Gefa 600 miða á bikarleik Arsenal og Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 11:00 Stuðningsmenn Arsenal og Manchester United á leiðinni á völlinn. Getty/Michael Regan Mikil spenna er í loftinu fyrir leik Arsenal og Manchester United í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu og deilur komu upp í sambandi við fjölda miða sem stuðningsmenn Manchester United áttu að fá. Leikurinn er í 32 liða úrslitum keppninnar og fer fram þann 25. janúar næstkomandi. Arsenal og Manchester United hafa verið mikil bikarlið á síðustu árum og þarna liggur kannski mesti möguleiki þeirra á að vinna stóran titil í ár. Enska knattspyrnusambandið setur þær kröfur að fimmtán prósent miða fari til útiliðsins. Manchester United fékk hins vegar aðeins fimm þúsund miða en Emirates leikvangurinn tekur sextíu þúsund manns í sæti. Manchester United kvartaði við enska sambandið enda ætti félagið að fá níu þúsund miða samkvæmt fimmtán prósent reglunni. Rök Arsenal voru að þeir fengju ekki fleiri miða vegna öryggismála á vellinum. Í leikjum gegn Tottenham, Liverpool, Lincoln og Coventry þá fengu stuðningsmenn útiliðanna aftur á móti fleiri miða en stuðningsmenn United.Arsenal to give away Man Utd FA Cup tickets after dispute with Football Association: https://t.co/bMu7zUTf5V — BBC Football News (@bbcfoot) January 18, 2019Enska sambandið gaf það út að það hefði ekki samþykkt þessar breytingar hjá Arsenal og að félögin yrðu nú að koma sér saman um sölu á þessum fjórum þúsundum miða sem vantaði upp á. Manchester United lagði til að fimmtán prósent af þeim færu til góðgerðamála og Arsenal samþykkti það. Arsenal ætlar að gefa þessa 600 miða sem um ræðir. Venjulegur miði á leikinn kostar 36,5 pund fyrir fólk í Arsenal-klúbbnum (5700 krónur) en 56,5 pund fyrir fólk utan klúbbsins (8900 krónur). Arsenal mun því tapa að lágmarki um 20 þúsund pundum, 3,1 milljón íslenskra króna, með því að gefa þessa sex hundruð miða. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
Mikil spenna er í loftinu fyrir leik Arsenal og Manchester United í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu og deilur komu upp í sambandi við fjölda miða sem stuðningsmenn Manchester United áttu að fá. Leikurinn er í 32 liða úrslitum keppninnar og fer fram þann 25. janúar næstkomandi. Arsenal og Manchester United hafa verið mikil bikarlið á síðustu árum og þarna liggur kannski mesti möguleiki þeirra á að vinna stóran titil í ár. Enska knattspyrnusambandið setur þær kröfur að fimmtán prósent miða fari til útiliðsins. Manchester United fékk hins vegar aðeins fimm þúsund miða en Emirates leikvangurinn tekur sextíu þúsund manns í sæti. Manchester United kvartaði við enska sambandið enda ætti félagið að fá níu þúsund miða samkvæmt fimmtán prósent reglunni. Rök Arsenal voru að þeir fengju ekki fleiri miða vegna öryggismála á vellinum. Í leikjum gegn Tottenham, Liverpool, Lincoln og Coventry þá fengu stuðningsmenn útiliðanna aftur á móti fleiri miða en stuðningsmenn United.Arsenal to give away Man Utd FA Cup tickets after dispute with Football Association: https://t.co/bMu7zUTf5V — BBC Football News (@bbcfoot) January 18, 2019Enska sambandið gaf það út að það hefði ekki samþykkt þessar breytingar hjá Arsenal og að félögin yrðu nú að koma sér saman um sölu á þessum fjórum þúsundum miða sem vantaði upp á. Manchester United lagði til að fimmtán prósent af þeim færu til góðgerðamála og Arsenal samþykkti það. Arsenal ætlar að gefa þessa 600 miða sem um ræðir. Venjulegur miði á leikinn kostar 36,5 pund fyrir fólk í Arsenal-klúbbnum (5700 krónur) en 56,5 pund fyrir fólk utan klúbbsins (8900 krónur). Arsenal mun því tapa að lágmarki um 20 þúsund pundum, 3,1 milljón íslenskra króna, með því að gefa þessa sex hundruð miða.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira