Íslenski boltinn

Kolbeinn semur til þriggja ára við Lommel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn í leik með Breiðablik í sumar.
Kolbeinn í leik með Breiðablik í sumar. vísir/getty
Kolbeinn Þórðarson er á förum frá Breiðablik en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við belgíska félagið Lommel SK.

Félagaskiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga eftir að Breiðablik samþykkti tilboð belgíska B-deildarfélagsins í Blikann unga.





Stefán Gíslason tók við liði Lommel í sumar og nú hafa tveir leikmenn Breiðabliks gengið í raðir liðsins en Jonathan Hendrickx gekk í raðir félagsins fyrr í sumar.

Kolbeinn er fæddur árið 2000 en á að baki 41 meistaraflokksleiki. Hann hefur skorað í þeim fjögur mörk en einnig á hann tíu unglingalandsliðsleik fyrir Ísland.

Fyrsti deildarleikur Lommel er á laugardaginn er belgíska B-deildin fer í gang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×