Enski boltinn

Dybala vill risa samning hjá United sem eru allt annað en sáttir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paulo Dybala.
Paulo Dybala. vísir/getty
Paulo Dybala, framherji Juventus, vill fá 350 þúsund pund á viku hjá Manchester United eigi hann að semja við félagið.

Ekki er enn klárt að Dybala semji við Manchester United en United og Juventus eru talin hafa náð samkomulagi um félagaskipti Romelu Lukaku og Dybala.

Argentínumaðurinn er ekki ódýr því hann vill fá 350 þúsund pund á viku sem myndi gera hann að þriðja launahæsta leikmanni félagsins. Alexis Sanchez og David de Gea eru þeir einu með hærri laun.





Forráðamenn Manchester United eru, að sögn götublaðsins The Sun, mjög svo ósáttir með Dybala og umboðsmann hans og segja launakröfur þeirra algjörlega galnar.

Leikmenn Man. Utd hafa verið að taka á sig launalækkun og því væri erfitt fyrir félagið að gefa Argentínumanninum risa samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×