Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. september 2019 16:53 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Hanna Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Hins vegar sé búist við því að Johnson muni tapa atkvæðaumgreiðslu um það hvort hann geti tekið Breta úr Evrópusambandinu án samnings. „Þá hefur hann hótað að boða til þingkosninga í Bretlandi 14. október. Hins vegar þurfa tveir þriðju þingmanna að styðja tillögu forsætisráðherra um þingrof og kosningar. Verkamannaflokkurinn, sem vill kosningar, neitar að styðja kosningar nema það sé tryggt fyrir fram að ekki verði gengið úr Evrópusambandinu án samnings meðan á kosningabaráttunni stendur,“ segir Baldur í samtali við fréttastofu. Þá bendir hann á að þó nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafi lýst því yfir að þeir ætli að styðja tillögu þingmanna Verkamannaflokksins um það að forsætisráðherrann geti ekki tekið Bretland úr Evrópusambandinu án þess að samningur liggi fyrir.Þingmönnunum blöskrar yfirgangur Johnson Lee sendi frá sér harðorða yfirlýsingu eftir úrsögn sína úr Íhaldsflokknum í dag. Sakaði hann meðal annars ríkisstjórn Johnson um beita siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem verði skaðlegt þjóðinni. Baldur segir að stór orð séu látin falla í breskum stjórnmálum þessa dagana. „Mörgum þingmönnum Íhaldsflokksins finnst yfirgangssemi forsætisráðherrans vera það mikil að þeir ætla að láta reyna á það hvort hann stendur við hótun sína að reka þá alla úr flokknum sem ekki munu styðja hann á þinginu,“ segir Baldur. Hann segir að ef það verði samþykkt á þinginu að Bretland megi ekki ganga úr ESB án samnings og ekki næst meirihluti á þinginu fyrir kosningum þá þurfi að mynda nýja ríkisstjórn. „Því núverandi stjórn er fallin og þá gæti hugsanlega stjórnarandstaðan tekið við ef hún finnur einhvern sem hún getur sameinast um. Corbyn er of umdeildur til þess að stjórnarandstaðan geti sameinast um hann sem forsætisráðherra,“ segir Baldur. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36 Kosningar gætu blasað við á Bretlandi Forsætisráðherrann er sagður ræða af alvöru um að boða til kosninga strax í haust verði ríkisstjórnin undir á þingi í vikunni. 2. september 2019 14:25 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Hins vegar sé búist við því að Johnson muni tapa atkvæðaumgreiðslu um það hvort hann geti tekið Breta úr Evrópusambandinu án samnings. „Þá hefur hann hótað að boða til þingkosninga í Bretlandi 14. október. Hins vegar þurfa tveir þriðju þingmanna að styðja tillögu forsætisráðherra um þingrof og kosningar. Verkamannaflokkurinn, sem vill kosningar, neitar að styðja kosningar nema það sé tryggt fyrir fram að ekki verði gengið úr Evrópusambandinu án samnings meðan á kosningabaráttunni stendur,“ segir Baldur í samtali við fréttastofu. Þá bendir hann á að þó nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafi lýst því yfir að þeir ætli að styðja tillögu þingmanna Verkamannaflokksins um það að forsætisráðherrann geti ekki tekið Bretland úr Evrópusambandinu án þess að samningur liggi fyrir.Þingmönnunum blöskrar yfirgangur Johnson Lee sendi frá sér harðorða yfirlýsingu eftir úrsögn sína úr Íhaldsflokknum í dag. Sakaði hann meðal annars ríkisstjórn Johnson um beita siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem verði skaðlegt þjóðinni. Baldur segir að stór orð séu látin falla í breskum stjórnmálum þessa dagana. „Mörgum þingmönnum Íhaldsflokksins finnst yfirgangssemi forsætisráðherrans vera það mikil að þeir ætla að láta reyna á það hvort hann stendur við hótun sína að reka þá alla úr flokknum sem ekki munu styðja hann á þinginu,“ segir Baldur. Hann segir að ef það verði samþykkt á þinginu að Bretland megi ekki ganga úr ESB án samnings og ekki næst meirihluti á þinginu fyrir kosningum þá þurfi að mynda nýja ríkisstjórn. „Því núverandi stjórn er fallin og þá gæti hugsanlega stjórnarandstaðan tekið við ef hún finnur einhvern sem hún getur sameinast um. Corbyn er of umdeildur til þess að stjórnarandstaðan geti sameinast um hann sem forsætisráðherra,“ segir Baldur.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36 Kosningar gætu blasað við á Bretlandi Forsætisráðherrann er sagður ræða af alvöru um að boða til kosninga strax í haust verði ríkisstjórnin undir á þingi í vikunni. 2. september 2019 14:25 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36
Kosningar gætu blasað við á Bretlandi Forsætisráðherrann er sagður ræða af alvöru um að boða til kosninga strax í haust verði ríkisstjórnin undir á þingi í vikunni. 2. september 2019 14:25
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent