Erlent

Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri

Kjartan Kjartansson skrifar
Myndverið Kyoto Animation var illa leikið eftir íkveikjuna í morgun. Um sjötíu manns voru innandyra þegar eldurinn var kveiktur.
Myndverið Kyoto Animation var illa leikið eftir íkveikjuna í morgun. Um sjötíu manns voru innandyra þegar eldurinn var kveiktur. Vísir/EPA
Japönsk yfirvöld telja nú að rúmlega þrjátíu manns hafi látið lífið í eldsvoða í myndveri í Kýótó dag. Vitni hafa sagt að maðurinn hafi kveikt í myndverinu og öskrað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna.

Staðfest er að tuttugu manns hafi látist en enn á eftir að staðfesta andlát tíu til viðbótar sem sýndu engin lífsmerki, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þrjátíu og þrír séu látnir. Tugir til viðbótar slösuðust í eldsvoðanum í Kyoto Animation-myndverið.

Brennuvargurinn er sagður 41 árs gamall karlmaður. Hann var handtekinn og fluttur á sjúkrahús en er ekki talinn slasaður sjálfur. Lögreglan er sögð hafa fundið hnífa á vettvangi. Ekki liggur fyrir hvort eða hvernig maðurinn tengdist fyrirtækinu.

Myndverið framleiðir teiknimyndir og myndasögur sem njóta góðs orðstírs í Japans. Það er í þriggja hæða byggingu en eldurinn var kveiktur um klukkan hálf ellefu að morgni að staðartíma. Um sjötíu manns voru í byggingunni þegar eldurinn kom upp. Hátt í fjörutíu manns eru sagðir á sjúkrahúsi.


Tengdar fréttir

Kveikt í japönsku myndveri

Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×