Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2019 17:43 Rannsókn Roberts Muellers stóð yfir í 22 mánuði. Vísir/EPA Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, leiddi í ljós fjölda samskipta á milli kosningaráðgjafa Donalds Trump forseta og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016. Hann fann þó ekki sannanir fyrir því að í samskiptunum hafi falist glæpsamlegt samsæri. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag. Rannsókn Mueller beindist að afskiptum útsendara rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði þeirra við framboð Trump og hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, hélt blaðamannafund um skýrsluna í morgun að bandarískum tíma, áður en hún var gerð aðgengileg Bandaríkjaþingi, almenningi og fréttamönnum. Þar lýsti hann því yfir að rannsókn Mueller hefði staðfest að ekkert ólöglegt samráð hefði átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa. Skýrslan sjálf virðist þó ekki eins afdráttarlaus, hvorki um meint samráð framboðsins við Rússa, né um tilraunir forsetans til þess að hindra framgang rannsóknarinnar. Þá staðfestir Mueller að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, nokkuð sem Trump forseti hefur verið tregur til að viðurkenna.Ekki nóg að sýna fram á samskipti og viðbrögð Um samráðið segir Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós fjölda tenginga á milli einstaklinga sem tengjast rússnesku ríkisstjórninni og einstaklinga sem tengjast framboði Trump. Þær vísbendingar hafi þó ekki verið nægjanlegar til að byggja ákærur á. Mat Mueller var að ekki hafi verið nóg að sýna fram á að framboð Trump hafi vitað af tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og brugðist við þeim. Bandamenn Trump hefðu þurft að semja um það sérstaklega við Rússana að brjóta lög. „Þó að rannsóknin hafi sýnt fram á að rússneska ríkisstjórnin taldi sig hagnast á að Trump yrði forseti og hafi unnið að því að tryggja þá niðurstöðu og að framboðið bjóst við að græða á stolnum upplýsingum sem voru birtar fyrir tilstilli Rússa í kosningunum, sýndi rannsóknin ekki fram á að félagar í framboði Trump hafi lagt á ráðin eða samhæft sig við rússnesku ríkisstjórnina í afskiptum hennar af kosningunum,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Trump hafi persónulega lagt fast að starfsmönnum framboðsins að komast yfir tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda síns, sem Rússar höfðu stolið. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, bar vitni um að Trump hafi ítrekað beðið um póstana á meðan á kosningabaráttunni stóð. Flynn hafi í kjölfarið talað við fjölda fólks til að reyna að komast yfir póstana.Vísir heldur áfram að fjalla um skýrslu Roberts Mueller í dag. Fjallað er um hluta skýrslunnar sem tengist meintum tilraunum Trump forseta til að hindra framganga réttvísinnar hér. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 12:45 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, leiddi í ljós fjölda samskipta á milli kosningaráðgjafa Donalds Trump forseta og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016. Hann fann þó ekki sannanir fyrir því að í samskiptunum hafi falist glæpsamlegt samsæri. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag. Rannsókn Mueller beindist að afskiptum útsendara rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði þeirra við framboð Trump og hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, hélt blaðamannafund um skýrsluna í morgun að bandarískum tíma, áður en hún var gerð aðgengileg Bandaríkjaþingi, almenningi og fréttamönnum. Þar lýsti hann því yfir að rannsókn Mueller hefði staðfest að ekkert ólöglegt samráð hefði átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa. Skýrslan sjálf virðist þó ekki eins afdráttarlaus, hvorki um meint samráð framboðsins við Rússa, né um tilraunir forsetans til þess að hindra framgang rannsóknarinnar. Þá staðfestir Mueller að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, nokkuð sem Trump forseti hefur verið tregur til að viðurkenna.Ekki nóg að sýna fram á samskipti og viðbrögð Um samráðið segir Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós fjölda tenginga á milli einstaklinga sem tengjast rússnesku ríkisstjórninni og einstaklinga sem tengjast framboði Trump. Þær vísbendingar hafi þó ekki verið nægjanlegar til að byggja ákærur á. Mat Mueller var að ekki hafi verið nóg að sýna fram á að framboð Trump hafi vitað af tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og brugðist við þeim. Bandamenn Trump hefðu þurft að semja um það sérstaklega við Rússana að brjóta lög. „Þó að rannsóknin hafi sýnt fram á að rússneska ríkisstjórnin taldi sig hagnast á að Trump yrði forseti og hafi unnið að því að tryggja þá niðurstöðu og að framboðið bjóst við að græða á stolnum upplýsingum sem voru birtar fyrir tilstilli Rússa í kosningunum, sýndi rannsóknin ekki fram á að félagar í framboði Trump hafi lagt á ráðin eða samhæft sig við rússnesku ríkisstjórnina í afskiptum hennar af kosningunum,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Trump hafi persónulega lagt fast að starfsmönnum framboðsins að komast yfir tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda síns, sem Rússar höfðu stolið. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, bar vitni um að Trump hafi ítrekað beðið um póstana á meðan á kosningabaráttunni stóð. Flynn hafi í kjölfarið talað við fjölda fólks til að reyna að komast yfir póstana.Vísir heldur áfram að fjalla um skýrslu Roberts Mueller í dag. Fjallað er um hluta skýrslunnar sem tengist meintum tilraunum Trump forseta til að hindra framganga réttvísinnar hér.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 12:45 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 12:45
Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36