Öllum til heilla að lengja tímabilið Hjörvar Ólafsson skrifar 9. september 2019 09:00 Valur hefur lagt fram tillögur að breyttri deildarkeppni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það er mat Valsmanna að ætli íslensk lið sér að ná betri árangri í Evrópukeppnum í framtíðinni þurfi að gera mikið meiri kröfur, fjölga gæðaleikjum og lengja tímabilið. Það eru nokkrir möguleikar fyrir hendi og má til að mynda nefna að fjölga liðum um tvö og leika 26 leiki, fækka liðum um tvö og leika þrjár umferðir, þannig verða leikirnir 27. Annar möguleiki er að gera meira úr Lengjubikarnum og byrja hann í byrjun febrúar en þá þyrfti að færa félagaskiptagluggann til loka janúar. Valsmenn telja best að halda sér við 12 liða deild þar sem leiknar yrðu 22 umferðir með úrslitakeppni þar sem sex efstu liðin fara í keppni um titilinn, sama á við sex neðri liðin sem spila þá um tvö fallsæti. Þetta fyrirkomulag er svipað því og notað er í Danmörku. Með þessu er verið að fjölga leikjum um 10 hjá hverju liði og leiknar verða alls 32 umferðir. Til að ná þetta mörgum umferðum þarf mótið að standa yfir frá 1. apríl til um það bil 10. október og fyrstu umferðirnar yrðu að fara fram á gervigrasvöllum þar sem ólíklegt er að vellir með náttúrugrasi verði tilbúnir. Til að koma mótinu fyrir innan þessa tímaramma þyrfti hugsanlega að leika einhverja leiki í landsleikjahléum. Fréttablaðið fékk Ólaf Helga Kristjánsson, þjálfara karlaliðs FH sem bæði hefur leikið og þjálfað í Danmörku, til þess að velta vöngum yfir því hvernig heillavænlegast væri að haga hlutunum hvað leikjafyrirkomulag varðar.Flestir á því máli að gera þurfi einhverjar breytingar „Fyrir það fyrsta fagna ég því að Valsarar setji fram þessar pælingar sína og skapi þar af leiðandi grundvöll fyrir umræður um leiðir til úrbóta á fyrirkomulagi deildarkeppninnar hér heima sem að margra mati sem starfa í knattspynuhringiðunni þarf að hrista upp í. Ég held að það sé mat flestra að það þurfi að lengja Íslandsmótið og spila fleiri mótsleiki sem skipta máli. Þá þarf að skoða það að spila undir stöðugra álagi á lengri tíma í stað þess að spila um það bil níu leiki á sex vikum á vorin og svo stopulla það sem eftir lifir sumars og fram á haust,“ segir Ólafur Helgi í samtali við Fréttablaðið. „Hvað varðar kosti og galla við þrefalda umferð á móti því að spila styttri deildarkeppni og svo úrslitakeppni, þá var ein ástæða þess að Danir fóru þá leið að spila úrslitakeppni í stað þess að spila þrefalda umferð sú að það þótti ekki spennandi að sömu lið væru að mætast aftur og aftur á tiltölulega stuttu tímabili. Á móti kemur að eins og fyrirkomulagið er í Danmörku þá er mikill munur milli þess að lenda í sjötta og sjöunda sæti eins og ég fékk að kenna á með Randers," segir Ólafur Helgi enn fremur. „Ef þú kemst í úrslitakeppni efstu sex liða þá spilar þú nokkuð pressulaust, allavega hvað varðar falldrauginn og getur meðal annars tekið fleiri sénsa, til dæmis hvað varðar yngri, óreyndari leikmenn. Hins vegar er pressan meiri og afleiðingarnar mögulega dýrkeyptari ef félag lendir í neðri hluta úrslitakeppninnar. Lið með módel eins og Nordsjælland, sem gengur út á að þróa unga leikmenn og ýta þeim svo út í aðalliðsfótbolta, geta fengið marga leiki við góð lið þar sem pressan er ekki svo mikil að svigrúm er til þess að gefa ungum leikmönnum tækifæri og leyfa þeim að gera mistök,“ segir hann. „Að mínu viti væri best að hlutlaus aðili, sem hefur reynslu af vinnu með skipulagningu og mögulega breytingu á deildarkeppnum, myndi fá það verkefni að þróa þessar pælingar og sá aðili myndi kalla að borðinu alla þá sem hafa hagsmuni að gæta, það er leikmenn, þjálfara, forráðamenn félaganna, jafnvel stuðningsmenn og sponsora og þann aðila sem fær það hlutverk að sjá um deildarfyrirkomulagið. Það er hætt við því að ef annað hvort einstakt félag eða ÍTF myndi leggja fram tillögu á ársþingi, að hún yrði tætt niður og fengi ekki brautargengi og myndi daga uppi. Vonandi leiðir frumkvæði Vals til þess að eitthvað verði gert og hlutirnir færðir frá kaffistofunni og í framkvæmd,“ segir þjálfarinn um næstu skref í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Það er mat Valsmanna að ætli íslensk lið sér að ná betri árangri í Evrópukeppnum í framtíðinni þurfi að gera mikið meiri kröfur, fjölga gæðaleikjum og lengja tímabilið. Það eru nokkrir möguleikar fyrir hendi og má til að mynda nefna að fjölga liðum um tvö og leika 26 leiki, fækka liðum um tvö og leika þrjár umferðir, þannig verða leikirnir 27. Annar möguleiki er að gera meira úr Lengjubikarnum og byrja hann í byrjun febrúar en þá þyrfti að færa félagaskiptagluggann til loka janúar. Valsmenn telja best að halda sér við 12 liða deild þar sem leiknar yrðu 22 umferðir með úrslitakeppni þar sem sex efstu liðin fara í keppni um titilinn, sama á við sex neðri liðin sem spila þá um tvö fallsæti. Þetta fyrirkomulag er svipað því og notað er í Danmörku. Með þessu er verið að fjölga leikjum um 10 hjá hverju liði og leiknar verða alls 32 umferðir. Til að ná þetta mörgum umferðum þarf mótið að standa yfir frá 1. apríl til um það bil 10. október og fyrstu umferðirnar yrðu að fara fram á gervigrasvöllum þar sem ólíklegt er að vellir með náttúrugrasi verði tilbúnir. Til að koma mótinu fyrir innan þessa tímaramma þyrfti hugsanlega að leika einhverja leiki í landsleikjahléum. Fréttablaðið fékk Ólaf Helga Kristjánsson, þjálfara karlaliðs FH sem bæði hefur leikið og þjálfað í Danmörku, til þess að velta vöngum yfir því hvernig heillavænlegast væri að haga hlutunum hvað leikjafyrirkomulag varðar.Flestir á því máli að gera þurfi einhverjar breytingar „Fyrir það fyrsta fagna ég því að Valsarar setji fram þessar pælingar sína og skapi þar af leiðandi grundvöll fyrir umræður um leiðir til úrbóta á fyrirkomulagi deildarkeppninnar hér heima sem að margra mati sem starfa í knattspynuhringiðunni þarf að hrista upp í. Ég held að það sé mat flestra að það þurfi að lengja Íslandsmótið og spila fleiri mótsleiki sem skipta máli. Þá þarf að skoða það að spila undir stöðugra álagi á lengri tíma í stað þess að spila um það bil níu leiki á sex vikum á vorin og svo stopulla það sem eftir lifir sumars og fram á haust,“ segir Ólafur Helgi í samtali við Fréttablaðið. „Hvað varðar kosti og galla við þrefalda umferð á móti því að spila styttri deildarkeppni og svo úrslitakeppni, þá var ein ástæða þess að Danir fóru þá leið að spila úrslitakeppni í stað þess að spila þrefalda umferð sú að það þótti ekki spennandi að sömu lið væru að mætast aftur og aftur á tiltölulega stuttu tímabili. Á móti kemur að eins og fyrirkomulagið er í Danmörku þá er mikill munur milli þess að lenda í sjötta og sjöunda sæti eins og ég fékk að kenna á með Randers," segir Ólafur Helgi enn fremur. „Ef þú kemst í úrslitakeppni efstu sex liða þá spilar þú nokkuð pressulaust, allavega hvað varðar falldrauginn og getur meðal annars tekið fleiri sénsa, til dæmis hvað varðar yngri, óreyndari leikmenn. Hins vegar er pressan meiri og afleiðingarnar mögulega dýrkeyptari ef félag lendir í neðri hluta úrslitakeppninnar. Lið með módel eins og Nordsjælland, sem gengur út á að þróa unga leikmenn og ýta þeim svo út í aðalliðsfótbolta, geta fengið marga leiki við góð lið þar sem pressan er ekki svo mikil að svigrúm er til þess að gefa ungum leikmönnum tækifæri og leyfa þeim að gera mistök,“ segir hann. „Að mínu viti væri best að hlutlaus aðili, sem hefur reynslu af vinnu með skipulagningu og mögulega breytingu á deildarkeppnum, myndi fá það verkefni að þróa þessar pælingar og sá aðili myndi kalla að borðinu alla þá sem hafa hagsmuni að gæta, það er leikmenn, þjálfara, forráðamenn félaganna, jafnvel stuðningsmenn og sponsora og þann aðila sem fær það hlutverk að sjá um deildarfyrirkomulagið. Það er hætt við því að ef annað hvort einstakt félag eða ÍTF myndi leggja fram tillögu á ársþingi, að hún yrði tætt niður og fengi ekki brautargengi og myndi daga uppi. Vonandi leiðir frumkvæði Vals til þess að eitthvað verði gert og hlutirnir færðir frá kaffistofunni og í framkvæmd,“ segir þjálfarinn um næstu skref í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira