Meira að segja ungu strákarnir frá Sviss eru taldir vera betri en Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2019 11:30 Það er erfitt að vera stuðningsmaður Manchester United í dag. Getty/Robbie Jay Barratt Það eru 33 félög betri en Manchester United í dag ef marka má nýjan lista virtu bandarísku tölfræðigreiningarsíðunnar FiveThirtyEight. Stuðningsmenn Manchester United horfðu upp á nágranna sína og erkifjendur sína frá Liverpool stinga sig af í töflunni og vinna síðan titla í vor. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, 32 stigum á eftir Englandsmeisturunum hinum megin í Manchester-borg og 31 stigi á eftir Evrópumeisturum Liverpool. Það verður engin Meistaradeild á Old Trafford á næstu leiktíð og sumarið hefur hingað til farið í það að styrkja liðið með framtíðarmönnum. Miðvörðurinn Harry Maguire verða líklega fyrstu stjörnukaupin. Það er síðan mikil óvissa með framtíð þeirra Paul Pogba og Romelu Lukaku. En aftur af styrkleikaröðun FiveThirtyEight.636 International Club Soccer Teams, Ranked: https://t.co/npFXj4YokI — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) July 13, 2019FiveThirtyEight setur Manchester City í toppsætið og Liverpool er tveimur sætum neðar. Á milli þeirra er síðan þýska félagið Bayern München. Barcelona er síðan á undan Chelsea og Paris Saint Germain og Real Madrid er í sjöunda sætinu á undan Atlético Madrid, Olympiacos og Ajax. Athygli vekur að Atalanta, Bayer Leverkusen og Internazionale eru öll á undan Juventus sem er bara í 15. sætinu. Það þarf síðan að fara langt niður til að finna Manchester United á listanum. Sex ensk félög eru á undan United þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru átta sætum ofar. Man City have been ranked as the best team in the world - Man Utd are ranked 34th... 3. Liverpool 15. Juventus 28. Arsenal Even Swiss side Young Boys are ranked higher than United right now https://t.co/gr8cmd7wv4 — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 14, 2019Soccer Power Index heitir mælikvarði FiveThirtyEight en í þeirra kerfi er reiknaður út sóknarþungi hvers liðs út frá því hvað er áætlað að þau skori mikið af mörkum á móti meðalliði á hlutlausum velli og á móti kemur síðan hversu mörg mörk er áætlað að þau fái á sig við sömu aðstæður. Við rekumst á félög eins og Eibar, RB Salzburg, Athletic Bilbao, Real Sociedad, Leganés og Hoffenheim áður en við finnum Manchester United í 35. sæti listans einu sæti á eftir svissneska félaginu Young Boys. Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins árið 2013. Knattspyrnustjórararnir hafa stoppað stutt og nú er liðið í höndum Norðmannsins Ole Gunnare Solskjær. Pressan er mikil á norska stjóranum á komandi tímabili. Það sættir sig enginn við það hjá Manchester United að vera í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni eða í 34. sæti yfir bestu knattspyrnufélög Evrópu. Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Það eru 33 félög betri en Manchester United í dag ef marka má nýjan lista virtu bandarísku tölfræðigreiningarsíðunnar FiveThirtyEight. Stuðningsmenn Manchester United horfðu upp á nágranna sína og erkifjendur sína frá Liverpool stinga sig af í töflunni og vinna síðan titla í vor. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, 32 stigum á eftir Englandsmeisturunum hinum megin í Manchester-borg og 31 stigi á eftir Evrópumeisturum Liverpool. Það verður engin Meistaradeild á Old Trafford á næstu leiktíð og sumarið hefur hingað til farið í það að styrkja liðið með framtíðarmönnum. Miðvörðurinn Harry Maguire verða líklega fyrstu stjörnukaupin. Það er síðan mikil óvissa með framtíð þeirra Paul Pogba og Romelu Lukaku. En aftur af styrkleikaröðun FiveThirtyEight.636 International Club Soccer Teams, Ranked: https://t.co/npFXj4YokI — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) July 13, 2019FiveThirtyEight setur Manchester City í toppsætið og Liverpool er tveimur sætum neðar. Á milli þeirra er síðan þýska félagið Bayern München. Barcelona er síðan á undan Chelsea og Paris Saint Germain og Real Madrid er í sjöunda sætinu á undan Atlético Madrid, Olympiacos og Ajax. Athygli vekur að Atalanta, Bayer Leverkusen og Internazionale eru öll á undan Juventus sem er bara í 15. sætinu. Það þarf síðan að fara langt niður til að finna Manchester United á listanum. Sex ensk félög eru á undan United þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru átta sætum ofar. Man City have been ranked as the best team in the world - Man Utd are ranked 34th... 3. Liverpool 15. Juventus 28. Arsenal Even Swiss side Young Boys are ranked higher than United right now https://t.co/gr8cmd7wv4 — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 14, 2019Soccer Power Index heitir mælikvarði FiveThirtyEight en í þeirra kerfi er reiknaður út sóknarþungi hvers liðs út frá því hvað er áætlað að þau skori mikið af mörkum á móti meðalliði á hlutlausum velli og á móti kemur síðan hversu mörg mörk er áætlað að þau fái á sig við sömu aðstæður. Við rekumst á félög eins og Eibar, RB Salzburg, Athletic Bilbao, Real Sociedad, Leganés og Hoffenheim áður en við finnum Manchester United í 35. sæti listans einu sæti á eftir svissneska félaginu Young Boys. Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins árið 2013. Knattspyrnustjórararnir hafa stoppað stutt og nú er liðið í höndum Norðmannsins Ole Gunnare Solskjær. Pressan er mikil á norska stjóranum á komandi tímabili. Það sættir sig enginn við það hjá Manchester United að vera í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni eða í 34. sæti yfir bestu knattspyrnufélög Evrópu.
Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira