Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2020 12:22 Mikið hefur mætt á starfsmönnum RARIK að gera við rafmagnslínur í röð óveðra sem hefur gengið yfir landið í vetur. Rarik.is Fárviðrið sem gekk yfir landið síðastliðinn föstudag er enn ein áminningin um þörfina á uppbyggingu á flutnings- og dreifikerfi raforku hér á landi. Forstjóri RARIK segir að mögulega þyrfti að grípa til gjaldskrárhækkana til að standa undir framkvæmdunum ef ríkið stígur ekki inn í með aukaframlag. Í gærkvöldi tókst Landsneti að koma Hellulínu 1 aftur í rekstur sem gerði það að verkum að ekki var lengur þörf á að skammta rafmagni á Suðurlandi. Þar eiga allir að vera komnir með rafmagn. Sumir fá þó rafmagn með varaafli. Viðgerðir á kerfinu munu standa yfir næstu daga og vikur og má því búast við rafmagnstruflunum á því svæði því kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma á meðan viðgerð stendur. Í sveitarfélaginu Hornafirði standa enn yfir viðgerðir og búast má við rafmagnstruflunum á meðan þeim stendur. Óveðrið gerði það að verkum að 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslausir. Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsnets, sagði á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun að áhrifin hafa verið mun meiri en búist var við. Hann og Tryggvi Haraldsson, forstjóri RARIK, sögðu að halda þyrfti áfram uppbyggingu kerfisins. „Við höfum hjá RARIK verið að endurnýja dreifikerfið okkar. Við höfum lagt um tvöhundruð kílómetra af strengjum á hverju ári en það er gríðarlega umfangsmikið kerfi, þetta eru um níu þúsund kílómetrar og þó að við séum að leggja tvö hundruð kílómetra og eigum þrjú þúsund kílómetra eftir eru þetta fimmtán ár,“ sagði Tryggvi. Ef þeirri uppbyggingu verður flýtt kallar það á aukið fjármagn. „Vandinn er dálítið sá að ef við flýtum því erum við að magna upp þörf fyrir hækkun á gjaldskrá í dreifbýlinu vegna þess að þetta kerfi er allt í dreifbýlinu og aukin fjárfesting þar kallar á þörf á gjaldskrárhækkun þar. Nóg er nú samt,“ sagði forstjóri RARIK. Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Sjá meira
Fárviðrið sem gekk yfir landið síðastliðinn föstudag er enn ein áminningin um þörfina á uppbyggingu á flutnings- og dreifikerfi raforku hér á landi. Forstjóri RARIK segir að mögulega þyrfti að grípa til gjaldskrárhækkana til að standa undir framkvæmdunum ef ríkið stígur ekki inn í með aukaframlag. Í gærkvöldi tókst Landsneti að koma Hellulínu 1 aftur í rekstur sem gerði það að verkum að ekki var lengur þörf á að skammta rafmagni á Suðurlandi. Þar eiga allir að vera komnir með rafmagn. Sumir fá þó rafmagn með varaafli. Viðgerðir á kerfinu munu standa yfir næstu daga og vikur og má því búast við rafmagnstruflunum á því svæði því kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma á meðan viðgerð stendur. Í sveitarfélaginu Hornafirði standa enn yfir viðgerðir og búast má við rafmagnstruflunum á meðan þeim stendur. Óveðrið gerði það að verkum að 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslausir. Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsnets, sagði á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun að áhrifin hafa verið mun meiri en búist var við. Hann og Tryggvi Haraldsson, forstjóri RARIK, sögðu að halda þyrfti áfram uppbyggingu kerfisins. „Við höfum hjá RARIK verið að endurnýja dreifikerfið okkar. Við höfum lagt um tvöhundruð kílómetra af strengjum á hverju ári en það er gríðarlega umfangsmikið kerfi, þetta eru um níu þúsund kílómetrar og þó að við séum að leggja tvö hundruð kílómetra og eigum þrjú þúsund kílómetra eftir eru þetta fimmtán ár,“ sagði Tryggvi. Ef þeirri uppbyggingu verður flýtt kallar það á aukið fjármagn. „Vandinn er dálítið sá að ef við flýtum því erum við að magna upp þörf fyrir hækkun á gjaldskrá í dreifbýlinu vegna þess að þetta kerfi er allt í dreifbýlinu og aukin fjárfesting þar kallar á þörf á gjaldskrárhækkun þar. Nóg er nú samt,“ sagði forstjóri RARIK.
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent