Þýskt smáforrit gæti heldur betur lífgað upp á leiki ensku úrvalsdeildarinnar sem þurfa að fyrir framan tómar stúkur vegna kórónuveirunnar.
Ensk úrvalsdeildarlið skoða nú þann möguleika að taka í notkun smáforrit sem gefur stuðningsmönnum liðanna tækifæri til að hvetja sín lið og fagna mörkum í gegnum hátalarakerfi vallanna nú þegar leikirnir verða spilaðir fyrir luktum dyrum.
Daily Mail fjallar um þann möguleika að stuðningsmenn fái þetta tækifæri til að taka þátt í leikjum með beinum hætti og um leið að búa til mun skemmtilegra andrúmsloft á leikjunum.
Premier League clubs considering using an app which would allow fans to send cheers or jeers from their sofas into stadiums | @MattHughesDM https://t.co/Z57jeKGSF4
— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020
Það hefur verið mjög skrýtið að horfa á fótboltaleiki án áhorfenda þar sem bergmálið stelur oft senunni og liðin eru því opin til að leita leiða til að auka skemmtanagildið.
Liverpool, Manchester City og Arsenal hafa öll verið í viðræðum við þýskt tæknifyrirtæki sem hefur hannað smáforrit sem líkir eftir stuðningi áhorfenda á pöllunum. Fyrirtækið heitir hack-CARE og vill reyna að vinna sér stuðning hjá stóru klúbbunum fyrst.
Smáforritið myndi gefa stuðningsmönnum tækifæri til að senda fern mismunandi skilaboð sem eru fagnaðarlæti, klapp, söngur eða flaut.
Forritið getur ráðið við allt að einni milljón stuðningsmanna í einu með því að seinka hljóðunum um einn tíunda úr sekúndu.
Cheer
— SPORTbible (@sportbible) May 6, 2020
Clap
Sing
Whistle
Premier League clubs considering using an app which allow fans to send cheers and chants from their sofas into stadiums.
Thoughts? https://t.co/vdhs6jqO9s
MyApplause forritið gæti einnig verið stillt öðruvísi fyrir stuðningsmenn heima- og útiliða. Félög gæti verið hlynnt því nú þegar leikirnir þurfa að fara fram á hlutlausum völlum.
Tvö lið í þýsku deildinni hafa prófað forritið í aðdraganda þess að þýska deildin fer aftur af stað með tómar stúkur seinna í þessum mánuði.
MyApplause smáforritið er í boði frítt fyrir ensku úrvalsdeildin liðin og það fylgir líka sögunni að þau gætu einnig fengið hluta af kökunni í framtíðinni. Stuðningsmennirnir þurfa aftur á móti að borga að minnsta kosti eitt pund til að hlaða niður forritinu.
Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan í byrjun mars vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.