Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2019 17:43 Rannsókn Roberts Muellers stóð yfir í 22 mánuði. Vísir/EPA Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, leiddi í ljós fjölda samskipta á milli kosningaráðgjafa Donalds Trump forseta og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016. Hann fann þó ekki sannanir fyrir því að í samskiptunum hafi falist glæpsamlegt samsæri. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag. Rannsókn Mueller beindist að afskiptum útsendara rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði þeirra við framboð Trump og hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, hélt blaðamannafund um skýrsluna í morgun að bandarískum tíma, áður en hún var gerð aðgengileg Bandaríkjaþingi, almenningi og fréttamönnum. Þar lýsti hann því yfir að rannsókn Mueller hefði staðfest að ekkert ólöglegt samráð hefði átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa. Skýrslan sjálf virðist þó ekki eins afdráttarlaus, hvorki um meint samráð framboðsins við Rússa, né um tilraunir forsetans til þess að hindra framgang rannsóknarinnar. Þá staðfestir Mueller að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, nokkuð sem Trump forseti hefur verið tregur til að viðurkenna.Ekki nóg að sýna fram á samskipti og viðbrögð Um samráðið segir Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós fjölda tenginga á milli einstaklinga sem tengjast rússnesku ríkisstjórninni og einstaklinga sem tengjast framboði Trump. Þær vísbendingar hafi þó ekki verið nægjanlegar til að byggja ákærur á. Mat Mueller var að ekki hafi verið nóg að sýna fram á að framboð Trump hafi vitað af tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og brugðist við þeim. Bandamenn Trump hefðu þurft að semja um það sérstaklega við Rússana að brjóta lög. „Þó að rannsóknin hafi sýnt fram á að rússneska ríkisstjórnin taldi sig hagnast á að Trump yrði forseti og hafi unnið að því að tryggja þá niðurstöðu og að framboðið bjóst við að græða á stolnum upplýsingum sem voru birtar fyrir tilstilli Rússa í kosningunum, sýndi rannsóknin ekki fram á að félagar í framboði Trump hafi lagt á ráðin eða samhæft sig við rússnesku ríkisstjórnina í afskiptum hennar af kosningunum,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Trump hafi persónulega lagt fast að starfsmönnum framboðsins að komast yfir tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda síns, sem Rússar höfðu stolið. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, bar vitni um að Trump hafi ítrekað beðið um póstana á meðan á kosningabaráttunni stóð. Flynn hafi í kjölfarið talað við fjölda fólks til að reyna að komast yfir póstana.Vísir heldur áfram að fjalla um skýrslu Roberts Mueller í dag. Fjallað er um hluta skýrslunnar sem tengist meintum tilraunum Trump forseta til að hindra framganga réttvísinnar hér. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 12:45 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, leiddi í ljós fjölda samskipta á milli kosningaráðgjafa Donalds Trump forseta og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016. Hann fann þó ekki sannanir fyrir því að í samskiptunum hafi falist glæpsamlegt samsæri. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag. Rannsókn Mueller beindist að afskiptum útsendara rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði þeirra við framboð Trump og hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, hélt blaðamannafund um skýrsluna í morgun að bandarískum tíma, áður en hún var gerð aðgengileg Bandaríkjaþingi, almenningi og fréttamönnum. Þar lýsti hann því yfir að rannsókn Mueller hefði staðfest að ekkert ólöglegt samráð hefði átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa. Skýrslan sjálf virðist þó ekki eins afdráttarlaus, hvorki um meint samráð framboðsins við Rússa, né um tilraunir forsetans til þess að hindra framgang rannsóknarinnar. Þá staðfestir Mueller að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, nokkuð sem Trump forseti hefur verið tregur til að viðurkenna.Ekki nóg að sýna fram á samskipti og viðbrögð Um samráðið segir Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós fjölda tenginga á milli einstaklinga sem tengjast rússnesku ríkisstjórninni og einstaklinga sem tengjast framboði Trump. Þær vísbendingar hafi þó ekki verið nægjanlegar til að byggja ákærur á. Mat Mueller var að ekki hafi verið nóg að sýna fram á að framboð Trump hafi vitað af tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og brugðist við þeim. Bandamenn Trump hefðu þurft að semja um það sérstaklega við Rússana að brjóta lög. „Þó að rannsóknin hafi sýnt fram á að rússneska ríkisstjórnin taldi sig hagnast á að Trump yrði forseti og hafi unnið að því að tryggja þá niðurstöðu og að framboðið bjóst við að græða á stolnum upplýsingum sem voru birtar fyrir tilstilli Rússa í kosningunum, sýndi rannsóknin ekki fram á að félagar í framboði Trump hafi lagt á ráðin eða samhæft sig við rússnesku ríkisstjórnina í afskiptum hennar af kosningunum,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Trump hafi persónulega lagt fast að starfsmönnum framboðsins að komast yfir tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda síns, sem Rússar höfðu stolið. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, bar vitni um að Trump hafi ítrekað beðið um póstana á meðan á kosningabaráttunni stóð. Flynn hafi í kjölfarið talað við fjölda fólks til að reyna að komast yfir póstana.Vísir heldur áfram að fjalla um skýrslu Roberts Mueller í dag. Fjallað er um hluta skýrslunnar sem tengist meintum tilraunum Trump forseta til að hindra framganga réttvísinnar hér.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 12:45 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 12:45
Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36