Innlent

Ekið á barn á Hringbraut

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjúkrabíll frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti vegfarendann á slysadeild til skoðunar og var var lögreglan með þó nokkurn viðbúnað á vettvangi.
Sjúkrabíll frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti vegfarendann á slysadeild til skoðunar og var var lögreglan með þó nokkurn viðbúnað á vettvangi. Vísir/Tumi

Ekið var á barn við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla á níunda tímanum í morgun. Á gatnamótunum eru gönguljós en börn í Vesturbæjarskóla eru meðal þeirra sem nýta ljósin á leið í og úr skóla.

Sjúkrabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti barnið á slysadeild til skoðunar og var var lögreglan með þó nokkurn viðbúnað á vettvangi.

Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.