Biden biðst afsökunar á að hafa hreykt sér af því að starfa með aðskilnaðarsinnum Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2019 23:45 Sem stendur hefur Biden mikið forskot í forvalinu. Vísir/Getty Joe Biden, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020 og fyrrverandi varaforseti, tjáði sig í síðasta mánuði um samstarf sitt við tvo þingmenn Demókrata á áttunda áratugnum. Þingmennirnir, James Eastland og Herman Talmadge, voru báðir aðskilnaðarsinnar. Reuters greinir frá. Biden lét ummælin falla þegar hann sagði stjórnmálamenn nútímans ekki geta starfað saman. Í samfélagi þar sem mikil togstreita væri á milli vinstri og hægri væng stjórnmálanna væri slíkt ólíðandi og tók hann sem dæmi að hann hafði starfað með þingmönnunum tveimur þrátt fyrir að vera ósammála þeim. Ummælin voru harðlega gagnrýnd af andstæðingum Biden í forvalinu og sagði Kamala Harris, mótframbjóðandi hans, að ummæli hans höfðu verið „særandi“ en trúði því að hann væri þrátt fyrir það ekki rasisti. Þá undraði Cory Booker, annar frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, sig á því að Biden hefði ekki beðist afsökunar. Aðspurður hvort hann ætlaði sér að biðjast afsökunar á ummælunum spurði Biden blaðamenn hvers vegna hann ætti að biðjast afsökunar, hann væri ekki með „rasískt bein í líkama sínum“. Biden var líkt og áður sagði varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama sem var fyrsti þeldökki forseti landsins.Biðst afsökunar á því að hafa gefið það í skyn að hann væri að hrósa þeim Í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í Sumter í Suður-Karólínu baðst Biden loks afsökunar. Honum þætti leitt að hafa valdið misskilningi og sært fólk með ummælum sínum. „Var það rangt hjá mér fyrir nokkrum vikum að hafa gefið það í skyn að ég væri að hrósa þessum mönnum sem ég talaði oft gegn með góðum árangri? Já, það var rangt og ég sé eftir því. Og mér þykir það leitt að hafa valdið misskilningi og öðru fólki sársauka,“ sagði Biden í ræðu sinni. Staða Biden í forvalinu þykir nokkuð sterk sem stendur og nýtur hann mest fylgis frambjóðenda. Enn er langt í að flokkurinn velji sinn frambjóðanda en líklegt þykir að það verði þó ljóst í mars hver hlýtur útnefningu flokksins. Bandaríkin Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. 3. júní 2019 08:45 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Joe Biden, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020 og fyrrverandi varaforseti, tjáði sig í síðasta mánuði um samstarf sitt við tvo þingmenn Demókrata á áttunda áratugnum. Þingmennirnir, James Eastland og Herman Talmadge, voru báðir aðskilnaðarsinnar. Reuters greinir frá. Biden lét ummælin falla þegar hann sagði stjórnmálamenn nútímans ekki geta starfað saman. Í samfélagi þar sem mikil togstreita væri á milli vinstri og hægri væng stjórnmálanna væri slíkt ólíðandi og tók hann sem dæmi að hann hafði starfað með þingmönnunum tveimur þrátt fyrir að vera ósammála þeim. Ummælin voru harðlega gagnrýnd af andstæðingum Biden í forvalinu og sagði Kamala Harris, mótframbjóðandi hans, að ummæli hans höfðu verið „særandi“ en trúði því að hann væri þrátt fyrir það ekki rasisti. Þá undraði Cory Booker, annar frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, sig á því að Biden hefði ekki beðist afsökunar. Aðspurður hvort hann ætlaði sér að biðjast afsökunar á ummælunum spurði Biden blaðamenn hvers vegna hann ætti að biðjast afsökunar, hann væri ekki með „rasískt bein í líkama sínum“. Biden var líkt og áður sagði varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama sem var fyrsti þeldökki forseti landsins.Biðst afsökunar á því að hafa gefið það í skyn að hann væri að hrósa þeim Í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í Sumter í Suður-Karólínu baðst Biden loks afsökunar. Honum þætti leitt að hafa valdið misskilningi og sært fólk með ummælum sínum. „Var það rangt hjá mér fyrir nokkrum vikum að hafa gefið það í skyn að ég væri að hrósa þessum mönnum sem ég talaði oft gegn með góðum árangri? Já, það var rangt og ég sé eftir því. Og mér þykir það leitt að hafa valdið misskilningi og öðru fólki sársauka,“ sagði Biden í ræðu sinni. Staða Biden í forvalinu þykir nokkuð sterk sem stendur og nýtur hann mest fylgis frambjóðenda. Enn er langt í að flokkurinn velji sinn frambjóðanda en líklegt þykir að það verði þó ljóst í mars hver hlýtur útnefningu flokksins.
Bandaríkin Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. 3. júní 2019 08:45 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24
Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. 3. júní 2019 08:45
Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55