Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2019 21:33 Íbúafundurinn fer fram í húsnæði Vesturbæjarskóla. Vísir/Birgir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, býst fastlega við því að hún muni taka jákvætt í það að lækka umferðarhraða á Hringbraut. Borgarstjórn hefur samþykkt að lækka umferðarhraða á Hringbraut, á milli Sæmundargötu og Ánanausta, niður í fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund. Það er þó háð samþykki lögreglustjórans sem var mættur á íbúafund í Vesturbæjarskóla í kvöld um bætt öryggi á Hringbraut. Boðað var til íbúafundarins eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. Íbúar Vesturbæjar kölluðu umsvifalaust eftir aðgerðum frá yfirvöldum og var kallað til íbúafundar þar sem fulltrúar lögreglunnar, borgarinnar, Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og samgönguráðuneytinu sátu fyrir svörum. Sigríður Björk sagði á fundinum að málið sé henni kært því hún búi sjálf í hverfinu þar sem börnin hennar stunda nám og tómstundir. Sjálf starfi hún í miðbænum og reynir að fara til og frá vinnu fótgangandi og hjólandi en stöku sinnum á bíl.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn umferðardeildar höfuðborgarsvæðisins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, voru í hópi þeirra sem sátu fyrir svörum á fundinum.Vísir/BirgirÞjónar einnig íbúum á Seltjarnarnesi Sigríður Björk sagði að vissulega gæti það gert gagn að lækka umferðarhraða en hún sagði margt annað þurfa að koma til. Hún nefndi að gríðarlegt umferðarmagn sé á þessari götu því hún þjónar ekki bara Vesturbæjarbúum heldur einnig íbúum Seltjarnarness. Sigríður nefndi einnig að Hringbrautin væri einnig mikilvæg öryggismálum í þessum hluta borgarinnar ef að grípa þyrfti til rýmingaráætlunar og koma þyrfti fólki fljótt af svæðinu, líkt og kom til greina um daginn vegna bruna. Sagði Sigríður að ekki væri nóg að lækka hámarkshraða á Hringbraut til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Bæta yrði lýsingu og umferðarljósastýringu og bætti við að ef vegur er greiðfær þá auki það líkur á hraðakstri. Á fundinum kom fram að bæta ætti gangbrautaljósastýringu og skipta ætti út öllum gangbrautaljósum á Hringbraut fyrir árið 2020. Þá eru hugmyndir um að fjölga umferðareftirlitsmyndavélum á svæðinu en það þarf að tryggja fjármagn fyrir þeim og fyrir úrvinnslu á gögnum úr þeim.Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn Tumi240 mál skráð Sigríður Björk sagði að kjarnaverkefni lögreglunnar vegna löggæslu í umferð snúa að akstri undir áhrifum. Með sama hætti fylgist lögreglna með aðkomu að skólum en frá því umferðareftirlit hófst við setningu skóla síðastliðið haust þá hafa 240 mál verið skráð. Sigríður taldi hverfandi líkur á að embætti lögreglustjóra myndi ekki samþykkja tillögur borgarinnar um lækkun umferðarhraða en benti á að samt sem áður þurfti að koma umferð um Hringbraut. Hún sagði að það væri ekki gríðarlegur hraðakstur á Hringbraut miða við mælingar lögreglu.Fjórar hraðamælingar Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn umferðardeildar höfuðborgarsvæðisins, sagði á fundinum að gerðar hefðu verið fjórar hraðamælingar á Hringbraut í janúar síðastliðnum. Ásgeir sagði að meðalhraðinn í þessum mælingum hafi verið minnstur 41 kílómetri á klukkustund og mestur 44 kílómetrar á klukkustund en hraðamælingarnar voru framkvæmdar þegar skilyrði voru sem mest fyrir hraðari umferð, það er að segja þegar umferð var nokkuð létt. Sigríður sagði að þetta væri ekki gríðarlegur hraðakstur nema í undantekningartilvikum. Hún lauk máli sínu á að benda á að öryggi barna á Hringbraut verði ekki tryggt nema að þverunum á Hringbraut með undirgöngum og brúm, en það sé mögulega ekki gerlegt að svo stöddu. Því sé brýnt að auka lýsingu á Hringbrautinni, fjölga myndavélum og gera allt sem er hægt til að auka öryggi á þessum vegi. Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Dregið úr hraða á Hringbrautinni Hámarkshraði á Hringbraut frá Ánanaustum að Sæmundargötu verður lækkaður úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund samkvæmt einróma ákvörðun borgarstjórnar í gær. 6. febrúar 2019 06:45 Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, býst fastlega við því að hún muni taka jákvætt í það að lækka umferðarhraða á Hringbraut. Borgarstjórn hefur samþykkt að lækka umferðarhraða á Hringbraut, á milli Sæmundargötu og Ánanausta, niður í fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund. Það er þó háð samþykki lögreglustjórans sem var mættur á íbúafund í Vesturbæjarskóla í kvöld um bætt öryggi á Hringbraut. Boðað var til íbúafundarins eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. Íbúar Vesturbæjar kölluðu umsvifalaust eftir aðgerðum frá yfirvöldum og var kallað til íbúafundar þar sem fulltrúar lögreglunnar, borgarinnar, Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og samgönguráðuneytinu sátu fyrir svörum. Sigríður Björk sagði á fundinum að málið sé henni kært því hún búi sjálf í hverfinu þar sem börnin hennar stunda nám og tómstundir. Sjálf starfi hún í miðbænum og reynir að fara til og frá vinnu fótgangandi og hjólandi en stöku sinnum á bíl.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn umferðardeildar höfuðborgarsvæðisins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, voru í hópi þeirra sem sátu fyrir svörum á fundinum.Vísir/BirgirÞjónar einnig íbúum á Seltjarnarnesi Sigríður Björk sagði að vissulega gæti það gert gagn að lækka umferðarhraða en hún sagði margt annað þurfa að koma til. Hún nefndi að gríðarlegt umferðarmagn sé á þessari götu því hún þjónar ekki bara Vesturbæjarbúum heldur einnig íbúum Seltjarnarness. Sigríður nefndi einnig að Hringbrautin væri einnig mikilvæg öryggismálum í þessum hluta borgarinnar ef að grípa þyrfti til rýmingaráætlunar og koma þyrfti fólki fljótt af svæðinu, líkt og kom til greina um daginn vegna bruna. Sagði Sigríður að ekki væri nóg að lækka hámarkshraða á Hringbraut til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Bæta yrði lýsingu og umferðarljósastýringu og bætti við að ef vegur er greiðfær þá auki það líkur á hraðakstri. Á fundinum kom fram að bæta ætti gangbrautaljósastýringu og skipta ætti út öllum gangbrautaljósum á Hringbraut fyrir árið 2020. Þá eru hugmyndir um að fjölga umferðareftirlitsmyndavélum á svæðinu en það þarf að tryggja fjármagn fyrir þeim og fyrir úrvinnslu á gögnum úr þeim.Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn Tumi240 mál skráð Sigríður Björk sagði að kjarnaverkefni lögreglunnar vegna löggæslu í umferð snúa að akstri undir áhrifum. Með sama hætti fylgist lögreglna með aðkomu að skólum en frá því umferðareftirlit hófst við setningu skóla síðastliðið haust þá hafa 240 mál verið skráð. Sigríður taldi hverfandi líkur á að embætti lögreglustjóra myndi ekki samþykkja tillögur borgarinnar um lækkun umferðarhraða en benti á að samt sem áður þurfti að koma umferð um Hringbraut. Hún sagði að það væri ekki gríðarlegur hraðakstur á Hringbraut miða við mælingar lögreglu.Fjórar hraðamælingar Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn umferðardeildar höfuðborgarsvæðisins, sagði á fundinum að gerðar hefðu verið fjórar hraðamælingar á Hringbraut í janúar síðastliðnum. Ásgeir sagði að meðalhraðinn í þessum mælingum hafi verið minnstur 41 kílómetri á klukkustund og mestur 44 kílómetrar á klukkustund en hraðamælingarnar voru framkvæmdar þegar skilyrði voru sem mest fyrir hraðari umferð, það er að segja þegar umferð var nokkuð létt. Sigríður sagði að þetta væri ekki gríðarlegur hraðakstur nema í undantekningartilvikum. Hún lauk máli sínu á að benda á að öryggi barna á Hringbraut verði ekki tryggt nema að þverunum á Hringbraut með undirgöngum og brúm, en það sé mögulega ekki gerlegt að svo stöddu. Því sé brýnt að auka lýsingu á Hringbrautinni, fjölga myndavélum og gera allt sem er hægt til að auka öryggi á þessum vegi.
Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Dregið úr hraða á Hringbrautinni Hámarkshraði á Hringbraut frá Ánanaustum að Sæmundargötu verður lækkaður úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund samkvæmt einróma ákvörðun borgarstjórnar í gær. 6. febrúar 2019 06:45 Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53
Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13
Dregið úr hraða á Hringbrautinni Hámarkshraði á Hringbraut frá Ánanaustum að Sæmundargötu verður lækkaður úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund samkvæmt einróma ákvörðun borgarstjórnar í gær. 6. febrúar 2019 06:45
Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19