Forsætisnefnd Alþingis verði ekki lengur milliliður siðanefndar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. september 2019 12:30 Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. visir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti þingmönnum við þingsetningu í gær að hann auk Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefðu unnið að endurskoðun og tillögum að breytingum á siðareglunum alþingismanna. Það hefði reynst nauðsynlegt að fenginni reynslu. Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. Helga Vala segir að henni sé ekki kunnugt um það hvort forsætisnefnd hafi gert breytingar á drögum sem þau lögðu til. Aðspurð hvað felist í tillögunum svarar Helga Vala því til að forsætisnefnd hætti sem ventill á hvaða mál fari fyrir siðanefnd. „Það er kannski helst að nefna þær breytingar að forsætisnefnd fari út úr ferlinu þannig að forsætisnefnd verði ekki áfram þessi ventill sem var skrifaður inn í siðareglurnar á sínum tíma og var í rauninni breyting frá því sem lagt var til í upphafi. Það var varað við því að hafa það þannig, það voru umsagnar aðilar sem vöruðu við því að forsætisnefnd væri svona með puttana í þessu en það var engu að síður niðurstaðan þá en nú sjáum við að þetta var óheppilegt,“ segir Helga Vala. Með breytingunum sé verið að auka sjálfstæði og vægi siðanefndarinnar þannig að forsætisnefnd og hinir kjörnu fulltrúar hafi hvorki neitt um það að segja hvort mál fari fyrir siðanefnd né um það sem kemur þaðan. Fyrirkomulagið eins og það er í dag er með þeim hætti að álit siðanefndar er í raun ráðgefandi fyrir forsætisnefnd. „Það er okkar tillaga að því verði breytt þannig að siðanefnd verði þessi úrskurðaraðili.“ Ýmsir stjórnmálamenn hafa þá gagnrýnt að engin viðurlög séu við brotum á siðareglum. Í Evrópuþinginu er sá háttur hafður á að fólk missir rétt til að gegna trúnaðarstörfum í þinginu hafi það gerst brotlegt við siðareglur. Helga Vala er óviss með sína afstöðu. „Ég hef persónulega sveiflast mjög mikið þar og er ekkert alveg viss hvað mér á að finnast um það. Mér vísara fólk segir að það eigi ekki að vea viðurlög við siðareglum og þá er ég að vísa í siðfræðinga og þá sem hafa svona verið að vinna mikið með þetta. Ég óskaði eftir því að þessar reglur færu til umsagnar hjá Lýðræðis og mannréttindarnefnd ÖSE sem hefur verið að aðstoða þjóðþingin við að setja siðareglur og fylgja þeim eftir og ég hlakka mikið til að sjá hvað sú nefnd segir við þessum tillögum,“ segir Helga Vala. Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti þingmönnum við þingsetningu í gær að hann auk Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefðu unnið að endurskoðun og tillögum að breytingum á siðareglunum alþingismanna. Það hefði reynst nauðsynlegt að fenginni reynslu. Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. Helga Vala segir að henni sé ekki kunnugt um það hvort forsætisnefnd hafi gert breytingar á drögum sem þau lögðu til. Aðspurð hvað felist í tillögunum svarar Helga Vala því til að forsætisnefnd hætti sem ventill á hvaða mál fari fyrir siðanefnd. „Það er kannski helst að nefna þær breytingar að forsætisnefnd fari út úr ferlinu þannig að forsætisnefnd verði ekki áfram þessi ventill sem var skrifaður inn í siðareglurnar á sínum tíma og var í rauninni breyting frá því sem lagt var til í upphafi. Það var varað við því að hafa það þannig, það voru umsagnar aðilar sem vöruðu við því að forsætisnefnd væri svona með puttana í þessu en það var engu að síður niðurstaðan þá en nú sjáum við að þetta var óheppilegt,“ segir Helga Vala. Með breytingunum sé verið að auka sjálfstæði og vægi siðanefndarinnar þannig að forsætisnefnd og hinir kjörnu fulltrúar hafi hvorki neitt um það að segja hvort mál fari fyrir siðanefnd né um það sem kemur þaðan. Fyrirkomulagið eins og það er í dag er með þeim hætti að álit siðanefndar er í raun ráðgefandi fyrir forsætisnefnd. „Það er okkar tillaga að því verði breytt þannig að siðanefnd verði þessi úrskurðaraðili.“ Ýmsir stjórnmálamenn hafa þá gagnrýnt að engin viðurlög séu við brotum á siðareglum. Í Evrópuþinginu er sá háttur hafður á að fólk missir rétt til að gegna trúnaðarstörfum í þinginu hafi það gerst brotlegt við siðareglur. Helga Vala er óviss með sína afstöðu. „Ég hef persónulega sveiflast mjög mikið þar og er ekkert alveg viss hvað mér á að finnast um það. Mér vísara fólk segir að það eigi ekki að vea viðurlög við siðareglum og þá er ég að vísa í siðfræðinga og þá sem hafa svona verið að vinna mikið með þetta. Ég óskaði eftir því að þessar reglur færu til umsagnar hjá Lýðræðis og mannréttindarnefnd ÖSE sem hefur verið að aðstoða þjóðþingin við að setja siðareglur og fylgja þeim eftir og ég hlakka mikið til að sjá hvað sú nefnd segir við þessum tillögum,“ segir Helga Vala.
Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira