Fótbolti

Fyrrverandi forseti Sporting á leið fyrir dóm fyrir að skipa fótboltabullum að lemja leikmenn liðsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bruno De Carvalho á að hafa skipað stuðningsmönnum Sporting að ráðast á leikmenn liðsins.
Bruno De Carvalho á að hafa skipað stuðningsmönnum Sporting að ráðast á leikmenn liðsins. vísir/getty
Mál fyrrverandi forseta Sporting í Lissabon, Bruno De Carvalho, er á leið fyrir dóm. Hann var kærður fyrir að skipa fótboltabullum að ráðast á leikmenn Sporting.

Þann 15. maí í fyrra réðust 50 fótboltabullur á leikmenn Sporting á æfingu liðsins. Argentínumennirnir Marcos Acuna og Rodrigo Battaglia urðu verst fyrir barðinu á árásarmönnunum sem lömdu þá og hótuðu þeim lífláti.

Talið er að De Carvalho hafi staðið á bak við árásina og skipulagt hana vegna óánægju með slakt gengi Sporting tímabilið 2017-18.

De Carvalho var handtekinn í nóvember 2018 en var látinn laus gegn tryggingu.

Hann var m.a. kærður fyrir mannrán og hryðjuverk og mál hans er á leið fyrir dóm eftir að rannsóknardómari komst að því nægar vísbendingar væru fyrir hendi til að halda áfram með málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×