Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2019 14:00 Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. Undanfarna daga og vikur hefur þessi viðleitni fyrirtækja verið í kastljósinu og þá sérstaklega samband bandaríska körfuknattleikssambandsins, NBA, og tölvuleikjafyrirtækisins Blizzard við Kína en bæði málin, auk margra annarra, tengjast mótmælunum í Hong Kong. Deila NBA og Kína hófst þann fjórða október þegar Daryl Morey, framkvæmdastjóri Houston Rockets, tísti stuttri stuðningsyfirlýsingu við mótmælendur í Hong Kong. „Berjist fyrir frelsi, standið með Hong Kong,“ stóð á myndinni sem Morey birti.Yfirvöld Kína brugðust ókvæða við og forsvarsmenn NBA báðust fljótt afsökunar og sögðust skilja að skoðun Morey hefði móðgað „marga vini okkar og aðdáendur í Kína, sem er miður“. Afsökunarbeiðnir dugðu þó ekki og allir samstarfsaðilar NBA í Kína riftu samningum sínum við sambandið. Auglýsingar voru teknar niður og hætt var við sýningu leikja, svo eitthvað sé nefnt. NBA hefur varið mörgum árum og milljónum dala í fjárfestingar í Kína. Samkvæmt CNN telja greinendur að um tíu prósent tekna sambandsins komi frá Kína og er áætlað að hlutfallið muni aukast verulega á næstu árum og jafnvel ná 30 prósentum fyrir 2030.Áðurnefnd afsökunarbeiðni olli þó miklum usla í Bandaríkjunum þar sem hún var harðlega gagnrýnd. Stjórnmálamenn og aðrir gagnrýndu sambandið fyrir að lúffa fyrir Kínverjum og styðja ekki frelsi og lýðræði.Öldungadeildarþingmaðurinn Ben Sasse sagði til dæmis: „NBA vill peninga og Kommúnistaflokkur Kína er að biðja þá um að afneita grunnmannréttindum. Við því gaf NBA út yfirlýsingu þar sem þeir sögðu peninga vera mikilvægasta.“ Forsetaframbjóðandinn Beto O‘Rourke sagði NBA eiga eingöngu að biðjast afsökunar á því að setja hagnað í forgang gagnvart mannréttindum og sagði yfirlýsingu NBA vera skammarlega.Segir marga geta hafa orðið fyrir skaða LeBron James, tjáði sig um tíst Morey í gærkvöldi og gagnrýndi hann framkvæmdastjórann vegna þess en lið hans, Los Angeles Lakers, spiluðu nýverið æfingarleik í Kína í auglýsingaskyni. Hann sagðist ekki vilja deila við Morey en sagðist þó telja að Morey hefði ekki kynnt sér ástandið áður en hann tjáði sig. „Svo margir hefðu getað orðið fyrir skaða, ekki eingöngu fjárhagslega heldur líkamlega, andlega og tilfinningalega. Verum varkár þegar við tístu, þegar við tjáum okkur og gerum eitthvað. Já, við höfum málfrelsi en það fylgja því neikvæðir hluti,“ sagði James meðal annars. Lakers’ LeBron James on NBA’s China controversy: “I don’t want to get into a ... feud with Daryl Morey but I believe he wasn’t educated on the situation at hand and he spoke.” pic.twitter.com/KKrMNU0dKR — Ben Golliver (@BenGolliver) October 15, 2019 Rétt er þó að benda á að samkvæmt Washington Post hefur James átt í persónulegum viðskiptum í Kína og fer hann reglulega þangað til að kynna íþróttaskó sína. Þá er hann þekktur fyrir að ýta undir það að íþróttamenn tjái pólitískar skoðanir sínar og varð hann fljótt fyrir mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna. James reyndi þó að draga í land á Twitter í nótt. Hann sagðist ekki hafa verið að gagnrýna Morey fyrir innihalds tísts hans heldur tímasetninguna. Hann sagði meðlimi Lakers hafa átt erfiða viku og fólk þyrfti að skilja hvaða áhrif tíst geta haft. Morey hefði getað beðið í eina viku.My team and this league just went through a difficult week. I think people need to understand what a tweet or statement can do to others. And I believe nobody stopped and considered what would happen. Could have waited a week to send it. — LeBron James (@KingJames) October 15, 2019 Marco Rubio er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt NBA. Í röð tísta þann 7. október sagði hann málið þá vera stærra en samband NBA og Kína. Það snerist um þau áhrif sem yfirvöld Kína hafa til að grafa undan málfrelsi í Bandaríkjunum. Fyrirtæki og kvikmyndaframleiðendur stunduðu þegar mikla sjálfsritskoðun gagnvart Kína og að Bandaríkjamenn gætu misst störf sín ef þeir móðgi yfirvöld Kína.Degi seinna endurtísti hann tísti frá framleiðendum South Park þar sem þeir hæddust að forsvarsmönnum NBA fyrir undirlægjuhátt þeirra í kjölfar þess að South Park var bannað í Kína fyrr í mánuðinum. Þar er einnig ákveðin forsaga.Bannaðir í Kína Þann 2. október var South Park þátturinn „Band in China“ frumsýndur. Í stuttu máli fjallar hann um það að Randy Marsh reynir að koma marijúana sínu á markað í Kína á sama tíma og Stan Mars, sonur hans, er að skrifa handrit að kvikmynd um hljómsveit hans. Til að koma þeirri kvikmynd á markað, þarf hann að komast í gegnum ritskoðun yfirvalda Kína og Randy þarf að leggja ýmislegt á sig til að fá peninga frá Kína. Í þættinum gerðu þeir meðal annars stólpagrín að fyrirtækjum eins og Disney fyrir sjálfsritskoðun þeirra.Kínverskur hermaður ritskoðar handrit Stan Marsh.Vísir/South ParkÞar að auki gerðu þeir grín að því að öll ummerki hins vinsæla Bangsímon hafi verið þurrkuð út af internetinu í Kína eftir að netverjar fóru að gera grín að líkindum bangsans og Xi Jinping, forseta Kína.Í kjölfar frumsýningarinnar var allt South Park-tengt svo gott sem þurrkað út af kínverska internetinu. Þeir Trey Parker og Matt Stone voru fljótir að bregðast við, því eins og nafn þáttarins gefur til kynna áttu þeir án efa von á því sem kom, og sendu frá sér „afsökunarbeiðni“. „Eins og NBA, bjóðum við ritskoðendur Kína velkomna á heimili okkar. Við elskum einnig peninga meira en frelsi og lýðræði. Xi lítur bara alls ekki út eins og Bangsímon. Horfið á frumsýningu þrjú hundraðasta þáttar okkar á miðvikudaginn klukkan tíu! Lengi lifi kommúnistaflokkur Kína! Megi haustuppskera korns vera ríkuleg! Erum við ekki góð núna Kína?“Watch the full episode - https://t.co/oktKSJdI9i@THR article - https://t.co/nXrtmnwCJBpic.twitter.com/Xj5a1yE2eL — South Park (@SouthPark) October 7, 2019Sviptu titlinum vegna stuðningsyfirlýsingar við mótmælendur Annað bandarískt fyrirtæki sem hefur á undanförnum vikum og dögum verið sakað um undirlægjuhátt gagnvart Kommúnistaflokki Kína er tölvuleikjafyrirtækið Activision Blizzard. Það var eftir að Chung Ng Wai frá Hong Kong mót í leiknum Hearthstone sem haldið var í Taívan fyrr í mánuðinum. Í útsendingu í kjölfar sigur hans, kallaði hann: „Frelsum Hong Kong, bylting okkar tíma“ sem er slagorð sem tengist mótmælunum í Hong Kong. Blizzard svipti hann meistaratitilinn, meinaði honum að keppa í Hearthstone í heilt ár og neituðu að afhenda honum verðlaunaféð sem hann hafði unnið á mótinu. Þar að auki voru kynnar mótsins, sem gerðu ekkert annað en að ræða við Chung, reknir. Ástæðan var sögð vera að Chung hefði brotið gegn reglum leiksins og í yfirlýsingu sagði að þó fyrirtækið stæði vörð um málfrelsið þyrftu spilarar að fylgja reglum leiksins. Reglurnar sem um ræði meini spilurum að gera eitthvað sem valdi deilum, móðgi aðra eða skaði ímynd Blizzard.Þó var gefin út yfirlýsing á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo, þar sem stóð að fyrirtækið myndi ávallt „standa vörð um heiður“ Kína. Blizzard varð strax fyrir mikilli gagnrýni frá stjórnmálamönnum og öðrum í Bandaríkjunum. Leikjaspilarar hvöttu til þess að fólk hætti að kaupa leiki fyrirtækisins og þar að auki mótmæltu starfsmenn refsingu Chung einnig. Einhverjir starfsmenn fyrirtækisins gengu úr vinnu í síðustu viku. Í kjölfar þeirrar gagnrýni gaf Blizzard örlítið eftir. Í langri tilkynningu frá J. Allen Brack, æðsta stjórnanda fyrirtækisins, sagði hann að Chung myndi fá verðlaunafé sitt og bann hans yrði stytt í hálft ár. Þar að auki gætu kynnarnir tveir aftur hafið vinnu eftir hálft ár.Hann sagði að samband Blizzard og Kína og innihald skilaboða Chung hefði með engum hætti komið að upprunalegu ákvörðun fyrirtækisins en það er óhætt að segja að það er ekki í samræmi við yfirlýsinguna á Weibo, sem nefnd er hér að ofan.Sterkar fjárhagslegar ástæður Í frétt Business Insider er ákvörðun Blizzard sett í samhengi við þrjú tiltekin atriði. Það fyrsta er að fyrirtækið treystir á þarlendan samstarfsaðila til að hafa aðgang að markaði Kína. Hefði Chung ekki verið refsað hefði það samstarf verið í hættu.Annað er að yfirvöld Kína hefðu getað bannað leiki fyrirtækisins í Kína. Í uppgjöri Blizzard fyrir 2018 segir berum orðum að allir leikir þurfi að vera samþykktir af yfirvöldum Kína til að geta farið í sölu þar og er vakin athygli á þeirri hættu sem það skapar fyrir fyrirtækið. Þriðja atriðið sem Business Insider nefnir er að kínverska stórfyrirtækið Tencent á fimm prósenta hlut í Activision Blizzard. Þar að auki hafi Tencent framleitt leikinn Call of Duty Mobile, sem er vinsælasti símaleikur heims um þessar mundir. Það gæti kostað fyrirtækið verulega að skaða samband sitt við Tencent. Bandaríkin Hong Kong Kína Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. Undanfarna daga og vikur hefur þessi viðleitni fyrirtækja verið í kastljósinu og þá sérstaklega samband bandaríska körfuknattleikssambandsins, NBA, og tölvuleikjafyrirtækisins Blizzard við Kína en bæði málin, auk margra annarra, tengjast mótmælunum í Hong Kong. Deila NBA og Kína hófst þann fjórða október þegar Daryl Morey, framkvæmdastjóri Houston Rockets, tísti stuttri stuðningsyfirlýsingu við mótmælendur í Hong Kong. „Berjist fyrir frelsi, standið með Hong Kong,“ stóð á myndinni sem Morey birti.Yfirvöld Kína brugðust ókvæða við og forsvarsmenn NBA báðust fljótt afsökunar og sögðust skilja að skoðun Morey hefði móðgað „marga vini okkar og aðdáendur í Kína, sem er miður“. Afsökunarbeiðnir dugðu þó ekki og allir samstarfsaðilar NBA í Kína riftu samningum sínum við sambandið. Auglýsingar voru teknar niður og hætt var við sýningu leikja, svo eitthvað sé nefnt. NBA hefur varið mörgum árum og milljónum dala í fjárfestingar í Kína. Samkvæmt CNN telja greinendur að um tíu prósent tekna sambandsins komi frá Kína og er áætlað að hlutfallið muni aukast verulega á næstu árum og jafnvel ná 30 prósentum fyrir 2030.Áðurnefnd afsökunarbeiðni olli þó miklum usla í Bandaríkjunum þar sem hún var harðlega gagnrýnd. Stjórnmálamenn og aðrir gagnrýndu sambandið fyrir að lúffa fyrir Kínverjum og styðja ekki frelsi og lýðræði.Öldungadeildarþingmaðurinn Ben Sasse sagði til dæmis: „NBA vill peninga og Kommúnistaflokkur Kína er að biðja þá um að afneita grunnmannréttindum. Við því gaf NBA út yfirlýsingu þar sem þeir sögðu peninga vera mikilvægasta.“ Forsetaframbjóðandinn Beto O‘Rourke sagði NBA eiga eingöngu að biðjast afsökunar á því að setja hagnað í forgang gagnvart mannréttindum og sagði yfirlýsingu NBA vera skammarlega.Segir marga geta hafa orðið fyrir skaða LeBron James, tjáði sig um tíst Morey í gærkvöldi og gagnrýndi hann framkvæmdastjórann vegna þess en lið hans, Los Angeles Lakers, spiluðu nýverið æfingarleik í Kína í auglýsingaskyni. Hann sagðist ekki vilja deila við Morey en sagðist þó telja að Morey hefði ekki kynnt sér ástandið áður en hann tjáði sig. „Svo margir hefðu getað orðið fyrir skaða, ekki eingöngu fjárhagslega heldur líkamlega, andlega og tilfinningalega. Verum varkár þegar við tístu, þegar við tjáum okkur og gerum eitthvað. Já, við höfum málfrelsi en það fylgja því neikvæðir hluti,“ sagði James meðal annars. Lakers’ LeBron James on NBA’s China controversy: “I don’t want to get into a ... feud with Daryl Morey but I believe he wasn’t educated on the situation at hand and he spoke.” pic.twitter.com/KKrMNU0dKR — Ben Golliver (@BenGolliver) October 15, 2019 Rétt er þó að benda á að samkvæmt Washington Post hefur James átt í persónulegum viðskiptum í Kína og fer hann reglulega þangað til að kynna íþróttaskó sína. Þá er hann þekktur fyrir að ýta undir það að íþróttamenn tjái pólitískar skoðanir sínar og varð hann fljótt fyrir mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna. James reyndi þó að draga í land á Twitter í nótt. Hann sagðist ekki hafa verið að gagnrýna Morey fyrir innihalds tísts hans heldur tímasetninguna. Hann sagði meðlimi Lakers hafa átt erfiða viku og fólk þyrfti að skilja hvaða áhrif tíst geta haft. Morey hefði getað beðið í eina viku.My team and this league just went through a difficult week. I think people need to understand what a tweet or statement can do to others. And I believe nobody stopped and considered what would happen. Could have waited a week to send it. — LeBron James (@KingJames) October 15, 2019 Marco Rubio er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt NBA. Í röð tísta þann 7. október sagði hann málið þá vera stærra en samband NBA og Kína. Það snerist um þau áhrif sem yfirvöld Kína hafa til að grafa undan málfrelsi í Bandaríkjunum. Fyrirtæki og kvikmyndaframleiðendur stunduðu þegar mikla sjálfsritskoðun gagnvart Kína og að Bandaríkjamenn gætu misst störf sín ef þeir móðgi yfirvöld Kína.Degi seinna endurtísti hann tísti frá framleiðendum South Park þar sem þeir hæddust að forsvarsmönnum NBA fyrir undirlægjuhátt þeirra í kjölfar þess að South Park var bannað í Kína fyrr í mánuðinum. Þar er einnig ákveðin forsaga.Bannaðir í Kína Þann 2. október var South Park þátturinn „Band in China“ frumsýndur. Í stuttu máli fjallar hann um það að Randy Marsh reynir að koma marijúana sínu á markað í Kína á sama tíma og Stan Mars, sonur hans, er að skrifa handrit að kvikmynd um hljómsveit hans. Til að koma þeirri kvikmynd á markað, þarf hann að komast í gegnum ritskoðun yfirvalda Kína og Randy þarf að leggja ýmislegt á sig til að fá peninga frá Kína. Í þættinum gerðu þeir meðal annars stólpagrín að fyrirtækjum eins og Disney fyrir sjálfsritskoðun þeirra.Kínverskur hermaður ritskoðar handrit Stan Marsh.Vísir/South ParkÞar að auki gerðu þeir grín að því að öll ummerki hins vinsæla Bangsímon hafi verið þurrkuð út af internetinu í Kína eftir að netverjar fóru að gera grín að líkindum bangsans og Xi Jinping, forseta Kína.Í kjölfar frumsýningarinnar var allt South Park-tengt svo gott sem þurrkað út af kínverska internetinu. Þeir Trey Parker og Matt Stone voru fljótir að bregðast við, því eins og nafn þáttarins gefur til kynna áttu þeir án efa von á því sem kom, og sendu frá sér „afsökunarbeiðni“. „Eins og NBA, bjóðum við ritskoðendur Kína velkomna á heimili okkar. Við elskum einnig peninga meira en frelsi og lýðræði. Xi lítur bara alls ekki út eins og Bangsímon. Horfið á frumsýningu þrjú hundraðasta þáttar okkar á miðvikudaginn klukkan tíu! Lengi lifi kommúnistaflokkur Kína! Megi haustuppskera korns vera ríkuleg! Erum við ekki góð núna Kína?“Watch the full episode - https://t.co/oktKSJdI9i@THR article - https://t.co/nXrtmnwCJBpic.twitter.com/Xj5a1yE2eL — South Park (@SouthPark) October 7, 2019Sviptu titlinum vegna stuðningsyfirlýsingar við mótmælendur Annað bandarískt fyrirtæki sem hefur á undanförnum vikum og dögum verið sakað um undirlægjuhátt gagnvart Kommúnistaflokki Kína er tölvuleikjafyrirtækið Activision Blizzard. Það var eftir að Chung Ng Wai frá Hong Kong mót í leiknum Hearthstone sem haldið var í Taívan fyrr í mánuðinum. Í útsendingu í kjölfar sigur hans, kallaði hann: „Frelsum Hong Kong, bylting okkar tíma“ sem er slagorð sem tengist mótmælunum í Hong Kong. Blizzard svipti hann meistaratitilinn, meinaði honum að keppa í Hearthstone í heilt ár og neituðu að afhenda honum verðlaunaféð sem hann hafði unnið á mótinu. Þar að auki voru kynnar mótsins, sem gerðu ekkert annað en að ræða við Chung, reknir. Ástæðan var sögð vera að Chung hefði brotið gegn reglum leiksins og í yfirlýsingu sagði að þó fyrirtækið stæði vörð um málfrelsið þyrftu spilarar að fylgja reglum leiksins. Reglurnar sem um ræði meini spilurum að gera eitthvað sem valdi deilum, móðgi aðra eða skaði ímynd Blizzard.Þó var gefin út yfirlýsing á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo, þar sem stóð að fyrirtækið myndi ávallt „standa vörð um heiður“ Kína. Blizzard varð strax fyrir mikilli gagnrýni frá stjórnmálamönnum og öðrum í Bandaríkjunum. Leikjaspilarar hvöttu til þess að fólk hætti að kaupa leiki fyrirtækisins og þar að auki mótmæltu starfsmenn refsingu Chung einnig. Einhverjir starfsmenn fyrirtækisins gengu úr vinnu í síðustu viku. Í kjölfar þeirrar gagnrýni gaf Blizzard örlítið eftir. Í langri tilkynningu frá J. Allen Brack, æðsta stjórnanda fyrirtækisins, sagði hann að Chung myndi fá verðlaunafé sitt og bann hans yrði stytt í hálft ár. Þar að auki gætu kynnarnir tveir aftur hafið vinnu eftir hálft ár.Hann sagði að samband Blizzard og Kína og innihald skilaboða Chung hefði með engum hætti komið að upprunalegu ákvörðun fyrirtækisins en það er óhætt að segja að það er ekki í samræmi við yfirlýsinguna á Weibo, sem nefnd er hér að ofan.Sterkar fjárhagslegar ástæður Í frétt Business Insider er ákvörðun Blizzard sett í samhengi við þrjú tiltekin atriði. Það fyrsta er að fyrirtækið treystir á þarlendan samstarfsaðila til að hafa aðgang að markaði Kína. Hefði Chung ekki verið refsað hefði það samstarf verið í hættu.Annað er að yfirvöld Kína hefðu getað bannað leiki fyrirtækisins í Kína. Í uppgjöri Blizzard fyrir 2018 segir berum orðum að allir leikir þurfi að vera samþykktir af yfirvöldum Kína til að geta farið í sölu þar og er vakin athygli á þeirri hættu sem það skapar fyrir fyrirtækið. Þriðja atriðið sem Business Insider nefnir er að kínverska stórfyrirtækið Tencent á fimm prósenta hlut í Activision Blizzard. Þar að auki hafi Tencent framleitt leikinn Call of Duty Mobile, sem er vinsælasti símaleikur heims um þessar mundir. Það gæti kostað fyrirtækið verulega að skaða samband sitt við Tencent.
Bandaríkin Hong Kong Kína Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent