Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 11:32 Þúsundir hafa fallið í loftárásum í Jemen. AP/Hani Mohammed Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar eru mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen með því að útvega bandalagi Sádi-Arabíu vopn, upplýsingar og annars konar stuðning. Í óbirtri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um mögulega stríðsglæpi í átökunum í Jemen, sem hafa staðið yfir í um fjögur ár, eru báðar hliðar sakaðar um stríðsglæpi. Annars vegar eru Sádar og bandamenn þeirra og hins vegar eru Hútar. Sádar njóta stuðnings ýmissa vestrænna ríkja og Hútar eru studdir af Íran. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna saka bandalag Sáda um að fella almenna borgara í loftárásum og um að neita borgurum um mat með vísvitandi hætti. Þar að auki hafa fylkingar Sáda verið sakaðar um pyntingar, nauðganir og morð.Sjá einnig: Yfir hundrað manns féllu í loftárásum Sáda á fangelsiHútar eru meðal annars sakaðir um sprengjuárásir á borgir, að nota börn í hernaði og um að beita byggðir umsátri. Þar að auki eru þeir sakaðir um að hafa lagt jarðsprengjur. Einnig er farið út í aðkomu bakhjarla stríðandi fylkinga að mögulegum stríðsglæpum.Samkvæmt Reuters segir í skýrslunni að rannsakendur hafi sent Michelle Bachelet, yfirmanni mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, leynilegan lista yfir aðila sem beri ábyrgð á stríðsglæpum í Jemen. Þar á meðal séu embættismenn frá Sádi-Arabíu og Sameinuðu Arabísku furstadæmunum sem hafi fyrirskipað loftárásir á almenna borgara og hafi reynt að svelta borgara.Þá segir að vopnasala Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands til Sádi-Arabíu séu vafasamar og ýmis dómsmál hafi verið höfðuð vegna þeirra í þeim ríkjum. Umræddir rannsakendur voru skipaðir af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Skýrsla þeirra byggir á viðtölum við rúmlega 600 manns og ýmsum gögnum. Til stendur að birta skýrsluna seinna í september. Ástandið í Jemen hefur lengi þótt verulega slæmt vegna hungursneyða, faraldra og dauðsfalla almennra borgara. Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Jemen Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36 Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51 Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22 Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar eru mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen með því að útvega bandalagi Sádi-Arabíu vopn, upplýsingar og annars konar stuðning. Í óbirtri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um mögulega stríðsglæpi í átökunum í Jemen, sem hafa staðið yfir í um fjögur ár, eru báðar hliðar sakaðar um stríðsglæpi. Annars vegar eru Sádar og bandamenn þeirra og hins vegar eru Hútar. Sádar njóta stuðnings ýmissa vestrænna ríkja og Hútar eru studdir af Íran. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna saka bandalag Sáda um að fella almenna borgara í loftárásum og um að neita borgurum um mat með vísvitandi hætti. Þar að auki hafa fylkingar Sáda verið sakaðar um pyntingar, nauðganir og morð.Sjá einnig: Yfir hundrað manns féllu í loftárásum Sáda á fangelsiHútar eru meðal annars sakaðir um sprengjuárásir á borgir, að nota börn í hernaði og um að beita byggðir umsátri. Þar að auki eru þeir sakaðir um að hafa lagt jarðsprengjur. Einnig er farið út í aðkomu bakhjarla stríðandi fylkinga að mögulegum stríðsglæpum.Samkvæmt Reuters segir í skýrslunni að rannsakendur hafi sent Michelle Bachelet, yfirmanni mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, leynilegan lista yfir aðila sem beri ábyrgð á stríðsglæpum í Jemen. Þar á meðal séu embættismenn frá Sádi-Arabíu og Sameinuðu Arabísku furstadæmunum sem hafi fyrirskipað loftárásir á almenna borgara og hafi reynt að svelta borgara.Þá segir að vopnasala Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands til Sádi-Arabíu séu vafasamar og ýmis dómsmál hafi verið höfðuð vegna þeirra í þeim ríkjum. Umræddir rannsakendur voru skipaðir af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Skýrsla þeirra byggir á viðtölum við rúmlega 600 manns og ýmsum gögnum. Til stendur að birta skýrsluna seinna í september. Ástandið í Jemen hefur lengi þótt verulega slæmt vegna hungursneyða, faraldra og dauðsfalla almennra borgara.
Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Jemen Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36 Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51 Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22 Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36
Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51
Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22
Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45
Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24