þar sem miklar skemmdir urðu. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Laugarás var þar ekki undanskilinn, þrátt fyrir að Páll vilji meina að þar sé yfirleitt logn. Áratuga gamlar aspir lentu illa í því.Mynd/Páll M. Skúlason „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum og maður veit lítið af þessu,“ segir Páll að gildi alla jafna um Laugarás þegar óveður gangi yfir Suðurlandið. Sú reyndist raunin ekki á föstudaginn þegar austanáttin barði á gróðurhúsum og trjám í þorpinu. „Það virðist eins og þetta hafi skellt sér niður á nokkrum stöðum,“ segir Páll en á meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá hvernig áratugagamlar aspir hafa rifnað upp með rótum og illa leikið gróðurhús. Sammála bóndanum á Skíðbakka II um gagnsemi skógræktar til skjóls Páll tekur undir orð Elvar Eyvindssonar, bónda á Skíðbakka II í Austur-Landeyjum, í kvöldfréttum Stöðvar um helgina en hann varð fyrir því óláni að súrheysturn skemmdist í óveðrinu á föstudaginn. Elvar þakkaði því að ekki varð meira tjón á bænum hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. Aspirnar voru nálægt þvíað lenda á húsinu.Mynd/Páll M. Skúlason „Áður en að trén komu og uxu upp var suðaustanáttin mjög slæm og skemmdi mikið gróðurhús en það hefur verið voðalega lítið um það undanfarin ár. Þetta fer dálítið eftir hvaða átt er,“ segir Páll. Töluverð vinna er framundan við að hreinsa upp eftir óveðrið. „Þetta er dálítið svakalegt og mikið verk að taka til eftir þetta.“ Fleiri myndir af eftirköstum óveðursins í Laugarási má finna á Flickr-síðu Páls. Gróðurhús sem þakin voru plasti skemmdust töluvert.Mynd/Páll M. Skúlason Bláskógabyggð Óveður 14. febrúar 2020 Skógrækt og landgræðsla Veður Tengdar fréttir Óvissustigi vegna veðurs aflýst Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðurs sem spáð var föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku. 17. febrúar 2020 10:57 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli. 16. febrúar 2020 12:22 Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær. 15. febrúar 2020 18:30 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera að halda því til haga og segja öllum sem ég hitti að það sé alltaf logn í Laugarási og nú er ég spurður „hvað var að gerast?“ þegar allt í einu fara að fjúka tré og gróðurhús,“ segir Páll M. Skúlason hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hefur birt myndir af eftirköstum óveðursins sem gekk yfir landið á föstudaginn í síðustu viku og áhrifum þess á byggingar og gróður í Laugarási í Bláskógabyggð. Þar má sjá að heilu trén hafa rifnað upp með rótum. „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum“ Óveðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku hafði víðtæk áhrif um allt land en þó óvíða meiri en á Suðurlandi þar sem miklar skemmdir urðu. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Laugarás var þar ekki undanskilinn, þrátt fyrir að Páll vilji meina að þar sé yfirleitt logn. Áratuga gamlar aspir lentu illa í því.Mynd/Páll M. Skúlason „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum og maður veit lítið af þessu,“ segir Páll að gildi alla jafna um Laugarás þegar óveður gangi yfir Suðurlandið. Sú reyndist raunin ekki á föstudaginn þegar austanáttin barði á gróðurhúsum og trjám í þorpinu. „Það virðist eins og þetta hafi skellt sér niður á nokkrum stöðum,“ segir Páll en á meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá hvernig áratugagamlar aspir hafa rifnað upp með rótum og illa leikið gróðurhús. Sammála bóndanum á Skíðbakka II um gagnsemi skógræktar til skjóls Páll tekur undir orð Elvar Eyvindssonar, bónda á Skíðbakka II í Austur-Landeyjum, í kvöldfréttum Stöðvar um helgina en hann varð fyrir því óláni að súrheysturn skemmdist í óveðrinu á föstudaginn. Elvar þakkaði því að ekki varð meira tjón á bænum hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. Aspirnar voru nálægt þvíað lenda á húsinu.Mynd/Páll M. Skúlason „Áður en að trén komu og uxu upp var suðaustanáttin mjög slæm og skemmdi mikið gróðurhús en það hefur verið voðalega lítið um það undanfarin ár. Þetta fer dálítið eftir hvaða átt er,“ segir Páll. Töluverð vinna er framundan við að hreinsa upp eftir óveðrið. „Þetta er dálítið svakalegt og mikið verk að taka til eftir þetta.“ Fleiri myndir af eftirköstum óveðursins í Laugarási má finna á Flickr-síðu Páls. Gróðurhús sem þakin voru plasti skemmdust töluvert.Mynd/Páll M. Skúlason
Bláskógabyggð Óveður 14. febrúar 2020 Skógrækt og landgræðsla Veður Tengdar fréttir Óvissustigi vegna veðurs aflýst Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðurs sem spáð var föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku. 17. febrúar 2020 10:57 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli. 16. febrúar 2020 12:22 Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær. 15. febrúar 2020 18:30 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Óvissustigi vegna veðurs aflýst Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðurs sem spáð var föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku. 17. febrúar 2020 10:57
Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07
Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli. 16. febrúar 2020 12:22
Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær. 15. febrúar 2020 18:30
Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00