Innlent

Flikka upp á torg í bíóporti í Breiðholti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Torgið er í porti kvikmyndahússins við Álfabakka.
Torgið er í porti kvikmyndahússins við Álfabakka. reykjavíkurborg

Til stendur að gefa torginu á milli Sambíóanna við Álfabakka, Landsbankans og Þangabakka í Mjóddinni andlitslyftingu í sumar. Fimmtíu milljónum verður varið til verksins.

Torgið mun taka miklum breytingum, eins og myndirnar hér að neðan bera með sér. „Áhersla er á aukinn gróður og grassvæði. Skemmtileg lýsing bæði eykur öryggi fólks og lífgar upp á svæðið. Bekkir verða þar sem mesta sólin er og hægt verður að tylla sér niður. Hjólabogar verða settir upp til að mæta þörfum hjólandi vegfarenda,“ eins og segir í útskýringu Reykjavíkurborgar.

Teikning af torginu eftir breytingarnar.

Þetta er annar áfangi af þremur þegar kemur að breytingu sambærilegra svæða í Mjóddinni. Gert er ráð fyrir að fyrsta áfanga, torgið fyrir framan Breiðholtskirkju, verði lokið eftir um tvær vikur og segir borgin að hönnunarvinna við þriðja áfanga standi yfir.

Með því að smella hér má nálgast nánari upplýsingar um svæðið sem er undir í öðrum áfanga.

Torgið að næturlagiReykjavíkurborg
Nýja torgið í dagsbirtu.reykjavíkurborg


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.