Biden biðst afsökunar á að hafa hreykt sér af því að starfa með aðskilnaðarsinnum Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2019 23:45 Sem stendur hefur Biden mikið forskot í forvalinu. Vísir/Getty Joe Biden, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020 og fyrrverandi varaforseti, tjáði sig í síðasta mánuði um samstarf sitt við tvo þingmenn Demókrata á áttunda áratugnum. Þingmennirnir, James Eastland og Herman Talmadge, voru báðir aðskilnaðarsinnar. Reuters greinir frá. Biden lét ummælin falla þegar hann sagði stjórnmálamenn nútímans ekki geta starfað saman. Í samfélagi þar sem mikil togstreita væri á milli vinstri og hægri væng stjórnmálanna væri slíkt ólíðandi og tók hann sem dæmi að hann hafði starfað með þingmönnunum tveimur þrátt fyrir að vera ósammála þeim. Ummælin voru harðlega gagnrýnd af andstæðingum Biden í forvalinu og sagði Kamala Harris, mótframbjóðandi hans, að ummæli hans höfðu verið „særandi“ en trúði því að hann væri þrátt fyrir það ekki rasisti. Þá undraði Cory Booker, annar frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, sig á því að Biden hefði ekki beðist afsökunar. Aðspurður hvort hann ætlaði sér að biðjast afsökunar á ummælunum spurði Biden blaðamenn hvers vegna hann ætti að biðjast afsökunar, hann væri ekki með „rasískt bein í líkama sínum“. Biden var líkt og áður sagði varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama sem var fyrsti þeldökki forseti landsins.Biðst afsökunar á því að hafa gefið það í skyn að hann væri að hrósa þeim Í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í Sumter í Suður-Karólínu baðst Biden loks afsökunar. Honum þætti leitt að hafa valdið misskilningi og sært fólk með ummælum sínum. „Var það rangt hjá mér fyrir nokkrum vikum að hafa gefið það í skyn að ég væri að hrósa þessum mönnum sem ég talaði oft gegn með góðum árangri? Já, það var rangt og ég sé eftir því. Og mér þykir það leitt að hafa valdið misskilningi og öðru fólki sársauka,“ sagði Biden í ræðu sinni. Staða Biden í forvalinu þykir nokkuð sterk sem stendur og nýtur hann mest fylgis frambjóðenda. Enn er langt í að flokkurinn velji sinn frambjóðanda en líklegt þykir að það verði þó ljóst í mars hver hlýtur útnefningu flokksins. Bandaríkin Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. 3. júní 2019 08:45 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Joe Biden, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020 og fyrrverandi varaforseti, tjáði sig í síðasta mánuði um samstarf sitt við tvo þingmenn Demókrata á áttunda áratugnum. Þingmennirnir, James Eastland og Herman Talmadge, voru báðir aðskilnaðarsinnar. Reuters greinir frá. Biden lét ummælin falla þegar hann sagði stjórnmálamenn nútímans ekki geta starfað saman. Í samfélagi þar sem mikil togstreita væri á milli vinstri og hægri væng stjórnmálanna væri slíkt ólíðandi og tók hann sem dæmi að hann hafði starfað með þingmönnunum tveimur þrátt fyrir að vera ósammála þeim. Ummælin voru harðlega gagnrýnd af andstæðingum Biden í forvalinu og sagði Kamala Harris, mótframbjóðandi hans, að ummæli hans höfðu verið „særandi“ en trúði því að hann væri þrátt fyrir það ekki rasisti. Þá undraði Cory Booker, annar frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, sig á því að Biden hefði ekki beðist afsökunar. Aðspurður hvort hann ætlaði sér að biðjast afsökunar á ummælunum spurði Biden blaðamenn hvers vegna hann ætti að biðjast afsökunar, hann væri ekki með „rasískt bein í líkama sínum“. Biden var líkt og áður sagði varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama sem var fyrsti þeldökki forseti landsins.Biðst afsökunar á því að hafa gefið það í skyn að hann væri að hrósa þeim Í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í Sumter í Suður-Karólínu baðst Biden loks afsökunar. Honum þætti leitt að hafa valdið misskilningi og sært fólk með ummælum sínum. „Var það rangt hjá mér fyrir nokkrum vikum að hafa gefið það í skyn að ég væri að hrósa þessum mönnum sem ég talaði oft gegn með góðum árangri? Já, það var rangt og ég sé eftir því. Og mér þykir það leitt að hafa valdið misskilningi og öðru fólki sársauka,“ sagði Biden í ræðu sinni. Staða Biden í forvalinu þykir nokkuð sterk sem stendur og nýtur hann mest fylgis frambjóðenda. Enn er langt í að flokkurinn velji sinn frambjóðanda en líklegt þykir að það verði þó ljóst í mars hver hlýtur útnefningu flokksins.
Bandaríkin Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. 3. júní 2019 08:45 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24
Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. 3. júní 2019 08:45
Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent