Tveir Everton-menn en enginn Gylfi á lista yfir þá bestu fyrir utan topp sex Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2019 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið að flestum mörkum Everton á tímabilinu. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson er ekki á lista fótboltatímaritsins Four Four Two yfir fimmtán bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spila með einu af sex efstu liðunum.Úttektin úr nýjasta heftinu er komin á vef tímaritsins en þar er minnst á Gylfa í formála. Talað er um að margir frábærir leikmenn spili utan efstu sex og þeir séu svo góðir að leikmenn eins og Gylfi, Jordan Pickford, Jamed Maddison og Callum Wilson komist ekki heldur á listann. Tveir samherja Gylfa hjá Everton eru á listanum en bakvörðurinn Lucas Digne er í tólfta sæti og brasilíski framherjinn Richarlison er í níunda sæti listans. Richarlison, sem er framherji, er búinn að skora tíu mörk á tímabilinu og gefa eina stoðsendingu en miðjumaðurinn Gylfi er búinn að skora ellefu deildarmörk og gefa þrjár stoðsendingar og koma því að fjórtán mörkum með beinum hætti. Valið er því athyglivert.Gylfi Þór Sigurðsson er bestur í Everton þegar horft er á tölfræðina.vísir/gettyÚttekt blaðamannsins Mark White byggir að stærstu leyti á skoðun hans en aðeins er minnst á mörk og stoðsendingar þegar kemur að tölfræði. Þegar að rýnt er enn frekar í tölfræðina eins og í leikmannastyrkleikalista Sky Sports sem fjallað var um í gær kemur í ljós að Gylfi er næst besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af þeim leikmönnum sem ekki spila með einu af sex efstu liðunum (City, United, Arsenal, Tottenham, Liverpool og Chelsea). Aðeins Felipe Anderson, leikmaður West Ham, hefur safnað fleiri stigum á styrkleikalista Sky Sports sem tekur mið af 34 tölfræðiþáttum. Gylfi er í 13. sæti yfir alla leikmenn deildarinnar, vel á undan leikmönnum á borð við David Silva og Christian Eriksen. Á styrkleikalista Sky Sports er Gylfi besti leikmaður Everton með 43,821 stig en Lucas Digne er í 23. sæti, tíu sætum neðar en Gylfi með 39,401 stig eða 4.000 stigum minna en Gylfi. Richarlison er síðan í 44. sæti með 34,631 stig. Enski boltinn Tengdar fréttir Miðasalan á heimaleiki íslenska landsliðsins hefst í dag Fyrstu heimaleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2020 fara fram í júní en það verður hægt að byrja kaupa miða í hádeginu í dag. 5. mars 2019 11:15 Franskur framherji sem skorar ekki mikið gæti orðið samherji Gylfa Franska ungstirnið Jean-Kévin Augustin er sagður á radarnum hjá Everton. 6. mars 2019 09:00 Gylfi fellur niður listann en er samt einn af þeim bestu í deildinni Gylfi Þór Sigurðsson er besti leikmaður Everton á tímabilinu samkvæmt Sky Sports. 5. mars 2019 13:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki á lista fótboltatímaritsins Four Four Two yfir fimmtán bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spila með einu af sex efstu liðunum.Úttektin úr nýjasta heftinu er komin á vef tímaritsins en þar er minnst á Gylfa í formála. Talað er um að margir frábærir leikmenn spili utan efstu sex og þeir séu svo góðir að leikmenn eins og Gylfi, Jordan Pickford, Jamed Maddison og Callum Wilson komist ekki heldur á listann. Tveir samherja Gylfa hjá Everton eru á listanum en bakvörðurinn Lucas Digne er í tólfta sæti og brasilíski framherjinn Richarlison er í níunda sæti listans. Richarlison, sem er framherji, er búinn að skora tíu mörk á tímabilinu og gefa eina stoðsendingu en miðjumaðurinn Gylfi er búinn að skora ellefu deildarmörk og gefa þrjár stoðsendingar og koma því að fjórtán mörkum með beinum hætti. Valið er því athyglivert.Gylfi Þór Sigurðsson er bestur í Everton þegar horft er á tölfræðina.vísir/gettyÚttekt blaðamannsins Mark White byggir að stærstu leyti á skoðun hans en aðeins er minnst á mörk og stoðsendingar þegar kemur að tölfræði. Þegar að rýnt er enn frekar í tölfræðina eins og í leikmannastyrkleikalista Sky Sports sem fjallað var um í gær kemur í ljós að Gylfi er næst besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af þeim leikmönnum sem ekki spila með einu af sex efstu liðunum (City, United, Arsenal, Tottenham, Liverpool og Chelsea). Aðeins Felipe Anderson, leikmaður West Ham, hefur safnað fleiri stigum á styrkleikalista Sky Sports sem tekur mið af 34 tölfræðiþáttum. Gylfi er í 13. sæti yfir alla leikmenn deildarinnar, vel á undan leikmönnum á borð við David Silva og Christian Eriksen. Á styrkleikalista Sky Sports er Gylfi besti leikmaður Everton með 43,821 stig en Lucas Digne er í 23. sæti, tíu sætum neðar en Gylfi með 39,401 stig eða 4.000 stigum minna en Gylfi. Richarlison er síðan í 44. sæti með 34,631 stig.
Enski boltinn Tengdar fréttir Miðasalan á heimaleiki íslenska landsliðsins hefst í dag Fyrstu heimaleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2020 fara fram í júní en það verður hægt að byrja kaupa miða í hádeginu í dag. 5. mars 2019 11:15 Franskur framherji sem skorar ekki mikið gæti orðið samherji Gylfa Franska ungstirnið Jean-Kévin Augustin er sagður á radarnum hjá Everton. 6. mars 2019 09:00 Gylfi fellur niður listann en er samt einn af þeim bestu í deildinni Gylfi Þór Sigurðsson er besti leikmaður Everton á tímabilinu samkvæmt Sky Sports. 5. mars 2019 13:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Miðasalan á heimaleiki íslenska landsliðsins hefst í dag Fyrstu heimaleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2020 fara fram í júní en það verður hægt að byrja kaupa miða í hádeginu í dag. 5. mars 2019 11:15
Franskur framherji sem skorar ekki mikið gæti orðið samherji Gylfa Franska ungstirnið Jean-Kévin Augustin er sagður á radarnum hjá Everton. 6. mars 2019 09:00
Gylfi fellur niður listann en er samt einn af þeim bestu í deildinni Gylfi Þór Sigurðsson er besti leikmaður Everton á tímabilinu samkvæmt Sky Sports. 5. mars 2019 13:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti