Hætta við að banna skordýraeitur sem er talið valda heilaskaða í börnum Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 14:34 Klórpýrifos er meðal annars notað við ræktun á vínberjum auk fimmtíu tegunda af ávöxtum, hnetum, korni og grænmeti. Vísir/AP Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur tilkynnt að hún ætli ekki að banna vinsælt skordýraeitur þrátt fyrir að vísindamenn stofnunarinnar telji að tengsl séu á milli þess og heilaskaða í börnum. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að banna efnið. Í yfirlýsingu um ákvörðun sína segir umhverfisstofnunin að gögn sem styðja bann við notkun klórpýrifos séu ekki nægilega „gild, fullkomin eða áreiðanleg“. Stofnunin muni þó áfram fylgjast með hvort skaðleg áhrif séu af notkun efnisins sem er ekki lengur selt til heimilisnota. New York Times segir bændur nota efnið í miklu magni. Það er selt undir vöruheitinu Lorsban. Yfirvöld á Havaí bönnuðu notkun klórpýrifos í fyrra og Kaliforníu og New York eru sögð íhuga það sama. Þá er til skoðunar hjá Evrópusambandinu að banna notkun eitursins. Sérfræðingar umhverfisstofnunarinnar vísuðu til vísindarannsókna sem sýndu fram á að efnið gæti skaðað þroska heila barna og fóstra þegar ríkisstjórn Obama sagðist ætla að banna notkun þess árið 2015. Bannið hafði ekki tekið gildi þegar Scott Pruitt, þáverandi forstjóri Umhverfisstofnunarinnar, sneri ákvörðuninni við fyrir tveimur árum. Í tíð Trump hefur umhverfisstofnunin hætt við ýmsar aðgerðir sem er ætlað að verja loftslag jarðar og umhverfi í Bandaríkjunum, afnumið þær eða veikt. Breytingar hafa verið gerðar á vísindaráðgjafarráði stofnunarinnar og fulltrúum iðnaðar og hagsmunaaðila verið raðað þar inn í staðinn fyrir óháða vísindamenn. Þá er umhverfisstofnunin með í smíðum nýjar reglur sem myndu takmarka verulega notkun hennar á vísindarannsóknum á heilsuáhrifum á menn. Samkvæmt reglunum má stofnunin ekki byggja ákvarðanir á rannsóknum þar sem öll gögn eru ekki opinber. Rannsóknir á heilsu manna byggja í mörgum tilfellum á sjúkraskýrslum sem ekki má gera opinberar. Reglan myndi því gera slíkar rannsóknir ómarktækar þegar stofnunin tekur afstöðu til efna og mengunar sem getur haft áhrif á heilsu fólks. Þrátt fyrir að reglan sé ekki komin í gildi byggði umhverfisstofnunin á sömu rökum við ákvörðun sína um klórpýrifos nú. Gagnrýnendur núverandi stjórnvalda halda því fram að markmið reglnanna sé að binda hendur umhverfisstofnunarinnar og takmarka getu hennar til að setja reglugerðir. Bandaríkin Donald Trump Umhverfismál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Ríkisstjórn Trump vill leyfa notkun á asbesti Notkun efnisins hefur verið bannast víðast hvar vegna bráðrar eitrunarhættu. 8. ágúst 2018 12:13 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur tilkynnt að hún ætli ekki að banna vinsælt skordýraeitur þrátt fyrir að vísindamenn stofnunarinnar telji að tengsl séu á milli þess og heilaskaða í börnum. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að banna efnið. Í yfirlýsingu um ákvörðun sína segir umhverfisstofnunin að gögn sem styðja bann við notkun klórpýrifos séu ekki nægilega „gild, fullkomin eða áreiðanleg“. Stofnunin muni þó áfram fylgjast með hvort skaðleg áhrif séu af notkun efnisins sem er ekki lengur selt til heimilisnota. New York Times segir bændur nota efnið í miklu magni. Það er selt undir vöruheitinu Lorsban. Yfirvöld á Havaí bönnuðu notkun klórpýrifos í fyrra og Kaliforníu og New York eru sögð íhuga það sama. Þá er til skoðunar hjá Evrópusambandinu að banna notkun eitursins. Sérfræðingar umhverfisstofnunarinnar vísuðu til vísindarannsókna sem sýndu fram á að efnið gæti skaðað þroska heila barna og fóstra þegar ríkisstjórn Obama sagðist ætla að banna notkun þess árið 2015. Bannið hafði ekki tekið gildi þegar Scott Pruitt, þáverandi forstjóri Umhverfisstofnunarinnar, sneri ákvörðuninni við fyrir tveimur árum. Í tíð Trump hefur umhverfisstofnunin hætt við ýmsar aðgerðir sem er ætlað að verja loftslag jarðar og umhverfi í Bandaríkjunum, afnumið þær eða veikt. Breytingar hafa verið gerðar á vísindaráðgjafarráði stofnunarinnar og fulltrúum iðnaðar og hagsmunaaðila verið raðað þar inn í staðinn fyrir óháða vísindamenn. Þá er umhverfisstofnunin með í smíðum nýjar reglur sem myndu takmarka verulega notkun hennar á vísindarannsóknum á heilsuáhrifum á menn. Samkvæmt reglunum má stofnunin ekki byggja ákvarðanir á rannsóknum þar sem öll gögn eru ekki opinber. Rannsóknir á heilsu manna byggja í mörgum tilfellum á sjúkraskýrslum sem ekki má gera opinberar. Reglan myndi því gera slíkar rannsóknir ómarktækar þegar stofnunin tekur afstöðu til efna og mengunar sem getur haft áhrif á heilsu fólks. Þrátt fyrir að reglan sé ekki komin í gildi byggði umhverfisstofnunin á sömu rökum við ákvörðun sína um klórpýrifos nú. Gagnrýnendur núverandi stjórnvalda halda því fram að markmið reglnanna sé að binda hendur umhverfisstofnunarinnar og takmarka getu hennar til að setja reglugerðir.
Bandaríkin Donald Trump Umhverfismál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Ríkisstjórn Trump vill leyfa notkun á asbesti Notkun efnisins hefur verið bannast víðast hvar vegna bráðrar eitrunarhættu. 8. ágúst 2018 12:13 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45
Ríkisstjórn Trump vill leyfa notkun á asbesti Notkun efnisins hefur verið bannast víðast hvar vegna bráðrar eitrunarhættu. 8. ágúst 2018 12:13
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17