Erlendur ferðamaður segir hátt í átta menn hafa ráðist á sig á Laugavegi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júlí 2019 08:28 Mikið var um slagsmál og líkamsárásir í miðbænum í nótt. FBL/Anton brink Erlendur ferðamaður hringdi eftir aðstoð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu klukkan 03:57 í nótt eftir að hann sagði að hátt í átta menn hefðu ráðist á sig og stolið símanum hans. Áverkar eru á höndum, síðu og mögulega andliti. Hinir grunuðu fundust ekki og lítið er vitað um þá. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikið var um slagsmál og líkamsárásir í miðbænum í nótt. Þannig tilkynnti kona laust eftir hálf fimm í nótt einnig um líkamsárás. Hún sagði marga menn hafa ráðist á sig. Sjúkrabifreið flutti konuna á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl en áverkar eru sagðir minniháttar og er málið í rannsókn.Sló og klóraði barþjón Kona var handtekin laust fyrir hálf fjögur í nótt á veitingastað við Naustin 101 grunuð um líkamsárás. Hún er grunuð um að hafa slegið og klórað kvenkyns barþjón í andlitið. Konan var látin laus að upplýsingatöku lokinni. Sú sem lenti í meintri árás sagðist ætla sjálf á slysadeild í skoðun. Klukkan 03:52 var lögreglu tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í miðbænum. Karlmaður var kýldur í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið og rotaðist. Árásarþoli þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir meintar barsmíðar. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Tveir réðust á einn Laust fyrir klukkan hálf átta í gærkvöldi var síðan tilkynnt um slagsmál þriggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Tveir réðust á einn. Um var að ræða ágreining um vinnu og laun. Maður í annarlegu ástandi var laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi handtekinn í Hlíðunum grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ekið á hjólreiðarmann Um fimmleytið í gær var síðan tilkynnt um umferðarslys á gangbraut við Rútstorg í Kópavogi. Ökumaður ók á hjólreiðarmann sem hafnaði ofan á bifreiðinni. Maðurinn var ekki með hjálm og hvartaði undan eymslum í höfði, öxl og fótum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um líðan mannsins. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Erlendur ferðamaður hringdi eftir aðstoð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu klukkan 03:57 í nótt eftir að hann sagði að hátt í átta menn hefðu ráðist á sig og stolið símanum hans. Áverkar eru á höndum, síðu og mögulega andliti. Hinir grunuðu fundust ekki og lítið er vitað um þá. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikið var um slagsmál og líkamsárásir í miðbænum í nótt. Þannig tilkynnti kona laust eftir hálf fimm í nótt einnig um líkamsárás. Hún sagði marga menn hafa ráðist á sig. Sjúkrabifreið flutti konuna á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl en áverkar eru sagðir minniháttar og er málið í rannsókn.Sló og klóraði barþjón Kona var handtekin laust fyrir hálf fjögur í nótt á veitingastað við Naustin 101 grunuð um líkamsárás. Hún er grunuð um að hafa slegið og klórað kvenkyns barþjón í andlitið. Konan var látin laus að upplýsingatöku lokinni. Sú sem lenti í meintri árás sagðist ætla sjálf á slysadeild í skoðun. Klukkan 03:52 var lögreglu tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í miðbænum. Karlmaður var kýldur í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið og rotaðist. Árásarþoli þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir meintar barsmíðar. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Tveir réðust á einn Laust fyrir klukkan hálf átta í gærkvöldi var síðan tilkynnt um slagsmál þriggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Tveir réðust á einn. Um var að ræða ágreining um vinnu og laun. Maður í annarlegu ástandi var laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi handtekinn í Hlíðunum grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ekið á hjólreiðarmann Um fimmleytið í gær var síðan tilkynnt um umferðarslys á gangbraut við Rútstorg í Kópavogi. Ökumaður ók á hjólreiðarmann sem hafnaði ofan á bifreiðinni. Maðurinn var ekki með hjálm og hvartaði undan eymslum í höfði, öxl og fótum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um líðan mannsins.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira