Einn óheppnasti fótboltamaður sögunnar leggur skóna á hilluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 10:30 Abou Diaby. Getty/Tom Jenkins Abou Diaby hefur spilað sinn síðasta knattspyrnuleik á ferlinum og er því meiðslahrjáður fótboltaferill hans á enda. Abou Diaby þótti efni í frábæran fótboltamann og hafði allt í það nema skrokkinn sem gaf eftir aftur og aftur. Abou Diaby er bara 32 ára gamall þegar hann leggur fótboltaskóna á hilluna en franski miðjumaðurinn hefur ekki spilað keppnisleik síðan árið 2016.Abou Diaby, who last played a competitive match in August 2016, announces his retirement from football. A talented player, robbed by injury. pic.twitter.com/q4PC9BrF78 — BT Sport Score (@btsportscore) February 25, 2019Það er óhætt að kalla Diaby einn óheppnasti fótboltamann sögunnar því hann missti af ótrúlega mörgum leikjum á ferlinum vegna meiðsla. „Það er kominn tími á að hætta þessu. Það hefur verið erfitt fyrir mig að komast aftur inn á völlinn síðustu ár. Ég hef glímt við mörg vandamál með skrokkinn á mér. Á vissum tímapunkti þá þarftu að spyrja sjálfan þig réttu spurningarinnar,“ sagði Abou Diaby í viðtali við RMC Sport TV. „Ég hef ákveðið að hætta því líkaminn er ekki að fylgja mér. Þetta er erfitt því ég hef eytt mestum hluta lífs míns í fótboltanum. Þessi kafli er að lokast en nýr mun opnast í staðinn. Ég tek þessa ákvörðun af vel ígrunduðu máli,“ sagði Diaby.Abou Diaby missed an incredible 250 games through 18 different injuries during his time at Arsenal. pic.twitter.com/8RhXz4SrU4 — Squawka Football (@Squawka) February 25, 2019Abou Diaby átti að flestra mati glæsta framtíð fyrir sér í fótboltanum þegar hann kom til Arsenal í janúar 2006 þá ekki orðinn tvítugur. Diaby var hæfileikaríkur og minnti þá marga á Patrick Vieira enda var honum ætlaði að fylla í skarð Vieira sem Arsenal seldi til Juventus hálfu ári fyrr. Paul Pogba er einn af miklum aðdáendum hans eins og sjá má hér fyrir neðan."I won't forget him. I learned a lot from him." Paul Pogba is a lifelong member of the Abou Diaby fan club. pic.twitter.com/pFYM4b4gnY — Squawka News (@SquawkaNews) February 25, 2019Diaby var í níu ár hjá Arsenal en alltaf þegar hann var að komast á eitthvað flug þá meiddist hann aftur. Hann lék alls 180 leiki með Arsenal í öllum keppnum á þessum rétt tæpa áratug og skoraði 9 mörk. Diaby missti aftur á móti af 250 leikjum með Arsenal vegna átján mismunandi meiðsla Hann var frá í alls 1937 daga en það er meira en fimm ár á meiðslalistanum. Það er því ekkert skrítið að sumir kalli Abou Diaby einn óheppnasta fótboltamann sögunnar.Abou Diaby has confirmed his retirement Auxerre: 1️games Arsenal: 1️games Marseille: 6️games France: 1️games pic.twitter.com/PjubDxDSUg — Goal (@goal) February 26, 2019 Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Abou Diaby hefur spilað sinn síðasta knattspyrnuleik á ferlinum og er því meiðslahrjáður fótboltaferill hans á enda. Abou Diaby þótti efni í frábæran fótboltamann og hafði allt í það nema skrokkinn sem gaf eftir aftur og aftur. Abou Diaby er bara 32 ára gamall þegar hann leggur fótboltaskóna á hilluna en franski miðjumaðurinn hefur ekki spilað keppnisleik síðan árið 2016.Abou Diaby, who last played a competitive match in August 2016, announces his retirement from football. A talented player, robbed by injury. pic.twitter.com/q4PC9BrF78 — BT Sport Score (@btsportscore) February 25, 2019Það er óhætt að kalla Diaby einn óheppnasti fótboltamann sögunnar því hann missti af ótrúlega mörgum leikjum á ferlinum vegna meiðsla. „Það er kominn tími á að hætta þessu. Það hefur verið erfitt fyrir mig að komast aftur inn á völlinn síðustu ár. Ég hef glímt við mörg vandamál með skrokkinn á mér. Á vissum tímapunkti þá þarftu að spyrja sjálfan þig réttu spurningarinnar,“ sagði Abou Diaby í viðtali við RMC Sport TV. „Ég hef ákveðið að hætta því líkaminn er ekki að fylgja mér. Þetta er erfitt því ég hef eytt mestum hluta lífs míns í fótboltanum. Þessi kafli er að lokast en nýr mun opnast í staðinn. Ég tek þessa ákvörðun af vel ígrunduðu máli,“ sagði Diaby.Abou Diaby missed an incredible 250 games through 18 different injuries during his time at Arsenal. pic.twitter.com/8RhXz4SrU4 — Squawka Football (@Squawka) February 25, 2019Abou Diaby átti að flestra mati glæsta framtíð fyrir sér í fótboltanum þegar hann kom til Arsenal í janúar 2006 þá ekki orðinn tvítugur. Diaby var hæfileikaríkur og minnti þá marga á Patrick Vieira enda var honum ætlaði að fylla í skarð Vieira sem Arsenal seldi til Juventus hálfu ári fyrr. Paul Pogba er einn af miklum aðdáendum hans eins og sjá má hér fyrir neðan."I won't forget him. I learned a lot from him." Paul Pogba is a lifelong member of the Abou Diaby fan club. pic.twitter.com/pFYM4b4gnY — Squawka News (@SquawkaNews) February 25, 2019Diaby var í níu ár hjá Arsenal en alltaf þegar hann var að komast á eitthvað flug þá meiddist hann aftur. Hann lék alls 180 leiki með Arsenal í öllum keppnum á þessum rétt tæpa áratug og skoraði 9 mörk. Diaby missti aftur á móti af 250 leikjum með Arsenal vegna átján mismunandi meiðsla Hann var frá í alls 1937 daga en það er meira en fimm ár á meiðslalistanum. Það er því ekkert skrítið að sumir kalli Abou Diaby einn óheppnasta fótboltamann sögunnar.Abou Diaby has confirmed his retirement Auxerre: 1️games Arsenal: 1️games Marseille: 6️games France: 1️games pic.twitter.com/PjubDxDSUg — Goal (@goal) February 26, 2019
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira