Fyrrum landsliðskona: Kynferðislega áreitt á netinu á hverjum degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2019 10:30 Alex Scott. Vísir/Getty Alex Scott átti flottan knattspyrnuferil á sínum tíma og núna er hún að ryðja brautina fyrir konur í heimi knattspyrnusérfræðinga í ensku sjónvarpi. Það hefur hins vegar ekki verið auðvelt fyrir hana að vera í sviðsljósinu. Alex Scott hefur sagt frá því að hún verði fyrir kynferðislegu áreiti á hverjum degi á samfélagsmiðlum eftir að hún tók að sér vera knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpinu. Scott var meðal annars hluti af sjónvarpsteymi breska ríkisútvarpsins á HM í Rússlandi sumarið 2018."We'll get to the stage when I'm not regarded as a female pundit, I'm just a pundit." Alex Scott says she receives sexist abuse online "every single day".https://t.co/QomMWMFpNkpic.twitter.com/EccNNnyOn5 — BBC Sport (@BBCSport) May 10, 2019Alex Scott lagði skóna á hilluna árið 2017 en hún lék á sínum tíma 140 leiki fyrir enska landsliðið og varð sex sinnum Englandsmeistari með Arsenal auk þess að vinna enska bikarinn sjö sinnum á ferlinum. Scott er núna 34 ára gömul og það hefur ekki verið auðvelt fyrir hana að glíma við áreitið á netmiðlum. Hún ætlar samt ekki að leyfa nettröllunum að vinna með því að hætta á samfélagsmiðlum. „Við munum einhvern tímann komast á það stig að ég verði bara knattspyrnusérfræðingur en ekki kona sem er knattspyrnusérfræðingur,“ sagði Alex Scott við BBC. „Þegar við náum því marki þá erum við fyrst að komast eitthvað áfram. Ég, með því að sitja þarna og vera nógu sterk til að segja mína skoðun, mun gera mitt í að hjálpa til að gera þetta að venjulegum hlut að kona sé knattspyrnusérfræðingur,“ sagði Scott.Alex Scott vows to continue TV punditry despite sexist abuse on social media 'every single day' https://t.co/7DVZJdVdIH — Indy Football (@IndyFootball) May 10, 2019Alex Scott fór á þrjú heimsmeistaramóti og fjögur Evrópumeistaramót með enska landsliðinu en hún spilaði í vörninni. „Allir geta séð Twitter. Ég er kynferðislega áreitt á hverjum degi núna. Það sem heldur mér gangandi er að mér finnst ég vera að hjálpa til að breyta hugsunum fólks. Fólk kemur líka upp að mér í dag og segir mér það,“ sagði Alex Scott. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Alex Scott átti flottan knattspyrnuferil á sínum tíma og núna er hún að ryðja brautina fyrir konur í heimi knattspyrnusérfræðinga í ensku sjónvarpi. Það hefur hins vegar ekki verið auðvelt fyrir hana að vera í sviðsljósinu. Alex Scott hefur sagt frá því að hún verði fyrir kynferðislegu áreiti á hverjum degi á samfélagsmiðlum eftir að hún tók að sér vera knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpinu. Scott var meðal annars hluti af sjónvarpsteymi breska ríkisútvarpsins á HM í Rússlandi sumarið 2018."We'll get to the stage when I'm not regarded as a female pundit, I'm just a pundit." Alex Scott says she receives sexist abuse online "every single day".https://t.co/QomMWMFpNkpic.twitter.com/EccNNnyOn5 — BBC Sport (@BBCSport) May 10, 2019Alex Scott lagði skóna á hilluna árið 2017 en hún lék á sínum tíma 140 leiki fyrir enska landsliðið og varð sex sinnum Englandsmeistari með Arsenal auk þess að vinna enska bikarinn sjö sinnum á ferlinum. Scott er núna 34 ára gömul og það hefur ekki verið auðvelt fyrir hana að glíma við áreitið á netmiðlum. Hún ætlar samt ekki að leyfa nettröllunum að vinna með því að hætta á samfélagsmiðlum. „Við munum einhvern tímann komast á það stig að ég verði bara knattspyrnusérfræðingur en ekki kona sem er knattspyrnusérfræðingur,“ sagði Alex Scott við BBC. „Þegar við náum því marki þá erum við fyrst að komast eitthvað áfram. Ég, með því að sitja þarna og vera nógu sterk til að segja mína skoðun, mun gera mitt í að hjálpa til að gera þetta að venjulegum hlut að kona sé knattspyrnusérfræðingur,“ sagði Scott.Alex Scott vows to continue TV punditry despite sexist abuse on social media 'every single day' https://t.co/7DVZJdVdIH — Indy Football (@IndyFootball) May 10, 2019Alex Scott fór á þrjú heimsmeistaramóti og fjögur Evrópumeistaramót með enska landsliðinu en hún spilaði í vörninni. „Allir geta séð Twitter. Ég er kynferðislega áreitt á hverjum degi núna. Það sem heldur mér gangandi er að mér finnst ég vera að hjálpa til að breyta hugsunum fólks. Fólk kemur líka upp að mér í dag og segir mér það,“ sagði Alex Scott.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira