Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2020 15:27 Málið á hendur Ríkisútvarpinu ohf var stílað á Sunnu Valgerðardóttur fréttamann og Magnús Geir Þórðarson fráfarandi útvarpsstjóra. Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað, það hafi valdið umbjóðanda sínum slíku tjóni að það verið að láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi. Ríkisútvarpið var sýknað í máli Sjanghæ á Akureyri á hendur stofnuninni, þeim Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni og Magnúsi Geir Þórðarsyni fráfarandi útvarpsstjóra. Dómur var kveðinn upp klukkan þrjú í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Farið var fram á þrjár milljónir í miskabætur vegna fréttaflutnings auk þess sem krafist var formlegrar afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu vegna þess. Dómnum verður líklega áfrýjað Sævar Þór Jónsson lögmaður Rosita YuFan Zhang, eiganda veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir þetta vissulega vonbrigði. En hann gerir ráð fyrir því að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. „En svona er þetta. Aldrei neitt öruggt. En þetta er það mikilvægt mál að við teljum að það verði að láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi. Þessi fréttaflutningur hefur leitt til mikils tjóns fyrir umbjóðanda okkar.“ Sævar Þór segist ekki vera búinn að lúslesa dóminn en honum sýnist sem svo að þar sé byggt á því að talið er að heimildir hafi verið fullnægjandi til að byggja fréttina á. Dómarinn leggi talsvert upp úr nýlegum dómafordæmum Mannréttindadómstólsins um tjáningarfrelsi. „Það hefur verið mikil umfjöllun um nálgun í ýmsum málum. Og má segja að afstaða dómsstóla hefur breyst að verulegu leyti gagnvart þessum málaflokki.“ Grunur um mansal ekki á rökum reistur Í fyrstu frétt Ríkisútvarpsins um málið í fyrra, sem bar fyrirsögnina „Grunur um mansal á Akureyri,“ sagði að stéttarfélaginu Iðju hafi borist ábending um bága stöðu starfsfólks staðarins áður en hann opnaði. Starfsfólkið, sem væri af erlendu bergi brotið, væri með 30.000 krónur á mánuði í laun og væri gert að borða matarafganga á staðnum. Þegar stéttarfélagið hafi farið á staðinn, rætt við starfsfólk og tekið út vinnuaðstæður var komist að þeirri niðurstöðu að allt sem kæmi fram í skjölum staðarins um kjör starfsmanna stæðust alla þá staðla sem gildi um rekstur veitingahúsa hérlendis og því ekki fótur fyrir vangaveltum um meint mansal. Í kjölfarið sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að Ríkisútvarpið eitt ætti að taka fulla ábyrgð á því að hafa birt nafn staðarins í umfjöllun sinni um hið meinta mansal án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir. Akureyri Dómsmál Fjölmiðlar Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Ríkisútvarpið var sýknað í máli Sjanghæ á Akureyri á hendur stofnuninni, þeim Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni og Magnúsi Geir Þórðarsyni fráfarandi útvarpsstjóra. Dómur var kveðinn upp klukkan þrjú í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Farið var fram á þrjár milljónir í miskabætur vegna fréttaflutnings auk þess sem krafist var formlegrar afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu vegna þess. Dómnum verður líklega áfrýjað Sævar Þór Jónsson lögmaður Rosita YuFan Zhang, eiganda veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir þetta vissulega vonbrigði. En hann gerir ráð fyrir því að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. „En svona er þetta. Aldrei neitt öruggt. En þetta er það mikilvægt mál að við teljum að það verði að láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi. Þessi fréttaflutningur hefur leitt til mikils tjóns fyrir umbjóðanda okkar.“ Sævar Þór segist ekki vera búinn að lúslesa dóminn en honum sýnist sem svo að þar sé byggt á því að talið er að heimildir hafi verið fullnægjandi til að byggja fréttina á. Dómarinn leggi talsvert upp úr nýlegum dómafordæmum Mannréttindadómstólsins um tjáningarfrelsi. „Það hefur verið mikil umfjöllun um nálgun í ýmsum málum. Og má segja að afstaða dómsstóla hefur breyst að verulegu leyti gagnvart þessum málaflokki.“ Grunur um mansal ekki á rökum reistur Í fyrstu frétt Ríkisútvarpsins um málið í fyrra, sem bar fyrirsögnina „Grunur um mansal á Akureyri,“ sagði að stéttarfélaginu Iðju hafi borist ábending um bága stöðu starfsfólks staðarins áður en hann opnaði. Starfsfólkið, sem væri af erlendu bergi brotið, væri með 30.000 krónur á mánuði í laun og væri gert að borða matarafganga á staðnum. Þegar stéttarfélagið hafi farið á staðinn, rætt við starfsfólk og tekið út vinnuaðstæður var komist að þeirri niðurstöðu að allt sem kæmi fram í skjölum staðarins um kjör starfsmanna stæðust alla þá staðla sem gildi um rekstur veitingahúsa hérlendis og því ekki fótur fyrir vangaveltum um meint mansal. Í kjölfarið sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að Ríkisútvarpið eitt ætti að taka fulla ábyrgð á því að hafa birt nafn staðarins í umfjöllun sinni um hið meinta mansal án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir.
Akureyri Dómsmál Fjölmiðlar Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17