Stuðningsmenn ensku liðanna fá mögulega að hvetja og fagna í gegnum hátalarakerfi tómra leikvanga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 09:30 Það er miklu betra en ekkert að fá þó að minnsta kosti tækifæri til að taka einhvern þátt í leikjunum þótt að þú sért heima í stofu að horfa. Hér má sjá stuðningsmenn toppliðs Liverpool. Getty/Nick Taylor Þýskt smáforrit gæti heldur betur lífgað upp á leiki ensku úrvalsdeildarinnar sem þurfa að fyrir framan tómar stúkur vegna kórónuveirunnar. Ensk úrvalsdeildarlið skoða nú þann möguleika að taka í notkun smáforrit sem gefur stuðningsmönnum liðanna tækifæri til að hvetja sín lið og fagna mörkum í gegnum hátalarakerfi vallanna nú þegar leikirnir verða spilaðir fyrir luktum dyrum. Daily Mail fjallar um þann möguleika að stuðningsmenn fái þetta tækifæri til að taka þátt í leikjum með beinum hætti og um leið að búa til mun skemmtilegra andrúmsloft á leikjunum. Premier League clubs considering using an app which would allow fans to send cheers or jeers from their sofas into stadiums | @MattHughesDM https://t.co/Z57jeKGSF4— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Það hefur verið mjög skrýtið að horfa á fótboltaleiki án áhorfenda þar sem bergmálið stelur oft senunni og liðin eru því opin til að leita leiða til að auka skemmtanagildið. Liverpool, Manchester City og Arsenal hafa öll verið í viðræðum við þýskt tæknifyrirtæki sem hefur hannað smáforrit sem líkir eftir stuðningi áhorfenda á pöllunum. Fyrirtækið heitir hack-CARE og vill reyna að vinna sér stuðning hjá stóru klúbbunum fyrst. Smáforritið myndi gefa stuðningsmönnum tækifæri til að senda fern mismunandi skilaboð sem eru fagnaðarlæti, klapp, söngur eða flaut. Forritið getur ráðið við allt að einni milljón stuðningsmanna í einu með því að seinka hljóðunum um einn tíunda úr sekúndu. Cheer Clap Sing WhistlePremier League clubs considering using an app which allow fans to send cheers and chants from their sofas into stadiums.Thoughts? https://t.co/vdhs6jqO9s— SPORTbible (@sportbible) May 6, 2020 MyApplause forritið gæti einnig verið stillt öðruvísi fyrir stuðningsmenn heima- og útiliða. Félög gæti verið hlynnt því nú þegar leikirnir þurfa að fara fram á hlutlausum völlum. Tvö lið í þýsku deildinni hafa prófað forritið í aðdraganda þess að þýska deildin fer aftur af stað með tómar stúkur seinna í þessum mánuði. MyApplause smáforritið er í boði frítt fyrir ensku úrvalsdeildin liðin og það fylgir líka sögunni að þau gætu einnig fengið hluta af kökunni í framtíðinni. Stuðningsmennirnir þurfa aftur á móti að borga að minnsta kosti eitt pund til að hlaða niður forritinu. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan í byrjun mars vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Þýskt smáforrit gæti heldur betur lífgað upp á leiki ensku úrvalsdeildarinnar sem þurfa að fyrir framan tómar stúkur vegna kórónuveirunnar. Ensk úrvalsdeildarlið skoða nú þann möguleika að taka í notkun smáforrit sem gefur stuðningsmönnum liðanna tækifæri til að hvetja sín lið og fagna mörkum í gegnum hátalarakerfi vallanna nú þegar leikirnir verða spilaðir fyrir luktum dyrum. Daily Mail fjallar um þann möguleika að stuðningsmenn fái þetta tækifæri til að taka þátt í leikjum með beinum hætti og um leið að búa til mun skemmtilegra andrúmsloft á leikjunum. Premier League clubs considering using an app which would allow fans to send cheers or jeers from their sofas into stadiums | @MattHughesDM https://t.co/Z57jeKGSF4— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Það hefur verið mjög skrýtið að horfa á fótboltaleiki án áhorfenda þar sem bergmálið stelur oft senunni og liðin eru því opin til að leita leiða til að auka skemmtanagildið. Liverpool, Manchester City og Arsenal hafa öll verið í viðræðum við þýskt tæknifyrirtæki sem hefur hannað smáforrit sem líkir eftir stuðningi áhorfenda á pöllunum. Fyrirtækið heitir hack-CARE og vill reyna að vinna sér stuðning hjá stóru klúbbunum fyrst. Smáforritið myndi gefa stuðningsmönnum tækifæri til að senda fern mismunandi skilaboð sem eru fagnaðarlæti, klapp, söngur eða flaut. Forritið getur ráðið við allt að einni milljón stuðningsmanna í einu með því að seinka hljóðunum um einn tíunda úr sekúndu. Cheer Clap Sing WhistlePremier League clubs considering using an app which allow fans to send cheers and chants from their sofas into stadiums.Thoughts? https://t.co/vdhs6jqO9s— SPORTbible (@sportbible) May 6, 2020 MyApplause forritið gæti einnig verið stillt öðruvísi fyrir stuðningsmenn heima- og útiliða. Félög gæti verið hlynnt því nú þegar leikirnir þurfa að fara fram á hlutlausum völlum. Tvö lið í þýsku deildinni hafa prófað forritið í aðdraganda þess að þýska deildin fer aftur af stað með tómar stúkur seinna í þessum mánuði. MyApplause smáforritið er í boði frítt fyrir ensku úrvalsdeildin liðin og það fylgir líka sögunni að þau gætu einnig fengið hluta af kökunni í framtíðinni. Stuðningsmennirnir þurfa aftur á móti að borga að minnsta kosti eitt pund til að hlaða niður forritinu. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan í byrjun mars vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira