Harpa fór aftur undir hnífinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. júní 2019 07:30 Harpa í leik með Stjörnunni síðasta sumar. Fréttablaðið/andri marinó Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir mun ekki snúa aftur inn á völlinn þetta sumarið eftir að Harpa þurfti að gangast undir aðra aðgerð vegna rifins liðþófa í vor. Meiðslin má rekja aftur til þess þegar Harpa sleit krossband og reif liðþófa á sama tíma í úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Þetta staðfesti Harpa í samtali við Fréttablaðið um helgina. „Það er mjög algengt að liðþófinn rifni við krossbandsslit og hann var saumaður saman í aðgerðinni. Svo þegar ég fór að auka álagið í vor við æfingar var ég farin að finna að það var ekki allt eins og það á að vera. Svo kemur þetta í ljós í vor og ég fór í speglun til að láta laga liðþófann sem tafði endurhæfinguna. Krossbandið lítur mjög vel út eftir aðgerðina en það þurfti að laga liðþófann á ný.“ Harpa hefur leikið stærstan hluta ferilsins á Íslandi með uppeldisfélaginu sínu, Stjörnunni. Hún hefur einnig leikið með Breiðablik á Íslandi og Charlton á Englandi. Harpa vann tvöfalt, bæði gullskóinn sem markadrottning Pepsi-deildarinnar og var valin besti leikmaður deildarinnar þrisvar á fjögurra ára tímabili frá 2013-2016. Alls hefur Harpa skorað 181 mark í 252 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þá hefur Harpa leikið 67 leiki fyrir A-landslið Íslands, farið tvisvar á Evrópumótið og skorað nítján mörk í landsliðstreyjunni. „Ég var alltaf búin að ákveða að taka þetta sumar í endurhæfingu og gefa mér góðan tíma í hana til að styrkja mig. Ég er kominn yfir þrítugsaldurinn og hef aldrei gengið í gegnum hnémeiðsli þannig að ég var undir það búin að þessi endurhæfing myndi taka sinn tíma,“ sagði Harpa sem fór eftirminnilega á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 tæpum fjórum mánuðum eftir barnsburð. „Þá var mikil hvatning að komast með liðinu á EM. Núna ákvað ég að gefa mér meiri tíma enda var mikið álag á líkamanum í aðdraganda meiðslanna síðasta sumar.“ Harpa er samningslaus þessa dagana eftir að hún kaus að framlengja ekki við Stjörnuna síðasta haust. „Ég skrifaði ekki undir nýjan samning í haust til að gefa mér meira svigrúm. Ég hef verið að æfa upp á eigin spýtur og í raun í fríi frá öllu. Ég mun svo skoða hvað gerist þegar maður kemst aftur út á völl. Þetta er í fyrsta skiptið sem maður er ekki á fullu á tímabilinu og ég hef náð að eyða auknum tíma með fjölskyldunni sem er ágætis tilbreyting,“ sagði Harpa létt og bætti við: „Ég veit alveg að ég er ekkert unglamb og var við því búin að kannski yrði endurhæfingin erfið. Þá þarf maður að hugsa sinn gang en ég finn mikinn mun eftir aðgerðina og er komin á ágætis ról. Við það fer það að kitla mann að komast aftur út á völlinn,“ sagði Harpa sem sagðist vilja fara út á eigin forsendum. „Það er erfitt þegar maður er búinn að eiga langan og nokkuð farsælan feril hérna heima að fara ekki út á mínum forsendum. Það drífur mig svolítið áfram. Það er erfitt að hugsa til þess að þessi meiðsli hafi verið endalokin.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir mun ekki snúa aftur inn á völlinn þetta sumarið eftir að Harpa þurfti að gangast undir aðra aðgerð vegna rifins liðþófa í vor. Meiðslin má rekja aftur til þess þegar Harpa sleit krossband og reif liðþófa á sama tíma í úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Þetta staðfesti Harpa í samtali við Fréttablaðið um helgina. „Það er mjög algengt að liðþófinn rifni við krossbandsslit og hann var saumaður saman í aðgerðinni. Svo þegar ég fór að auka álagið í vor við æfingar var ég farin að finna að það var ekki allt eins og það á að vera. Svo kemur þetta í ljós í vor og ég fór í speglun til að láta laga liðþófann sem tafði endurhæfinguna. Krossbandið lítur mjög vel út eftir aðgerðina en það þurfti að laga liðþófann á ný.“ Harpa hefur leikið stærstan hluta ferilsins á Íslandi með uppeldisfélaginu sínu, Stjörnunni. Hún hefur einnig leikið með Breiðablik á Íslandi og Charlton á Englandi. Harpa vann tvöfalt, bæði gullskóinn sem markadrottning Pepsi-deildarinnar og var valin besti leikmaður deildarinnar þrisvar á fjögurra ára tímabili frá 2013-2016. Alls hefur Harpa skorað 181 mark í 252 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þá hefur Harpa leikið 67 leiki fyrir A-landslið Íslands, farið tvisvar á Evrópumótið og skorað nítján mörk í landsliðstreyjunni. „Ég var alltaf búin að ákveða að taka þetta sumar í endurhæfingu og gefa mér góðan tíma í hana til að styrkja mig. Ég er kominn yfir þrítugsaldurinn og hef aldrei gengið í gegnum hnémeiðsli þannig að ég var undir það búin að þessi endurhæfing myndi taka sinn tíma,“ sagði Harpa sem fór eftirminnilega á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 tæpum fjórum mánuðum eftir barnsburð. „Þá var mikil hvatning að komast með liðinu á EM. Núna ákvað ég að gefa mér meiri tíma enda var mikið álag á líkamanum í aðdraganda meiðslanna síðasta sumar.“ Harpa er samningslaus þessa dagana eftir að hún kaus að framlengja ekki við Stjörnuna síðasta haust. „Ég skrifaði ekki undir nýjan samning í haust til að gefa mér meira svigrúm. Ég hef verið að æfa upp á eigin spýtur og í raun í fríi frá öllu. Ég mun svo skoða hvað gerist þegar maður kemst aftur út á völl. Þetta er í fyrsta skiptið sem maður er ekki á fullu á tímabilinu og ég hef náð að eyða auknum tíma með fjölskyldunni sem er ágætis tilbreyting,“ sagði Harpa létt og bætti við: „Ég veit alveg að ég er ekkert unglamb og var við því búin að kannski yrði endurhæfingin erfið. Þá þarf maður að hugsa sinn gang en ég finn mikinn mun eftir aðgerðina og er komin á ágætis ról. Við það fer það að kitla mann að komast aftur út á völlinn,“ sagði Harpa sem sagðist vilja fara út á eigin forsendum. „Það er erfitt þegar maður er búinn að eiga langan og nokkuð farsælan feril hérna heima að fara ekki út á mínum forsendum. Það drífur mig svolítið áfram. Það er erfitt að hugsa til þess að þessi meiðsli hafi verið endalokin.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira