Middlesbrough ætlar að kæra Derby County fyrir möguleg brot á fjármálareglum ensku deildarkeppninnar. Sky Sports greindi frá.
Middlesbrough greindi Derby frá því síðasta föstudag, þremur dögum áður en Derby spilaði úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni gegn Aston Villa, að félagið ætlaði að kæra vegna sölu Derby á leikvangi sínum, Pride Park.
Derby County seldi Pride Park til eiganda félagsins, Mel Morris, fyrir 80 milljónir punda sem skilaði félaginu 14,6 milljóna punda hagnaði.
Forráðamenn Middlesbrough segja leikvanginn ekki hafa verið 80 milljón punda virði og salan hafi bara verið til þess að komast hjá fjármálareglum deildarinnar.
Heimildir Sky Sports segja forráðamenn Derby finnast kæran hálf hlægileg þar sem salan var borin undir forráðamenn deildarinnar áður en hún fór fram.
Derby endaði í sjötta sæti Championshipdeildarinnar, tviemur stigum fyrir ofan Middlesbrough. Liðið fór alla leið í úrslit umspilsins en tapaði þar fyrir Aston Villa.
Middlesbrough ætlar að kæra Derby County
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn



Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti


„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
