Guardiola: Liverpool þarf að spyrja sig af hverju það sé svona langt síðan liðið vann titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2019 09:00 Það eru að verða liðin 29 ár síðan Liverpool varð síðast Englandsmeistari. Hér eru fjórir úr því liði eða þeir Steve Nicol, Peter Beardsley, Ian Rush og Ronnie Whelan. Vísir/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, talaði um traust eða réttara sagt skort á trausti til hans liðs á blaðamannafundi fyrir stórleikinn á móti Liverpool. Hann skaut líka aðeins á 29 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitli enda eru báðir stjórar uppteknir við að setja pressuna yfir á hvorn annan. Manchester City fær topplið Liverpool í heimsókn í kvöld en Liverpool liðið nær tíu stiga forskoti á City með sigri. Þá væru City-menn nánast úr leik í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. „Ég veit að í dag treystir okkur enginn. Allir eru að tala um „ef við töpum“ en við getum unnið,“ sagði Pep Guardiola. „Eins og er þá er Liverpool með besta liðið í Evrópu, hvað varðar stöðugleika og hvernig þeir stjórna litlu hlutunum í sínum leikjum,“ sagði Guardiola en Liverpool liðið hefur unnið níu deildarleiki í röð.Pep Guardiola says pressure to end 29-year title drought will be 'difficult to handle' for Liverpool playershttps://t.co/Ch85BpiOwo — Telegraph Football (@TeleFootball) January 2, 2019Manchester City setti nýtt met í stigasöfnuna og markaskorun á síðasta tímabili þegar liðið vann deildina með yfirburðum. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í vetur. „Þú heyrir fullt af fallegum orðum þegar þú nærð í hundrað stig á tímabili. Þá er það spurningin um hvernig þú kemur til baka og við gerðum það. Ég er ánægður með liðið mitt því vioð höfum náð í fullt af stigum,“ sagði Guardiola. „Við getum ekki búist við því að vera með tólf eða þrettán stiga forskot um jólin eins og á síðasta tímabili. Það hefur aðeins gerst einu sinni á okkar ævi. Þetta er nýtt tímabil og andstæðingur okkar er sterkur. Fyrir mig skiptir það miklu máli og er mikil hvatning,“ sagði Guardiola.Oh here we go... https://t.co/pSDI9NtKIa — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 3, 2019Manchester City hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla á síðustu sjö tímabilum en Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina síðan 1990. „Sagan er ekki bara tíu ár. Hún er mun lengri. Anfield er Anfield. Sagan er þar. Meistaradeildina er þar. Þegar leikmenn klæðast skyrtunni þá vita þeir hvað þeir eru að spila fyrir. Við erum að reyna að búa til sögu hér,“ sagði Guardiola en örlög City breyttust snögglega þegar nýr moldríkur eigandi keypti félagið árið 2008. „Nú er það Liverpool sem þarf að spyrja sig um ástæður þess að félagið hefur ekki unnið ensku deildina í svona langan tíma. Ég veit hvernig þeim líður og ég skil það. Það er erfitt að eiga við það,“ sagði Guardiola.Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, talaði um traust eða réttara sagt skort á trausti til hans liðs á blaðamannafundi fyrir stórleikinn á móti Liverpool. Hann skaut líka aðeins á 29 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitli enda eru báðir stjórar uppteknir við að setja pressuna yfir á hvorn annan. Manchester City fær topplið Liverpool í heimsókn í kvöld en Liverpool liðið nær tíu stiga forskoti á City með sigri. Þá væru City-menn nánast úr leik í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. „Ég veit að í dag treystir okkur enginn. Allir eru að tala um „ef við töpum“ en við getum unnið,“ sagði Pep Guardiola. „Eins og er þá er Liverpool með besta liðið í Evrópu, hvað varðar stöðugleika og hvernig þeir stjórna litlu hlutunum í sínum leikjum,“ sagði Guardiola en Liverpool liðið hefur unnið níu deildarleiki í röð.Pep Guardiola says pressure to end 29-year title drought will be 'difficult to handle' for Liverpool playershttps://t.co/Ch85BpiOwo — Telegraph Football (@TeleFootball) January 2, 2019Manchester City setti nýtt met í stigasöfnuna og markaskorun á síðasta tímabili þegar liðið vann deildina með yfirburðum. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í vetur. „Þú heyrir fullt af fallegum orðum þegar þú nærð í hundrað stig á tímabili. Þá er það spurningin um hvernig þú kemur til baka og við gerðum það. Ég er ánægður með liðið mitt því vioð höfum náð í fullt af stigum,“ sagði Guardiola. „Við getum ekki búist við því að vera með tólf eða þrettán stiga forskot um jólin eins og á síðasta tímabili. Það hefur aðeins gerst einu sinni á okkar ævi. Þetta er nýtt tímabil og andstæðingur okkar er sterkur. Fyrir mig skiptir það miklu máli og er mikil hvatning,“ sagði Guardiola.Oh here we go... https://t.co/pSDI9NtKIa — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 3, 2019Manchester City hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla á síðustu sjö tímabilum en Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina síðan 1990. „Sagan er ekki bara tíu ár. Hún er mun lengri. Anfield er Anfield. Sagan er þar. Meistaradeildina er þar. Þegar leikmenn klæðast skyrtunni þá vita þeir hvað þeir eru að spila fyrir. Við erum að reyna að búa til sögu hér,“ sagði Guardiola en örlög City breyttust snögglega þegar nýr moldríkur eigandi keypti félagið árið 2008. „Nú er það Liverpool sem þarf að spyrja sig um ástæður þess að félagið hefur ekki unnið ensku deildina í svona langan tíma. Ég veit hvernig þeim líður og ég skil það. Það er erfitt að eiga við það,“ sagði Guardiola.Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira