Herforingjar dæmdir vegna Kondóráætlunarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 21:39 Aðstandendur fólks sem var myrt í tíð herforingjastjórnanna fylgist með réttarhöldunum í Róm frá Montevideo í Úrúgvæ. AP/Matilde Campodonico Dómstóll á Ítalíu dæmdi 24 suður-ameríska fyrrverandi einræðisherra og embættismenn í lífstíðarfangelsi fyrir morð, handtökur og pyntingar á hundruð stjórnarandstæðinga á 8. og 9. áratugnum. Samvinna herforingjastjórnanna um að berja niður andóf gekk undir heitinu Kondóráætlunin. Allir nema einn voru dæmdir að þeim fjarstöddum og segir breska ríkisútvarpið BBC ólíklegt að upprunalönd þeirra muni framselja þá. Fleiri en tuttugu fórnarlömb þeirra voru Ítalir. Ítölsk lög heimila að morð á ítölskum borgurum séu rannsökuð og tekin fyrir dóm á Ítalíu. Þeir sem voru dæmdir voru einræðisherrar eða embættismenn herforingjastjórna í Bólivíu, Síle, Perú og Úrúgvæ. Þeirra á meðal voru Luis García Meza, yfirmaður herforingjastjórnar Bólivíu frá 1980 til 1981 sem lést í fyrra og Francisco Morales Bermúdez, yfirmaður herforingjastjórnar Perú frá 1975 til 1980. Saman stóðu herforingjastjórnirnar að hryðjuverkum sem teygðu sig út fyrir álfuna. Áætlun þeirra gekk undir nafninu Kondóráætlunin. Lögðu þær á ráðin um að finna, ræna og myrða pólitíska andstæðinga um alla Suður-Ameríku og víðar. Argentína, Bólivía, Síle, Paragvæ, Úrúgvæ og síðar Brasilía, Ekvador og Perú tóku þátt í henni.Eltu uppi andófsfólk þvert yfir landamæri Fórnarlömbunum var oft rænt úti á götu eða á heimilum sínum. Þau voru síðan pyntuð, myrt eða „látin hverfa“ með öðrum hætti. Löndin unnu saman að því að elta andófsfólkið uppi, þvert á landamæri. Eitt þekktasta fórnarlamb Kondóraðgerðarinnar var Orlando Letelier, utanríkisráðherra í forsetatíð sósíalistans Salvadors Allende í Síle. Letelier var myrtur í Washington-borg árið 1976, þremur árum eftir að herinn rændi Allende völdum. Mannréttindasamtök fullyrða að þúsundir manna hafi orðið herforingjastjórnunum, sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar, að bráð. Eini sakborningurinn sem var viðstaddur réttarhöldin var Jorge Tróccoli, 79 ára gamall liðsforingi í úrúgvæska sjóhernum sem flúði heimalandið árið 2007. Líklegt er að hann verði nú handtekinn. Aðrir dúsa þegar í fangelsi í heimalandi sínu eða er það gamlir að ólíklegt er að þeir verði framseldir til Ítalíu. Bólivía Ítalía Perú Úrúgvæ Tengdar fréttir Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977. 14. júní 2019 22:57 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Dómstóll á Ítalíu dæmdi 24 suður-ameríska fyrrverandi einræðisherra og embættismenn í lífstíðarfangelsi fyrir morð, handtökur og pyntingar á hundruð stjórnarandstæðinga á 8. og 9. áratugnum. Samvinna herforingjastjórnanna um að berja niður andóf gekk undir heitinu Kondóráætlunin. Allir nema einn voru dæmdir að þeim fjarstöddum og segir breska ríkisútvarpið BBC ólíklegt að upprunalönd þeirra muni framselja þá. Fleiri en tuttugu fórnarlömb þeirra voru Ítalir. Ítölsk lög heimila að morð á ítölskum borgurum séu rannsökuð og tekin fyrir dóm á Ítalíu. Þeir sem voru dæmdir voru einræðisherrar eða embættismenn herforingjastjórna í Bólivíu, Síle, Perú og Úrúgvæ. Þeirra á meðal voru Luis García Meza, yfirmaður herforingjastjórnar Bólivíu frá 1980 til 1981 sem lést í fyrra og Francisco Morales Bermúdez, yfirmaður herforingjastjórnar Perú frá 1975 til 1980. Saman stóðu herforingjastjórnirnar að hryðjuverkum sem teygðu sig út fyrir álfuna. Áætlun þeirra gekk undir nafninu Kondóráætlunin. Lögðu þær á ráðin um að finna, ræna og myrða pólitíska andstæðinga um alla Suður-Ameríku og víðar. Argentína, Bólivía, Síle, Paragvæ, Úrúgvæ og síðar Brasilía, Ekvador og Perú tóku þátt í henni.Eltu uppi andófsfólk þvert yfir landamæri Fórnarlömbunum var oft rænt úti á götu eða á heimilum sínum. Þau voru síðan pyntuð, myrt eða „látin hverfa“ með öðrum hætti. Löndin unnu saman að því að elta andófsfólkið uppi, þvert á landamæri. Eitt þekktasta fórnarlamb Kondóraðgerðarinnar var Orlando Letelier, utanríkisráðherra í forsetatíð sósíalistans Salvadors Allende í Síle. Letelier var myrtur í Washington-borg árið 1976, þremur árum eftir að herinn rændi Allende völdum. Mannréttindasamtök fullyrða að þúsundir manna hafi orðið herforingjastjórnunum, sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar, að bráð. Eini sakborningurinn sem var viðstaddur réttarhöldin var Jorge Tróccoli, 79 ára gamall liðsforingi í úrúgvæska sjóhernum sem flúði heimalandið árið 2007. Líklegt er að hann verði nú handtekinn. Aðrir dúsa þegar í fangelsi í heimalandi sínu eða er það gamlir að ólíklegt er að þeir verði framseldir til Ítalíu.
Bólivía Ítalía Perú Úrúgvæ Tengdar fréttir Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977. 14. júní 2019 22:57 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977. 14. júní 2019 22:57