Guardiola: Liverpool þarf að spyrja sig af hverju það sé svona langt síðan liðið vann titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2019 09:00 Það eru að verða liðin 29 ár síðan Liverpool varð síðast Englandsmeistari. Hér eru fjórir úr því liði eða þeir Steve Nicol, Peter Beardsley, Ian Rush og Ronnie Whelan. Vísir/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, talaði um traust eða réttara sagt skort á trausti til hans liðs á blaðamannafundi fyrir stórleikinn á móti Liverpool. Hann skaut líka aðeins á 29 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitli enda eru báðir stjórar uppteknir við að setja pressuna yfir á hvorn annan. Manchester City fær topplið Liverpool í heimsókn í kvöld en Liverpool liðið nær tíu stiga forskoti á City með sigri. Þá væru City-menn nánast úr leik í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. „Ég veit að í dag treystir okkur enginn. Allir eru að tala um „ef við töpum“ en við getum unnið,“ sagði Pep Guardiola. „Eins og er þá er Liverpool með besta liðið í Evrópu, hvað varðar stöðugleika og hvernig þeir stjórna litlu hlutunum í sínum leikjum,“ sagði Guardiola en Liverpool liðið hefur unnið níu deildarleiki í röð.Pep Guardiola says pressure to end 29-year title drought will be 'difficult to handle' for Liverpool playershttps://t.co/Ch85BpiOwo — Telegraph Football (@TeleFootball) January 2, 2019Manchester City setti nýtt met í stigasöfnuna og markaskorun á síðasta tímabili þegar liðið vann deildina með yfirburðum. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í vetur. „Þú heyrir fullt af fallegum orðum þegar þú nærð í hundrað stig á tímabili. Þá er það spurningin um hvernig þú kemur til baka og við gerðum það. Ég er ánægður með liðið mitt því vioð höfum náð í fullt af stigum,“ sagði Guardiola. „Við getum ekki búist við því að vera með tólf eða þrettán stiga forskot um jólin eins og á síðasta tímabili. Það hefur aðeins gerst einu sinni á okkar ævi. Þetta er nýtt tímabil og andstæðingur okkar er sterkur. Fyrir mig skiptir það miklu máli og er mikil hvatning,“ sagði Guardiola.Oh here we go... https://t.co/pSDI9NtKIa — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 3, 2019Manchester City hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla á síðustu sjö tímabilum en Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina síðan 1990. „Sagan er ekki bara tíu ár. Hún er mun lengri. Anfield er Anfield. Sagan er þar. Meistaradeildina er þar. Þegar leikmenn klæðast skyrtunni þá vita þeir hvað þeir eru að spila fyrir. Við erum að reyna að búa til sögu hér,“ sagði Guardiola en örlög City breyttust snögglega þegar nýr moldríkur eigandi keypti félagið árið 2008. „Nú er það Liverpool sem þarf að spyrja sig um ástæður þess að félagið hefur ekki unnið ensku deildina í svona langan tíma. Ég veit hvernig þeim líður og ég skil það. Það er erfitt að eiga við það,“ sagði Guardiola.Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, talaði um traust eða réttara sagt skort á trausti til hans liðs á blaðamannafundi fyrir stórleikinn á móti Liverpool. Hann skaut líka aðeins á 29 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitli enda eru báðir stjórar uppteknir við að setja pressuna yfir á hvorn annan. Manchester City fær topplið Liverpool í heimsókn í kvöld en Liverpool liðið nær tíu stiga forskoti á City með sigri. Þá væru City-menn nánast úr leik í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. „Ég veit að í dag treystir okkur enginn. Allir eru að tala um „ef við töpum“ en við getum unnið,“ sagði Pep Guardiola. „Eins og er þá er Liverpool með besta liðið í Evrópu, hvað varðar stöðugleika og hvernig þeir stjórna litlu hlutunum í sínum leikjum,“ sagði Guardiola en Liverpool liðið hefur unnið níu deildarleiki í röð.Pep Guardiola says pressure to end 29-year title drought will be 'difficult to handle' for Liverpool playershttps://t.co/Ch85BpiOwo — Telegraph Football (@TeleFootball) January 2, 2019Manchester City setti nýtt met í stigasöfnuna og markaskorun á síðasta tímabili þegar liðið vann deildina með yfirburðum. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í vetur. „Þú heyrir fullt af fallegum orðum þegar þú nærð í hundrað stig á tímabili. Þá er það spurningin um hvernig þú kemur til baka og við gerðum það. Ég er ánægður með liðið mitt því vioð höfum náð í fullt af stigum,“ sagði Guardiola. „Við getum ekki búist við því að vera með tólf eða þrettán stiga forskot um jólin eins og á síðasta tímabili. Það hefur aðeins gerst einu sinni á okkar ævi. Þetta er nýtt tímabil og andstæðingur okkar er sterkur. Fyrir mig skiptir það miklu máli og er mikil hvatning,“ sagði Guardiola.Oh here we go... https://t.co/pSDI9NtKIa — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 3, 2019Manchester City hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla á síðustu sjö tímabilum en Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina síðan 1990. „Sagan er ekki bara tíu ár. Hún er mun lengri. Anfield er Anfield. Sagan er þar. Meistaradeildina er þar. Þegar leikmenn klæðast skyrtunni þá vita þeir hvað þeir eru að spila fyrir. Við erum að reyna að búa til sögu hér,“ sagði Guardiola en örlög City breyttust snögglega þegar nýr moldríkur eigandi keypti félagið árið 2008. „Nú er það Liverpool sem þarf að spyrja sig um ástæður þess að félagið hefur ekki unnið ensku deildina í svona langan tíma. Ég veit hvernig þeim líður og ég skil það. Það er erfitt að eiga við það,“ sagði Guardiola.Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira