Guardiola: Liverpool þarf að spyrja sig af hverju það sé svona langt síðan liðið vann titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2019 09:00 Það eru að verða liðin 29 ár síðan Liverpool varð síðast Englandsmeistari. Hér eru fjórir úr því liði eða þeir Steve Nicol, Peter Beardsley, Ian Rush og Ronnie Whelan. Vísir/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, talaði um traust eða réttara sagt skort á trausti til hans liðs á blaðamannafundi fyrir stórleikinn á móti Liverpool. Hann skaut líka aðeins á 29 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitli enda eru báðir stjórar uppteknir við að setja pressuna yfir á hvorn annan. Manchester City fær topplið Liverpool í heimsókn í kvöld en Liverpool liðið nær tíu stiga forskoti á City með sigri. Þá væru City-menn nánast úr leik í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. „Ég veit að í dag treystir okkur enginn. Allir eru að tala um „ef við töpum“ en við getum unnið,“ sagði Pep Guardiola. „Eins og er þá er Liverpool með besta liðið í Evrópu, hvað varðar stöðugleika og hvernig þeir stjórna litlu hlutunum í sínum leikjum,“ sagði Guardiola en Liverpool liðið hefur unnið níu deildarleiki í röð.Pep Guardiola says pressure to end 29-year title drought will be 'difficult to handle' for Liverpool playershttps://t.co/Ch85BpiOwo — Telegraph Football (@TeleFootball) January 2, 2019Manchester City setti nýtt met í stigasöfnuna og markaskorun á síðasta tímabili þegar liðið vann deildina með yfirburðum. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í vetur. „Þú heyrir fullt af fallegum orðum þegar þú nærð í hundrað stig á tímabili. Þá er það spurningin um hvernig þú kemur til baka og við gerðum það. Ég er ánægður með liðið mitt því vioð höfum náð í fullt af stigum,“ sagði Guardiola. „Við getum ekki búist við því að vera með tólf eða þrettán stiga forskot um jólin eins og á síðasta tímabili. Það hefur aðeins gerst einu sinni á okkar ævi. Þetta er nýtt tímabil og andstæðingur okkar er sterkur. Fyrir mig skiptir það miklu máli og er mikil hvatning,“ sagði Guardiola.Oh here we go... https://t.co/pSDI9NtKIa — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 3, 2019Manchester City hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla á síðustu sjö tímabilum en Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina síðan 1990. „Sagan er ekki bara tíu ár. Hún er mun lengri. Anfield er Anfield. Sagan er þar. Meistaradeildina er þar. Þegar leikmenn klæðast skyrtunni þá vita þeir hvað þeir eru að spila fyrir. Við erum að reyna að búa til sögu hér,“ sagði Guardiola en örlög City breyttust snögglega þegar nýr moldríkur eigandi keypti félagið árið 2008. „Nú er það Liverpool sem þarf að spyrja sig um ástæður þess að félagið hefur ekki unnið ensku deildina í svona langan tíma. Ég veit hvernig þeim líður og ég skil það. Það er erfitt að eiga við það,“ sagði Guardiola.Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, talaði um traust eða réttara sagt skort á trausti til hans liðs á blaðamannafundi fyrir stórleikinn á móti Liverpool. Hann skaut líka aðeins á 29 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitli enda eru báðir stjórar uppteknir við að setja pressuna yfir á hvorn annan. Manchester City fær topplið Liverpool í heimsókn í kvöld en Liverpool liðið nær tíu stiga forskoti á City með sigri. Þá væru City-menn nánast úr leik í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. „Ég veit að í dag treystir okkur enginn. Allir eru að tala um „ef við töpum“ en við getum unnið,“ sagði Pep Guardiola. „Eins og er þá er Liverpool með besta liðið í Evrópu, hvað varðar stöðugleika og hvernig þeir stjórna litlu hlutunum í sínum leikjum,“ sagði Guardiola en Liverpool liðið hefur unnið níu deildarleiki í röð.Pep Guardiola says pressure to end 29-year title drought will be 'difficult to handle' for Liverpool playershttps://t.co/Ch85BpiOwo — Telegraph Football (@TeleFootball) January 2, 2019Manchester City setti nýtt met í stigasöfnuna og markaskorun á síðasta tímabili þegar liðið vann deildina með yfirburðum. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í vetur. „Þú heyrir fullt af fallegum orðum þegar þú nærð í hundrað stig á tímabili. Þá er það spurningin um hvernig þú kemur til baka og við gerðum það. Ég er ánægður með liðið mitt því vioð höfum náð í fullt af stigum,“ sagði Guardiola. „Við getum ekki búist við því að vera með tólf eða þrettán stiga forskot um jólin eins og á síðasta tímabili. Það hefur aðeins gerst einu sinni á okkar ævi. Þetta er nýtt tímabil og andstæðingur okkar er sterkur. Fyrir mig skiptir það miklu máli og er mikil hvatning,“ sagði Guardiola.Oh here we go... https://t.co/pSDI9NtKIa — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 3, 2019Manchester City hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla á síðustu sjö tímabilum en Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina síðan 1990. „Sagan er ekki bara tíu ár. Hún er mun lengri. Anfield er Anfield. Sagan er þar. Meistaradeildina er þar. Þegar leikmenn klæðast skyrtunni þá vita þeir hvað þeir eru að spila fyrir. Við erum að reyna að búa til sögu hér,“ sagði Guardiola en örlög City breyttust snögglega þegar nýr moldríkur eigandi keypti félagið árið 2008. „Nú er það Liverpool sem þarf að spyrja sig um ástæður þess að félagið hefur ekki unnið ensku deildina í svona langan tíma. Ég veit hvernig þeim líður og ég skil það. Það er erfitt að eiga við það,“ sagði Guardiola.Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti