Happaskórnir eyðilögðust Benedikt Bóas skrifar 29. maí 2019 12:30 Jack Grealish er greinilega mjög hjátrúarfullur en fyrir utan að spila í nánast handónýtum skóm var hann að sjálfsögðu með barnalegghlífarnar um sköflunginn og sokkana niðri. Nokkuð sem hann neitar að breyta. Getty/Malcolm Couzens Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, vakti athygli fyrir skótau sitt í leiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Hann var í þeim vegna hjátrúar en seint verður sagt að skórnir hafi verið nýir og flottir. Fótboltamenn víða um heim vilja frekar líta vel út og tapa en að líta illa út og vinna. Nýir skór, ný klipping, teip á réttum stöðum og jafnvel húðflúr í anda Davids Beckham sjást víða um velli heimsins. Jack Grealish, stjarna Aston Villa, er öðruvísi en margir en hann er á skósamningi við Nike og hefur verið í sömu Phantom III skónum ansi lengi. Það vakti því athygli þegar leikmenn voru kynntir til leiks að skórnir hans Grealish voru nánast ónýtir en hjátrú orsakaði að hann klæddist þeim. „Ég kom til baka eftir meiðsli og þá voru skórnir reyndar í góðu ásigkomulagi. Ég náði að skora nokkur mörk og leggja upp svo ég hugsaði að þetta væru mínir happaskór. Ég yrði að halda áfram að spila í þeim,“ sagði Grealish eftir leik en hann var gerður að fyrirliða skömmu eftir að hann sneri aftur .Skórnir voru afar illa farnir.Getty/Catherine IvillHappaskórnir skiluðu Aston Villa upp í efstu deild en 10 leikja sigurhrina tryggði sæti í umspilinu og liðið vann sér sæti í efstu deild á ný eftir þriggja ára fjarveru með sigrinum á Derby á mánudag. Grealish spilaði alla leikina í skónum góðu sem því miður fyrir hann eyðilögðust algjörlega í fögnuðinum. Þetta er ekki eina hjátrú Grealish en hann er einnig þekktur fyrir Ásgeirs Sigurvins-lúkkið – því það er eins og hann spili ekki með legghlífar. Hann spilar með barnalegghlífar því í barnæsku minnkuðu sokkarnir hans og í kjölfarið spilaði hann vel. „Sokkarnir eiga að fara yfir kálfana og stundum hafa dómarar reynt að benda á þá staðreynd en ég verð að hafa þetta svona. Þetta er hjátrú sem byrjaði snemma og ég verð að hafa sokkana svona,“ sagði Grealish.Jack Grealish fagnar sigri á Wembley.Getty/Sebastian Frej Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Fleiri fréttir Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Sjá meira
Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, vakti athygli fyrir skótau sitt í leiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Hann var í þeim vegna hjátrúar en seint verður sagt að skórnir hafi verið nýir og flottir. Fótboltamenn víða um heim vilja frekar líta vel út og tapa en að líta illa út og vinna. Nýir skór, ný klipping, teip á réttum stöðum og jafnvel húðflúr í anda Davids Beckham sjást víða um velli heimsins. Jack Grealish, stjarna Aston Villa, er öðruvísi en margir en hann er á skósamningi við Nike og hefur verið í sömu Phantom III skónum ansi lengi. Það vakti því athygli þegar leikmenn voru kynntir til leiks að skórnir hans Grealish voru nánast ónýtir en hjátrú orsakaði að hann klæddist þeim. „Ég kom til baka eftir meiðsli og þá voru skórnir reyndar í góðu ásigkomulagi. Ég náði að skora nokkur mörk og leggja upp svo ég hugsaði að þetta væru mínir happaskór. Ég yrði að halda áfram að spila í þeim,“ sagði Grealish eftir leik en hann var gerður að fyrirliða skömmu eftir að hann sneri aftur .Skórnir voru afar illa farnir.Getty/Catherine IvillHappaskórnir skiluðu Aston Villa upp í efstu deild en 10 leikja sigurhrina tryggði sæti í umspilinu og liðið vann sér sæti í efstu deild á ný eftir þriggja ára fjarveru með sigrinum á Derby á mánudag. Grealish spilaði alla leikina í skónum góðu sem því miður fyrir hann eyðilögðust algjörlega í fögnuðinum. Þetta er ekki eina hjátrú Grealish en hann er einnig þekktur fyrir Ásgeirs Sigurvins-lúkkið – því það er eins og hann spili ekki með legghlífar. Hann spilar með barnalegghlífar því í barnæsku minnkuðu sokkarnir hans og í kjölfarið spilaði hann vel. „Sokkarnir eiga að fara yfir kálfana og stundum hafa dómarar reynt að benda á þá staðreynd en ég verð að hafa þetta svona. Þetta er hjátrú sem byrjaði snemma og ég verð að hafa sokkana svona,“ sagði Grealish.Jack Grealish fagnar sigri á Wembley.Getty/Sebastian Frej
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Fleiri fréttir Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Sjá meira