Kínversk kona handtekin í klúbbi Trump á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 08:06 Trump hefur varið stórum hluta forsetatíðar sínar í einkaklúbbi sínum Mar-a-Lago á Flórída. Klúbburinn er opinn félögum og gestum á meðan forsetinn dvelur þar. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan handtók kínverska konu í Mar-a-Lago, klúbbi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, á Flórída á laugardag. Konan er meðal annars sögð hafa verið með minniskubb með tölvuóværu í fórum sínum. Trump forseti var í klúbbnum við golfleik um helgina.Reuters-fréttastofan segir að konan hafi verið ákærð fyrir að ljúga að yfirvöldum og að fara inn á afmarkað svæði. Konan hafi farið í gegnum öryggiseftirlit leyniþjónustunnar til að komast inn í klúbbinn. Þar hafi hún framvísað tveimur kínverskum vegabréfum. Henni var hleypt inn þar sem talið var að hún væri ættingi félaga í klúbbnum. Grunsemdir vöknuðu þó þegar konan átti bágt með að útskýra hvers vegna hún heimsótti Mar-a-Lago. Sagðist hún upphaflega vera þar til að vera viðstödd samkomu Sameinuðu þjóðanna fyrir Bandaríkjamenn af kínverskum ættum. Enginn slíkur viðburður var þó að dagskrá klúbbsins. Gerði starfsmaður leyniþjónustunni sem annast öryggi forsetans viðvart sem handtók konuna. Við leit fundir fjórir farsímar, fartölva, utanáliggjandi harður diskur og minniskubbur. Rannsókn á minniskubbnum benti til þess að á honum væri tölvuóværa. Konan tjáði sig ekki þegar mál hennar var tekið fyrir í dómstól á Flórída í gær. Við yfirheyrslur á hún að hafa sagst farið til Flórída að ósk kínversks vinar sem bað hana um að reyna að hitta fjölskyldu forsetans og ræða um efnahagsleg tengsl Bandaríkjanna og Kína, að sögn Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Kína Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan handtók kínverska konu í Mar-a-Lago, klúbbi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, á Flórída á laugardag. Konan er meðal annars sögð hafa verið með minniskubb með tölvuóværu í fórum sínum. Trump forseti var í klúbbnum við golfleik um helgina.Reuters-fréttastofan segir að konan hafi verið ákærð fyrir að ljúga að yfirvöldum og að fara inn á afmarkað svæði. Konan hafi farið í gegnum öryggiseftirlit leyniþjónustunnar til að komast inn í klúbbinn. Þar hafi hún framvísað tveimur kínverskum vegabréfum. Henni var hleypt inn þar sem talið var að hún væri ættingi félaga í klúbbnum. Grunsemdir vöknuðu þó þegar konan átti bágt með að útskýra hvers vegna hún heimsótti Mar-a-Lago. Sagðist hún upphaflega vera þar til að vera viðstödd samkomu Sameinuðu þjóðanna fyrir Bandaríkjamenn af kínverskum ættum. Enginn slíkur viðburður var þó að dagskrá klúbbsins. Gerði starfsmaður leyniþjónustunni sem annast öryggi forsetans viðvart sem handtók konuna. Við leit fundir fjórir farsímar, fartölva, utanáliggjandi harður diskur og minniskubbur. Rannsókn á minniskubbnum benti til þess að á honum væri tölvuóværa. Konan tjáði sig ekki þegar mál hennar var tekið fyrir í dómstól á Flórída í gær. Við yfirheyrslur á hún að hafa sagst farið til Flórída að ósk kínversks vinar sem bað hana um að reyna að hitta fjölskyldu forsetans og ræða um efnahagsleg tengsl Bandaríkjanna og Kína, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Kína Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira