Ökumaður á rauðu ljósi ók á barn rétt hjá hinum slysstaðnum á Hringbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2019 12:07 Frá slysstað á Hringbraut á föstudaginn langa. Drengurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl. Mynd/Erik Hirt Ekið var á tólf ára dreng á Hringbraut við Bræðraborgarstíg á föstudaginn langa. Ökumaðurinn ók gegn rauðu ljósi en ekið var á stúlku á svipuðum stað í janúar. Lækkun hámarkshraða hefur þegar tekið gildi á Hringbraut en ekki verður hægt að framfylgja lækkuninni fyrr en merkingar verða settar upp í maí. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að ekið hafi verið á drenginn, sem var gangandi, á ljósunum við Bræðraborgarstíg um klukkan fimm síðdegis á föstudaginn langa. Drengurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl.Kom líka að hinu slysinu Erik Hirt, íbúi á Víðimel í grennd við umrædd gatnamót, deildi mynd af viðbragðsaðilum athafna sig á slysstað á föstudaginn langa í íbúahóp Vesturbæinga á Facebook. Erik lýsti þar yfir áhyggjum af stöðunni, sérstaklega í ljósi slyssins í janúar. Þetta ítrekar Erik í samtali við Vísi og segir áhyggjurnar stanslausar. „Ég fylgi börnunum mínum í skólann á hverjum degi, þeir eru að verða tíu og ellefu ára, en ég labba enn þá með þeim yfir Hringbrautina. Ég kom að hinu slysinu í vetur líka, það gerðist andartaki áður en ég kom að.“Sjá einnig: Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Þá kveðst Erik hafa beðið lengi eftir því að ljósin við Bræðraborgarstíg verði löguð. Nú sé staðan þannig að gangandi vegfarendur þurfi að bíða óhemju lengi eftir því að komast yfir götuna á grænu ljósi. Þetta skapi hættu. „Hálftíma eftir slysið á föstudaginn langa sá ég föður labba yfir á rauðu með barnið sitt. Hann nennti ekki að bíða lengur,“ segir Erik.Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið í janúar. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiLækkunin þegar í gildi en merkingar ekki settar upp fyrr en í maí Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á þrettán ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla, aðeins nokkrum metrum frá slysstaðnum á föstudaginn langa. Í byrjun apríl samþykkti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að lækka hámarkshraða víða í Vesturbænum, m.a. á Hringbraut milli Sæmundargötu og Ánanausta, úr 50 kílómetra á klukkustund niður í 40 kílómetra á klukkustund. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að lækkunin hafi þegar tekið gildi, þ.e. hún hafi verið auglýst í Stjórnartíðindum í byrjun apríl. Lögregla muni byrja að sekta fyrir of hraðan akstur í götunni þegar nýjar hraðamerkingar verði settar upp. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að merkingarnar verði settar upp í byrjun maí. Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. 6. apríl 2019 13:52 Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Boðað var til íbúafundar í Vestubænum eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. 6. febrúar 2019 21:33 Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Samþykktu einnig að fara í fleiri úrbætur í samstarfi við Vegagerðina. 30. janúar 2019 15:15 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Ekið var á tólf ára dreng á Hringbraut við Bræðraborgarstíg á föstudaginn langa. Ökumaðurinn ók gegn rauðu ljósi en ekið var á stúlku á svipuðum stað í janúar. Lækkun hámarkshraða hefur þegar tekið gildi á Hringbraut en ekki verður hægt að framfylgja lækkuninni fyrr en merkingar verða settar upp í maí. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að ekið hafi verið á drenginn, sem var gangandi, á ljósunum við Bræðraborgarstíg um klukkan fimm síðdegis á föstudaginn langa. Drengurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl.Kom líka að hinu slysinu Erik Hirt, íbúi á Víðimel í grennd við umrædd gatnamót, deildi mynd af viðbragðsaðilum athafna sig á slysstað á föstudaginn langa í íbúahóp Vesturbæinga á Facebook. Erik lýsti þar yfir áhyggjum af stöðunni, sérstaklega í ljósi slyssins í janúar. Þetta ítrekar Erik í samtali við Vísi og segir áhyggjurnar stanslausar. „Ég fylgi börnunum mínum í skólann á hverjum degi, þeir eru að verða tíu og ellefu ára, en ég labba enn þá með þeim yfir Hringbrautina. Ég kom að hinu slysinu í vetur líka, það gerðist andartaki áður en ég kom að.“Sjá einnig: Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Þá kveðst Erik hafa beðið lengi eftir því að ljósin við Bræðraborgarstíg verði löguð. Nú sé staðan þannig að gangandi vegfarendur þurfi að bíða óhemju lengi eftir því að komast yfir götuna á grænu ljósi. Þetta skapi hættu. „Hálftíma eftir slysið á föstudaginn langa sá ég föður labba yfir á rauðu með barnið sitt. Hann nennti ekki að bíða lengur,“ segir Erik.Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið í janúar. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiLækkunin þegar í gildi en merkingar ekki settar upp fyrr en í maí Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á þrettán ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla, aðeins nokkrum metrum frá slysstaðnum á föstudaginn langa. Í byrjun apríl samþykkti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að lækka hámarkshraða víða í Vesturbænum, m.a. á Hringbraut milli Sæmundargötu og Ánanausta, úr 50 kílómetra á klukkustund niður í 40 kílómetra á klukkustund. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að lækkunin hafi þegar tekið gildi, þ.e. hún hafi verið auglýst í Stjórnartíðindum í byrjun apríl. Lögregla muni byrja að sekta fyrir of hraðan akstur í götunni þegar nýjar hraðamerkingar verði settar upp. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að merkingarnar verði settar upp í byrjun maí.
Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. 6. apríl 2019 13:52 Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Boðað var til íbúafundar í Vestubænum eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. 6. febrúar 2019 21:33 Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Samþykktu einnig að fara í fleiri úrbætur í samstarfi við Vegagerðina. 30. janúar 2019 15:15 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. 6. apríl 2019 13:52
Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Boðað var til íbúafundar í Vestubænum eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. 6. febrúar 2019 21:33
Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Samþykktu einnig að fara í fleiri úrbætur í samstarfi við Vegagerðina. 30. janúar 2019 15:15