Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. desember 2018 23:17 Veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri. vísir/auðunn Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. Mbl greindi fyrst frá þessu.Í frétt mbl kemur fram að lögmaður Rositu, Sævar Þór Jónsson, hafi staðfest að kröfugerð, sem hann segir eiga fullan rétt á sér, hafi borist RÚV sem hafi til vikuloka til þess að bregðast við henni.Í fyrstu frétt Ríkisútvarpsins um málið í fyrra, sem bar fyrirsögnina „Grunur um mansal á Akureyri,“ sagði að stéttarfélaginu Iðju hafi borist ábending um bága stöðu starfsfólks staðarins áður en hann opnaði. Starfsfólkið, sem væri af erlendu bergi brotið, væri með 30.000 krónur á mánuði í laun og væri gert að borða matarafganga á staðnum. Þegar stéttarfélagið hafi farið á staðinn, rætt við starfsfólk og tekið út vinnuaðstæður var komist að þeirri niðurstöðu að allt sem kæmi fram í skjölum staðarins um kjör starfsmanna stæðust alla þá staðla sem gildi um rekstur veitingahúsa hérlendis og því ekki fótur fyrir vangaveltum um meint mansal. Í kjölfarið sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að Ríkisútvarpið eitt ætti að taka fulla ábyrgð á því að hafa birt nafn staðarins í umfjöllun sinni um hið meinta mansal án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir.Rosita YuFan Zhang, eigandi Sjanghæ. Fjölmiðlar Veitingastaðir Tengdar fréttir Ætlar að stefna Ríkisútvarpinu fyrir fréttaumfjöllun um Sjanghæ Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar. 25. september 2017 07:00 Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. Mbl greindi fyrst frá þessu.Í frétt mbl kemur fram að lögmaður Rositu, Sævar Þór Jónsson, hafi staðfest að kröfugerð, sem hann segir eiga fullan rétt á sér, hafi borist RÚV sem hafi til vikuloka til þess að bregðast við henni.Í fyrstu frétt Ríkisútvarpsins um málið í fyrra, sem bar fyrirsögnina „Grunur um mansal á Akureyri,“ sagði að stéttarfélaginu Iðju hafi borist ábending um bága stöðu starfsfólks staðarins áður en hann opnaði. Starfsfólkið, sem væri af erlendu bergi brotið, væri með 30.000 krónur á mánuði í laun og væri gert að borða matarafganga á staðnum. Þegar stéttarfélagið hafi farið á staðinn, rætt við starfsfólk og tekið út vinnuaðstæður var komist að þeirri niðurstöðu að allt sem kæmi fram í skjölum staðarins um kjör starfsmanna stæðust alla þá staðla sem gildi um rekstur veitingahúsa hérlendis og því ekki fótur fyrir vangaveltum um meint mansal. Í kjölfarið sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að Ríkisútvarpið eitt ætti að taka fulla ábyrgð á því að hafa birt nafn staðarins í umfjöllun sinni um hið meinta mansal án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir.Rosita YuFan Zhang, eigandi Sjanghæ.
Fjölmiðlar Veitingastaðir Tengdar fréttir Ætlar að stefna Ríkisútvarpinu fyrir fréttaumfjöllun um Sjanghæ Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar. 25. september 2017 07:00 Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Ætlar að stefna Ríkisútvarpinu fyrir fréttaumfjöllun um Sjanghæ Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar. 25. september 2017 07:00
Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13