Spurt um stórleikinn Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2019 14:30 Leikmann Vals og Breiðabliks fagna. Samsett mynd Í kvöld fer fram einn af úrslitaleikjum Pepsi Max deildar kvenna þegar Valur og Breiðablik mætast. Liðin eru jöfn að stigum á toppnum. Fréttablaðið fór á stúfana og spurði hvernig færi.Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunar-miðstöðvar Íslands Leikurinn fer 3-1 fyrir Val. Elín Metta með þrennu og Breiðablik klórar í bakkann með einu marki.Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Fyrsti risaleikurinn í Pepsi Max deild kvenna. Þeir verða ekki margir. Hinn fer fram á Kópavogsvelli þegar Valskonur mæta í heimsókn. Í þessum leik verða bæði lið hrædd um að tapa og leikurinn mun því aldrei ná neinu flugi. Spái 1-1 og bæði mörkin koma úr vítaspyrnum. Seinni leikur þessara liða verður algjör úrslitaleikur og tel ég að reynsla leikmanna Vals skili dollunni í hús undir lok tímabilsins.Brynjar Benediktsson, annar eigandi Soccer and education Þetta er leikur sem varla er hæg t að spá um. Valsstúlkur hafa verið mjög öflugar í sumar og mikil bæting síðan í fyrra. Þetta eru tvö langbestu lið landsins, Steini og Pétur hafa byggt upp virkilega skemmtileg lið. Ég veit að Fanndís verður í stuði gegn sínum gömlu félögum en Steini og Blikastelpurnar hans munu enda sem sigurvegarar í þessum leik og verða Íslandsmeistarar. Steini kann bara að vinna. Hafnfirðingarnir Karó og Alexandra búa til sigurmarkið í þessum leik.Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV Bæði lið stefndu sennilega á tvennuna fyrir mót og þá sérstaklega Valur. Nú er það úr sögunni og því er allt undir. Á Valsvellinum á morgun mætast tvö varkár lið sem vilja ekki tapa, líkleg niðurstaða er 1-1 og bæði lið ganga þokkalega sátt af velli. Breiðablik stendur síðan uppi sem Íslandsmeistari, það virðist fátt stoppa Steina Halldórs og hans konur, hvað þá þegar þær finna lykt af titli.Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV Þetta verður stærsti leikur sumarsins enda hvorug t liðið búð að misstíga sig í deildinni hingað til. Bæði lið eru úr leik í bikarkeppninni og því ljóst að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem liðin eru á höttunum eftir í sumar. Valur hefur skorað meira hingað til og þær eru til alls líklegar fyrir framan markið. Valur mun stýra leiknum en Blikarnir eru þéttir til baka. Ég held að leiknum muni ljúka með 1-1 jafntefli, Elín Metta og Karólína Lea muni sjá um að skora mörkin. Steini Halldórs, þjálfari Blika, er þannig gerður að hann sættir sig ekki við titlalaust sumar og því verður Breiðablik Íslandsmeistari eftir æsispennandi lokasprett í haust.Nökkvi Fjalar Orrason, eigandi Swipe 2-1 fyrir Val og Valur endar sem Íslandsmeistari. Karólína Lea skorar fyrir Breiðablik en Valur vinnur þar sem Elín Metta og Hlín klára leikinn fyrir þær rauðklæddu. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Í kvöld fer fram einn af úrslitaleikjum Pepsi Max deildar kvenna þegar Valur og Breiðablik mætast. Liðin eru jöfn að stigum á toppnum. Fréttablaðið fór á stúfana og spurði hvernig færi.Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunar-miðstöðvar Íslands Leikurinn fer 3-1 fyrir Val. Elín Metta með þrennu og Breiðablik klórar í bakkann með einu marki.Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Fyrsti risaleikurinn í Pepsi Max deild kvenna. Þeir verða ekki margir. Hinn fer fram á Kópavogsvelli þegar Valskonur mæta í heimsókn. Í þessum leik verða bæði lið hrædd um að tapa og leikurinn mun því aldrei ná neinu flugi. Spái 1-1 og bæði mörkin koma úr vítaspyrnum. Seinni leikur þessara liða verður algjör úrslitaleikur og tel ég að reynsla leikmanna Vals skili dollunni í hús undir lok tímabilsins.Brynjar Benediktsson, annar eigandi Soccer and education Þetta er leikur sem varla er hæg t að spá um. Valsstúlkur hafa verið mjög öflugar í sumar og mikil bæting síðan í fyrra. Þetta eru tvö langbestu lið landsins, Steini og Pétur hafa byggt upp virkilega skemmtileg lið. Ég veit að Fanndís verður í stuði gegn sínum gömlu félögum en Steini og Blikastelpurnar hans munu enda sem sigurvegarar í þessum leik og verða Íslandsmeistarar. Steini kann bara að vinna. Hafnfirðingarnir Karó og Alexandra búa til sigurmarkið í þessum leik.Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV Bæði lið stefndu sennilega á tvennuna fyrir mót og þá sérstaklega Valur. Nú er það úr sögunni og því er allt undir. Á Valsvellinum á morgun mætast tvö varkár lið sem vilja ekki tapa, líkleg niðurstaða er 1-1 og bæði lið ganga þokkalega sátt af velli. Breiðablik stendur síðan uppi sem Íslandsmeistari, það virðist fátt stoppa Steina Halldórs og hans konur, hvað þá þegar þær finna lykt af titli.Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV Þetta verður stærsti leikur sumarsins enda hvorug t liðið búð að misstíga sig í deildinni hingað til. Bæði lið eru úr leik í bikarkeppninni og því ljóst að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem liðin eru á höttunum eftir í sumar. Valur hefur skorað meira hingað til og þær eru til alls líklegar fyrir framan markið. Valur mun stýra leiknum en Blikarnir eru þéttir til baka. Ég held að leiknum muni ljúka með 1-1 jafntefli, Elín Metta og Karólína Lea muni sjá um að skora mörkin. Steini Halldórs, þjálfari Blika, er þannig gerður að hann sættir sig ekki við titlalaust sumar og því verður Breiðablik Íslandsmeistari eftir æsispennandi lokasprett í haust.Nökkvi Fjalar Orrason, eigandi Swipe 2-1 fyrir Val og Valur endar sem Íslandsmeistari. Karólína Lea skorar fyrir Breiðablik en Valur vinnur þar sem Elín Metta og Hlín klára leikinn fyrir þær rauðklæddu.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn