Dregur sig úr forvali Demókrataflokksins Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 10:31 Eric Swalwell á blaðamannafundi í gær. Vísir/Getty Þingmaðurinn Eric Swalwell tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins. Þar með endar þingmaðurinn þriggja mánaða kosningabaráttu sína en hann tilkynnti um framboð sitt í viðtali við þáttastjórnandann Stephen Colbert í apríl síðastliðnum. Ástæða ákvörðunarinnar er lélegt gengi í skoðanakönnunum að sögn Swalwell. Í stórum hópi frambjóðenda hefur honum reynst erfitt að vekja á sér athygli og skera sig úr fjöldanum og eftir fyrstu kappræðurnar hafi útlitið ekki batnað.Rep. Eric Swalwell: "Today ends our presidential campaign, but it is the beginning of an opportunity in Congress." Via ABC pic.twitter.com/v8UXuE87Ew — Kyle Griffin (@kylegriffin1) July 8, 2019 „Eftir fyrstu kappræður Demókrataflokksins hefur gengi í skoðanakönnunum og fjáröflun ekki verið í samræmi við það sem við vonuðumst eftir og ég sé ekki fram á að hljóta tilnefninguna. Forsetaframboð mitt endar í dag,“ sagði Swalwell á blaðamannafundi. Swalwell á meðal yngstu frambjóðenda í forvalinu en hann er aðeins 38 ára gamall. Hann er hvað þekktastur fyrir störf sín í leyniþjónustunefnd og dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þá tók hann einnig þátt í rannsókninni á aðkomu Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Eftir tilkynningu Swalwell standa nú 23 frambjóðendur eftir sem vonast eftir því að hljóta tilnefningu. Ein þeirra, Elizabeth Warren, þakkaði Swalwell fyrir að vekja athygli á breytingum á skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og hét hún því að halda þeirri baráttu áfram í sínu framboði.Thank you @EricSwalwell for your commitment to making gun reform front and center in this election. Gun violence is a public health crisis, and I’ll keep fighting alongside you for a safer future. The American people are lucky to have you in this fight. — Elizabeth Warren (@ewarren) July 9, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Þingmaðurinn Eric Swalwell tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins. Þar með endar þingmaðurinn þriggja mánaða kosningabaráttu sína en hann tilkynnti um framboð sitt í viðtali við þáttastjórnandann Stephen Colbert í apríl síðastliðnum. Ástæða ákvörðunarinnar er lélegt gengi í skoðanakönnunum að sögn Swalwell. Í stórum hópi frambjóðenda hefur honum reynst erfitt að vekja á sér athygli og skera sig úr fjöldanum og eftir fyrstu kappræðurnar hafi útlitið ekki batnað.Rep. Eric Swalwell: "Today ends our presidential campaign, but it is the beginning of an opportunity in Congress." Via ABC pic.twitter.com/v8UXuE87Ew — Kyle Griffin (@kylegriffin1) July 8, 2019 „Eftir fyrstu kappræður Demókrataflokksins hefur gengi í skoðanakönnunum og fjáröflun ekki verið í samræmi við það sem við vonuðumst eftir og ég sé ekki fram á að hljóta tilnefninguna. Forsetaframboð mitt endar í dag,“ sagði Swalwell á blaðamannafundi. Swalwell á meðal yngstu frambjóðenda í forvalinu en hann er aðeins 38 ára gamall. Hann er hvað þekktastur fyrir störf sín í leyniþjónustunefnd og dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þá tók hann einnig þátt í rannsókninni á aðkomu Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Eftir tilkynningu Swalwell standa nú 23 frambjóðendur eftir sem vonast eftir því að hljóta tilnefningu. Ein þeirra, Elizabeth Warren, þakkaði Swalwell fyrir að vekja athygli á breytingum á skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og hét hún því að halda þeirri baráttu áfram í sínu framboði.Thank you @EricSwalwell for your commitment to making gun reform front and center in this election. Gun violence is a public health crisis, and I’ll keep fighting alongside you for a safer future. The American people are lucky to have you in this fight. — Elizabeth Warren (@ewarren) July 9, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24
Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55