Fótbolti

Forseti UEFA: Ef þú ert með langt nef ertu rangstæður þessa dagana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ceferin á dögunum er dregið var í riðla fyrir EM 2020.
Ceferin á dögunum er dregið var í riðla fyrir EM 2020. vísir/getty
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, er ekki hrifinn af VAR og segir að þetta sé bara vandræði sem ekki verði snúið til baka úr.VARsjáin kom fyrst til sögunnar til þess að útrýma umdeildum atvikum úr leiknum en ef eitthvað er hefur umræðan um dómara og dóma í leikjum aukist til muna eftir komu VAR.Ceferin, sem hefur verið forseti UEFA síðan í september 2016, er ekki hrifinn af þessu.„Þetta er vandræði. Ég held að það sé ekki þolmörk fyrir einhverjum sem er einum eða tveimur sentímetrum fyrir innan,“ sagði Ceferin í samtali við Daily Mirror.„Ef þú ert með langt nef ertu rangstæður þessa daganna. Línurnar eru einnig dregnar af VAR-inu og það er auðvitað huglæg teikning á mjög hlutlægum forsendum.“„Ég er ekki hrifinn af þessu. Ég er mjög efsins og ég get sagt það bara hreint út að mér líkar ekki útkoman. Því miður er engin leið til baka,“ bætti forsetinn við.Hann sagði einnig í viðtalinu að hann myndi leitast eftir því við dómara og aðra stjórnarmenn innan UEFA að hann myndi leggja fram einhverja breytingu á VARsjánni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.