Fótbolti

VAR í fyrsta sinn hér á landi gegn Rúmeníu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
VAR er ekki allra.
VAR er ekki allra. vísir/getty
Myndbandsdómgæsla (VAR) verður notuð í leikjunum í umspili um sæti á EM í mars á næsta ári.

VAR verður því notað í fyrsta sinn hér á landi þegar Ísland tekur á móti Rúmeníu 26. mars, að því gefnu að Laugardalsvöllur verði leikfær.

Ekki var notast við VAR í undankeppni EM. Myndbandsdómgæsla verður hins vegar notuð í lokakeppninni sem fer fram í tólf borgum víðs vegar um Evrópu.

Myndbandstækni er notuð við dómgæslu í stærstu deildum Evrópu. Þá var notast við hana á HM karla í fyrra og HM kvenna í sumar.

Ef Ísland vinnur Rúmeníu mætir liðið annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi ytra 31. mars 2020 í úrslitaleik um sæti á EM.

Komist Ísland á EM verður liðið í F-riðli með Þýskalandi, Frakklandi og Portúgal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×