Guardiola sagði leikmönnum sínum hjá Man. City að gleyma fernunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 09:30 Pep Guardiola fagnar enska meistaratitlinum í fyrra. Getty/Matthew Ashton Allir í kringum þá og flestir áhugamenn um enska fótboltann eru að velta fyrir sér möguleikanum á því að Manchester City vinna einstaka fernu á þessu tímabili en knattspyrnustjóri félagsins vill aftur á móti að hans leikmenn hætti öllum slíkum vangaveltum. Manchester City er þegar komið með enska deildabikarinn í hús og getur náð toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Cardiff í kvöld. Liðið spilar síðan við Brighton í undanúrslitum enska bikarsins um helgina og síðan á móti Tottenham í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. „Á einni viku eða þremur dögum þá gætum við misst alla titlana,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld.'Forget' the quadruple Manchester City fans! Pep has spoken https://t.co/aOpb7Meq8W#mancitypic.twitter.com/1qcGT4GfQg — BBC Sport (@BBCSport) April 3, 2019Pep Guardiola er áfram að reyna að tala niður möguleikana á hans lið vinni fernuna á þessu tímabili en það hefur engu ensku liði tekist hingað til. Fernu-pressan gæti reynst skeinuhætt. „Ég hef sagt það mörgum sinnum áður að þið verðið bara að spyrja mig í lok apríl,“ sagði Guardiola um möguleikann á fernunni. „Af hverju erum við að tala um fernu í þessu landi, goðsagnakenndu fótboltalandi, þegar þetta hefur aldrei gerst áður,“ spurði Guardiola síðan ensku fjölmiðlamennina. „Goðsagnakennd lið eins og Liverpool, Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson, Chelsea undir stjórn Jose Mourinho, Arsenal undir stjórn Arsene Wenger, þau náðu þessu aldrei. Af hverju ættum við því að geta það,“ hélt Guardiola áfram að spyrja. „Ég er ekki inn í hausnum á mínum leikmönnum eða stuðningsmönnum félagsins og get því ekki ákveðið hvað þeir hugsa. Ef þá dreymir um að vinna allt þá er ég ekki maðurinn til að finna að því,“ sagði Guardiola. „Auðvitað erum við enn í þeirri stöðu að geta náð fernunni. Ég sagði samt við mína menn að gleyma fernunni. Raunveruleikinn er sá að við getum tapað öllum titlinum á einni viku eða jafnvel bara þremur dögum,“ sagði Guardiola. „Við getum allir séð fyrir okkur að vinna alla þessa fjóra titla en núna þurfum við að einbeita okkur að Cardiff,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Allir í kringum þá og flestir áhugamenn um enska fótboltann eru að velta fyrir sér möguleikanum á því að Manchester City vinna einstaka fernu á þessu tímabili en knattspyrnustjóri félagsins vill aftur á móti að hans leikmenn hætti öllum slíkum vangaveltum. Manchester City er þegar komið með enska deildabikarinn í hús og getur náð toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Cardiff í kvöld. Liðið spilar síðan við Brighton í undanúrslitum enska bikarsins um helgina og síðan á móti Tottenham í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. „Á einni viku eða þremur dögum þá gætum við misst alla titlana,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld.'Forget' the quadruple Manchester City fans! Pep has spoken https://t.co/aOpb7Meq8W#mancitypic.twitter.com/1qcGT4GfQg — BBC Sport (@BBCSport) April 3, 2019Pep Guardiola er áfram að reyna að tala niður möguleikana á hans lið vinni fernuna á þessu tímabili en það hefur engu ensku liði tekist hingað til. Fernu-pressan gæti reynst skeinuhætt. „Ég hef sagt það mörgum sinnum áður að þið verðið bara að spyrja mig í lok apríl,“ sagði Guardiola um möguleikann á fernunni. „Af hverju erum við að tala um fernu í þessu landi, goðsagnakenndu fótboltalandi, þegar þetta hefur aldrei gerst áður,“ spurði Guardiola síðan ensku fjölmiðlamennina. „Goðsagnakennd lið eins og Liverpool, Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson, Chelsea undir stjórn Jose Mourinho, Arsenal undir stjórn Arsene Wenger, þau náðu þessu aldrei. Af hverju ættum við því að geta það,“ hélt Guardiola áfram að spyrja. „Ég er ekki inn í hausnum á mínum leikmönnum eða stuðningsmönnum félagsins og get því ekki ákveðið hvað þeir hugsa. Ef þá dreymir um að vinna allt þá er ég ekki maðurinn til að finna að því,“ sagði Guardiola. „Auðvitað erum við enn í þeirri stöðu að geta náð fernunni. Ég sagði samt við mína menn að gleyma fernunni. Raunveruleikinn er sá að við getum tapað öllum titlinum á einni viku eða jafnvel bara þremur dögum,“ sagði Guardiola. „Við getum allir séð fyrir okkur að vinna alla þessa fjóra titla en núna þurfum við að einbeita okkur að Cardiff,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira