Erlent

Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri

Kjartan Kjartansson skrifar
Myndverið Kyoto Animation var illa leikið eftir íkveikjuna í morgun. Um sjötíu manns voru innandyra þegar eldurinn var kveiktur.
Myndverið Kyoto Animation var illa leikið eftir íkveikjuna í morgun. Um sjötíu manns voru innandyra þegar eldurinn var kveiktur. Vísir/EPA

Japönsk yfirvöld telja nú að rúmlega þrjátíu manns hafi látið lífið í eldsvoða í myndveri í Kýótó dag. Vitni hafa sagt að maðurinn hafi kveikt í myndverinu og öskrað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna.

Staðfest er að tuttugu manns hafi látist en enn á eftir að staðfesta andlát tíu til viðbótar sem sýndu engin lífsmerki, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þrjátíu og þrír séu látnir. Tugir til viðbótar slösuðust í eldsvoðanum í Kyoto Animation-myndverið.

Brennuvargurinn er sagður 41 árs gamall karlmaður. Hann var handtekinn og fluttur á sjúkrahús en er ekki talinn slasaður sjálfur. Lögreglan er sögð hafa fundið hnífa á vettvangi. Ekki liggur fyrir hvort eða hvernig maðurinn tengdist fyrirtækinu.

Myndverið framleiðir teiknimyndir og myndasögur sem njóta góðs orðstírs í Japans. Það er í þriggja hæða byggingu en eldurinn var kveiktur um klukkan hálf ellefu að morgni að staðartíma. Um sjötíu manns voru í byggingunni þegar eldurinn kom upp. Hátt í fjörutíu manns eru sagðir á sjúkrahúsi.


Tengdar fréttir

Kveikt í japönsku myndveri

Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.