Brennuvargurinn taldi að myndasögu sinni hefði verið stolið Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 09:19 Eldurinn í myndverinu var ákafur. Slökkviliðsmönnum tókst ekki að ráða niðurlögum hans endanlega fyrr en í morgun. Vísir/EPA Talið er að rúmlega fertugur karlmaður sem kveikti í myndveri í Kýótó með þeim afleiðingum að 33 fórust hafi gert það vegna þess að hann taldi að myndverið hefði stolið myndasögu hans. Maðurinn er sagður hafa öskrað „deyið“ þegar úðaði bensíni á bygginguna og lagði eld að henni. Japanskir fjölmiðlar hafa eftir vitnum að maðurinn hafi virst reiður og öskrað um að hann hafi verið fórnarlamb ritstuldar. Einn þeirra hefur eftir lögregluheimildum að hann hafi játað við lögreglu að hafa kveikt í myndverinu. Auk þeirra sem létust eru tíu sagðir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Um sjötíu manns voru í byggingunni þegar kveikt var í henni. Íkveikjan er versta fjöldamorð í Japan frá því að 44 létust í annarri íkveikju í Tókýó árið 2001, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Maðurinn er talinn hafa keypt tvo tuttugu lítra bensínbrúsa í byggingarvöruverslun og fyllt þá með bensíni í garði nærri myndverinu. Hann virðist ekki hafa haft nein tengsl við myndverið sem framleiðir teiknimyndir og myndasögur. Nítján lík eru sögð hafa fundist á stigagangi á leið upp á þak byggingarinnar af þriðju hæð hennar. Líkin hafi legið hvert ofan á öðru. Talið er að fólkið hafi reynt að flýja eldinn sem var kveiktur á neðri hæðum byggingarinnar en því hafi ekki tekist að opna dyr þar. Japan Tengdar fréttir Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Sjá meira
Talið er að rúmlega fertugur karlmaður sem kveikti í myndveri í Kýótó með þeim afleiðingum að 33 fórust hafi gert það vegna þess að hann taldi að myndverið hefði stolið myndasögu hans. Maðurinn er sagður hafa öskrað „deyið“ þegar úðaði bensíni á bygginguna og lagði eld að henni. Japanskir fjölmiðlar hafa eftir vitnum að maðurinn hafi virst reiður og öskrað um að hann hafi verið fórnarlamb ritstuldar. Einn þeirra hefur eftir lögregluheimildum að hann hafi játað við lögreglu að hafa kveikt í myndverinu. Auk þeirra sem létust eru tíu sagðir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Um sjötíu manns voru í byggingunni þegar kveikt var í henni. Íkveikjan er versta fjöldamorð í Japan frá því að 44 létust í annarri íkveikju í Tókýó árið 2001, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Maðurinn er talinn hafa keypt tvo tuttugu lítra bensínbrúsa í byggingarvöruverslun og fyllt þá með bensíni í garði nærri myndverinu. Hann virðist ekki hafa haft nein tengsl við myndverið sem framleiðir teiknimyndir og myndasögur. Nítján lík eru sögð hafa fundist á stigagangi á leið upp á þak byggingarinnar af þriðju hæð hennar. Líkin hafi legið hvert ofan á öðru. Talið er að fólkið hafi reynt að flýja eldinn sem var kveiktur á neðri hæðum byggingarinnar en því hafi ekki tekist að opna dyr þar.
Japan Tengdar fréttir Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Sjá meira
Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45
Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15