Þrír menn dæmdir í fangelsi fyrir að streyma enska boltanum ólöglega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Clive Brunskill Þrír breskir menn eru á leiðinni í fangelsi eftir að þeir voru fundnir sekir um að selja aðgang að ólöglegu streymi á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Mennirnir heita Steven King, Paul Rolston og Daniel Malon og fengu þeir samtals sautján ára dóm. Þetta eru margir af hörðustu dómum sem hafa fallið fyrir að stela og dreifa sjónvarpsefni á netinu. Talið er að þessir þrír hafi grætt meira en fimm milljónir punda á sölu sinni á þessu stolna efni en þeir seldu krám og einstaklingum aðgang að leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Fimm milljónir punda eru um 780 milljónir í íslenskum krónum.Three men have been jailed over the sale of illegal Premier League streams. Full story here https://t.co/OnbpCGGQq8pic.twitter.com/Rwabo9irRS — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Mennirnir voru allir fundnir sekir eftir fjögurra vikna málaferli í Warwick Crown dómstólnum. Dómarinn dæmdi þá í lengra fangelsi fyrir það eitt að hafa reynt markvisst að koma í veg fyrir rannsókn á ólöglegri starfsemi þeirra. Hinn 51 árs gamli Steven King var dæmdur í sjö ára og fjögurra mánaða fangesli. Hinn 54 ára gamli Paul Rolston var dæmdur í sex ára og fjögurra mánaða fangelsi. Hinn 42 ára gamli Daniel Malone fékk þriggja ára og þriggja mánaða fangelsisdóm. Efninu var dreift undir merkjum Dreambox (unincorporated), Dreambox TV Limited og Digital Switchover Limited.#PL Three men selling illegal #PremierLeague streams jailed for fraudhttps://t.co/2NylmE93VW — Express Sports (@IExpressSports) March 21, 2019Þetta er vissulega tímamótadómur og sýnir að baráttan gegn stolnu sjónvarpsefni og ólöglegu niðurhali í Bretlandi er komin upp á næsta stig. „Skilaboðin eru skýr. Þú ferð í fangelsi ef þú fremur glæpi sem þessa,“ sagði Kieron Sharp, framkvæmdastjóri Fact, sem eru samtök sem berjast gegn ólöglegu niðurhali í Bretlandi. Hann var þarna í viðtali í þættinum Newsbeat á Radio 1. „Þetta snýst um að borga fyrir efni sem við njótum öll að horfa á og viljum öll horfa á. Fótboltinn er á þessum stað í dag vegna þeirra peninga sem hafa verið settir í þessa vöru á síðustu árum. Ef menn fá ekki peninga til baka frá þeim sem horfa þá munum við ekki fá að horfa á fótboltann eða aðra viðburði í framtíðinni,“ sagði Sharp. Bretland Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Þrír breskir menn eru á leiðinni í fangelsi eftir að þeir voru fundnir sekir um að selja aðgang að ólöglegu streymi á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Mennirnir heita Steven King, Paul Rolston og Daniel Malon og fengu þeir samtals sautján ára dóm. Þetta eru margir af hörðustu dómum sem hafa fallið fyrir að stela og dreifa sjónvarpsefni á netinu. Talið er að þessir þrír hafi grætt meira en fimm milljónir punda á sölu sinni á þessu stolna efni en þeir seldu krám og einstaklingum aðgang að leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Fimm milljónir punda eru um 780 milljónir í íslenskum krónum.Three men have been jailed over the sale of illegal Premier League streams. Full story here https://t.co/OnbpCGGQq8pic.twitter.com/Rwabo9irRS — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Mennirnir voru allir fundnir sekir eftir fjögurra vikna málaferli í Warwick Crown dómstólnum. Dómarinn dæmdi þá í lengra fangelsi fyrir það eitt að hafa reynt markvisst að koma í veg fyrir rannsókn á ólöglegri starfsemi þeirra. Hinn 51 árs gamli Steven King var dæmdur í sjö ára og fjögurra mánaða fangesli. Hinn 54 ára gamli Paul Rolston var dæmdur í sex ára og fjögurra mánaða fangelsi. Hinn 42 ára gamli Daniel Malone fékk þriggja ára og þriggja mánaða fangelsisdóm. Efninu var dreift undir merkjum Dreambox (unincorporated), Dreambox TV Limited og Digital Switchover Limited.#PL Three men selling illegal #PremierLeague streams jailed for fraudhttps://t.co/2NylmE93VW — Express Sports (@IExpressSports) March 21, 2019Þetta er vissulega tímamótadómur og sýnir að baráttan gegn stolnu sjónvarpsefni og ólöglegu niðurhali í Bretlandi er komin upp á næsta stig. „Skilaboðin eru skýr. Þú ferð í fangelsi ef þú fremur glæpi sem þessa,“ sagði Kieron Sharp, framkvæmdastjóri Fact, sem eru samtök sem berjast gegn ólöglegu niðurhali í Bretlandi. Hann var þarna í viðtali í þættinum Newsbeat á Radio 1. „Þetta snýst um að borga fyrir efni sem við njótum öll að horfa á og viljum öll horfa á. Fótboltinn er á þessum stað í dag vegna þeirra peninga sem hafa verið settir í þessa vöru á síðustu árum. Ef menn fá ekki peninga til baka frá þeim sem horfa þá munum við ekki fá að horfa á fótboltann eða aðra viðburði í framtíðinni,“ sagði Sharp.
Bretland Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira