Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2019 07:46 Jussie Smollett fer með hlutverk Jamal Lyon í Empire. Getty/Theo Wargo Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. Lögreglan í Chicago hefur árásina til rannsóknar en talið er kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir árásarmönnunum. Leikarinn, Jussie Smollett, þurfti á læknisaðstoð að halda eftir að tveir menn réðust á hann og helltu yfir hann einhvers konar vökva, sem ætla má að hafi átt að valda Smollett enn meiri skaða. Ekki er búið að greina frá því um hvaða efni mennirnir helltu yfir leikarann en fjölmiðlar vestanhafs telja að um klór hafi getað verið að ræða. Árásarmennirnir eru jafnframt sagðir hafa bundið reipi um háls leikarans áður en þeir yfirgáfu vettvanginn. Þrátt fyrir það hefur Smollett nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er hann talinn vera við góða heilsu. Lögreglan segist rannsaka árásina sem hatursglæp en mennirnir tveir eru taldir hafa hreytt fordómafullum fúkyrðum í Smollet, sem er dökkur á hörund og samkynhneigður. Lögreglan í Chicago hefur biðlað til þeirra sem kunna að hafa einhverja vitneskju um árásina að gefa sig fram og aðstoða við rannsókn málsins. Smollett leikur hinn samkynhneigða Jamal Lyon í Empire. Þættirnir hverfast um tónlist og átök innan fjölskyldu sem rekur útgáfufyrirtæki. Áður hafði Smollet leikið í kvikmyndum á borð við The Mighty Ducks og Alien: Covenant. Uppfært 21. febrúar Smollett er talinn hafa sviðsett árásina. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. Lögreglan í Chicago hefur árásina til rannsóknar en talið er kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir árásarmönnunum. Leikarinn, Jussie Smollett, þurfti á læknisaðstoð að halda eftir að tveir menn réðust á hann og helltu yfir hann einhvers konar vökva, sem ætla má að hafi átt að valda Smollett enn meiri skaða. Ekki er búið að greina frá því um hvaða efni mennirnir helltu yfir leikarann en fjölmiðlar vestanhafs telja að um klór hafi getað verið að ræða. Árásarmennirnir eru jafnframt sagðir hafa bundið reipi um háls leikarans áður en þeir yfirgáfu vettvanginn. Þrátt fyrir það hefur Smollett nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er hann talinn vera við góða heilsu. Lögreglan segist rannsaka árásina sem hatursglæp en mennirnir tveir eru taldir hafa hreytt fordómafullum fúkyrðum í Smollet, sem er dökkur á hörund og samkynhneigður. Lögreglan í Chicago hefur biðlað til þeirra sem kunna að hafa einhverja vitneskju um árásina að gefa sig fram og aðstoða við rannsókn málsins. Smollett leikur hinn samkynhneigða Jamal Lyon í Empire. Þættirnir hverfast um tónlist og átök innan fjölskyldu sem rekur útgáfufyrirtæki. Áður hafði Smollet leikið í kvikmyndum á borð við The Mighty Ducks og Alien: Covenant. Uppfært 21. febrúar Smollett er talinn hafa sviðsett árásina.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00