Hætta við að banna skordýraeitur sem er talið valda heilaskaða í börnum Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 14:34 Klórpýrifos er meðal annars notað við ræktun á vínberjum auk fimmtíu tegunda af ávöxtum, hnetum, korni og grænmeti. Vísir/AP Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur tilkynnt að hún ætli ekki að banna vinsælt skordýraeitur þrátt fyrir að vísindamenn stofnunarinnar telji að tengsl séu á milli þess og heilaskaða í börnum. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að banna efnið. Í yfirlýsingu um ákvörðun sína segir umhverfisstofnunin að gögn sem styðja bann við notkun klórpýrifos séu ekki nægilega „gild, fullkomin eða áreiðanleg“. Stofnunin muni þó áfram fylgjast með hvort skaðleg áhrif séu af notkun efnisins sem er ekki lengur selt til heimilisnota. New York Times segir bændur nota efnið í miklu magni. Það er selt undir vöruheitinu Lorsban. Yfirvöld á Havaí bönnuðu notkun klórpýrifos í fyrra og Kaliforníu og New York eru sögð íhuga það sama. Þá er til skoðunar hjá Evrópusambandinu að banna notkun eitursins. Sérfræðingar umhverfisstofnunarinnar vísuðu til vísindarannsókna sem sýndu fram á að efnið gæti skaðað þroska heila barna og fóstra þegar ríkisstjórn Obama sagðist ætla að banna notkun þess árið 2015. Bannið hafði ekki tekið gildi þegar Scott Pruitt, þáverandi forstjóri Umhverfisstofnunarinnar, sneri ákvörðuninni við fyrir tveimur árum. Í tíð Trump hefur umhverfisstofnunin hætt við ýmsar aðgerðir sem er ætlað að verja loftslag jarðar og umhverfi í Bandaríkjunum, afnumið þær eða veikt. Breytingar hafa verið gerðar á vísindaráðgjafarráði stofnunarinnar og fulltrúum iðnaðar og hagsmunaaðila verið raðað þar inn í staðinn fyrir óháða vísindamenn. Þá er umhverfisstofnunin með í smíðum nýjar reglur sem myndu takmarka verulega notkun hennar á vísindarannsóknum á heilsuáhrifum á menn. Samkvæmt reglunum má stofnunin ekki byggja ákvarðanir á rannsóknum þar sem öll gögn eru ekki opinber. Rannsóknir á heilsu manna byggja í mörgum tilfellum á sjúkraskýrslum sem ekki má gera opinberar. Reglan myndi því gera slíkar rannsóknir ómarktækar þegar stofnunin tekur afstöðu til efna og mengunar sem getur haft áhrif á heilsu fólks. Þrátt fyrir að reglan sé ekki komin í gildi byggði umhverfisstofnunin á sömu rökum við ákvörðun sína um klórpýrifos nú. Gagnrýnendur núverandi stjórnvalda halda því fram að markmið reglnanna sé að binda hendur umhverfisstofnunarinnar og takmarka getu hennar til að setja reglugerðir. Bandaríkin Donald Trump Umhverfismál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Ríkisstjórn Trump vill leyfa notkun á asbesti Notkun efnisins hefur verið bannast víðast hvar vegna bráðrar eitrunarhættu. 8. ágúst 2018 12:13 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur tilkynnt að hún ætli ekki að banna vinsælt skordýraeitur þrátt fyrir að vísindamenn stofnunarinnar telji að tengsl séu á milli þess og heilaskaða í börnum. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að banna efnið. Í yfirlýsingu um ákvörðun sína segir umhverfisstofnunin að gögn sem styðja bann við notkun klórpýrifos séu ekki nægilega „gild, fullkomin eða áreiðanleg“. Stofnunin muni þó áfram fylgjast með hvort skaðleg áhrif séu af notkun efnisins sem er ekki lengur selt til heimilisnota. New York Times segir bændur nota efnið í miklu magni. Það er selt undir vöruheitinu Lorsban. Yfirvöld á Havaí bönnuðu notkun klórpýrifos í fyrra og Kaliforníu og New York eru sögð íhuga það sama. Þá er til skoðunar hjá Evrópusambandinu að banna notkun eitursins. Sérfræðingar umhverfisstofnunarinnar vísuðu til vísindarannsókna sem sýndu fram á að efnið gæti skaðað þroska heila barna og fóstra þegar ríkisstjórn Obama sagðist ætla að banna notkun þess árið 2015. Bannið hafði ekki tekið gildi þegar Scott Pruitt, þáverandi forstjóri Umhverfisstofnunarinnar, sneri ákvörðuninni við fyrir tveimur árum. Í tíð Trump hefur umhverfisstofnunin hætt við ýmsar aðgerðir sem er ætlað að verja loftslag jarðar og umhverfi í Bandaríkjunum, afnumið þær eða veikt. Breytingar hafa verið gerðar á vísindaráðgjafarráði stofnunarinnar og fulltrúum iðnaðar og hagsmunaaðila verið raðað þar inn í staðinn fyrir óháða vísindamenn. Þá er umhverfisstofnunin með í smíðum nýjar reglur sem myndu takmarka verulega notkun hennar á vísindarannsóknum á heilsuáhrifum á menn. Samkvæmt reglunum má stofnunin ekki byggja ákvarðanir á rannsóknum þar sem öll gögn eru ekki opinber. Rannsóknir á heilsu manna byggja í mörgum tilfellum á sjúkraskýrslum sem ekki má gera opinberar. Reglan myndi því gera slíkar rannsóknir ómarktækar þegar stofnunin tekur afstöðu til efna og mengunar sem getur haft áhrif á heilsu fólks. Þrátt fyrir að reglan sé ekki komin í gildi byggði umhverfisstofnunin á sömu rökum við ákvörðun sína um klórpýrifos nú. Gagnrýnendur núverandi stjórnvalda halda því fram að markmið reglnanna sé að binda hendur umhverfisstofnunarinnar og takmarka getu hennar til að setja reglugerðir.
Bandaríkin Donald Trump Umhverfismál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Ríkisstjórn Trump vill leyfa notkun á asbesti Notkun efnisins hefur verið bannast víðast hvar vegna bráðrar eitrunarhættu. 8. ágúst 2018 12:13 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45
Ríkisstjórn Trump vill leyfa notkun á asbesti Notkun efnisins hefur verið bannast víðast hvar vegna bráðrar eitrunarhættu. 8. ágúst 2018 12:13
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17