Erlent

Kveikt í japönsku myndveri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eldurinn kom upp á ellefta tímanum í morgun, að japönskum tíma.
Eldurinn kom upp á ellefta tímanum í morgun, að japönskum tíma. Getty/The Asahi Shimbun

Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. Þarlendir viðbragðsaðilar segja að karlmaður á fimmtugsaldri hafi brotist inn um klukkan 10:30 að japöskum tíma og úðað myndverið hátt og lágt með eldfimum vökva.

Vitni segjast hafa heyrt háværa sprengingu og að innan örfárra mínútna hafi byggingin orðið alelda. Slökkviliðsmönnum hefur ekki enn tekist að ráða niðurlögum eldsins og talið er að einhverjir starfsmenn myndversins gætu vera inni í byggingunni.

Í frétt japanska ríkisútvarpsins í morgun er áætlað að þeir gætu verið um þrjátíu talsins en alls voru 76 í myndverinu þegar kveikt var í því.

Maðurinn var handtekinn og fluttur á sjúkrahús þar sem hlúð er að brunasárum hans. Ekki er vitað á þessari stundu hvernig maðurinn tengist myndverinu eða hvað kann að hafa vakað fyrir honum. Þó er búið að útiloka að um fyrrverandi starfsmann sé að ræða.

Myndverið, Kyoto Animation, var stofnað árið 1981 og er þekkt fyrir vinsælar Anime-teiknimyndir. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.