Erlent

Mósambísk kona kom barni í heiminn uppi í tré

Atli Ísleifsson skrifar
Amelía og dóttirin Sara.
Amelía og dóttirin Sara. Sameinuðu þjóðirnar
Kona í Mósambík kom á dögunum barni í heiminn uppi í mangótré þar sem hún hafði leitað skjóls vegna mikilla flóða sem urðu í kjölfar fellibylsins Idai.

BBC segir frá því að Amélia hafi fætt dótturina Söru þar sem hún hélt í greinar uppi í trénu, en þar var einnig að finna tveggja ára son hennar.

Fjölskyldunni var svo bjargað tveimur dögum síðar af nágrönnum sínum.

Idai olli mikilli eyðileggingu í Mósambík og víðar og hefur þegar verið staðfest að sjö hundruð manns hið minnsta hafi farist.

Amélia og börn hennar dvelja nú í neyðarskýli í bænum Dombé og eru þau öll sögð við góða heilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×