Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi, samkvæmt fréttaflutningi fréttastofu ABC. Hann fannst látinn í klefa sínum klukkan 7:30 á staðartíma á laugardagsmorgun.
Nákvæm dánarorsök er ekki þekkt.
Epstein hefur verið ákærður fyrir kynlífsþrælkun. Honum var haldið í fangelsi í New York ríki síðan hann var handtekinn þann 6. júlí. Hann lýsti yfir sakleysi í öllum ákæruliðum.
Í síðasta mánuði fannst hann hálf-meðvitundarlaus í klefa sínum og var hann slasaður á hálsi. Hann var sendur á nálægan spítala, áður en hann var fluttur aftur í fangaklefann.
Epstein var sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
