Þrír menn dæmdir í fangelsi fyrir að streyma enska boltanum ólöglega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Clive Brunskill Þrír breskir menn eru á leiðinni í fangelsi eftir að þeir voru fundnir sekir um að selja aðgang að ólöglegu streymi á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Mennirnir heita Steven King, Paul Rolston og Daniel Malon og fengu þeir samtals sautján ára dóm. Þetta eru margir af hörðustu dómum sem hafa fallið fyrir að stela og dreifa sjónvarpsefni á netinu. Talið er að þessir þrír hafi grætt meira en fimm milljónir punda á sölu sinni á þessu stolna efni en þeir seldu krám og einstaklingum aðgang að leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Fimm milljónir punda eru um 780 milljónir í íslenskum krónum.Three men have been jailed over the sale of illegal Premier League streams. Full story here https://t.co/OnbpCGGQq8pic.twitter.com/Rwabo9irRS — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Mennirnir voru allir fundnir sekir eftir fjögurra vikna málaferli í Warwick Crown dómstólnum. Dómarinn dæmdi þá í lengra fangelsi fyrir það eitt að hafa reynt markvisst að koma í veg fyrir rannsókn á ólöglegri starfsemi þeirra. Hinn 51 árs gamli Steven King var dæmdur í sjö ára og fjögurra mánaða fangesli. Hinn 54 ára gamli Paul Rolston var dæmdur í sex ára og fjögurra mánaða fangelsi. Hinn 42 ára gamli Daniel Malone fékk þriggja ára og þriggja mánaða fangelsisdóm. Efninu var dreift undir merkjum Dreambox (unincorporated), Dreambox TV Limited og Digital Switchover Limited.#PL Three men selling illegal #PremierLeague streams jailed for fraudhttps://t.co/2NylmE93VW — Express Sports (@IExpressSports) March 21, 2019Þetta er vissulega tímamótadómur og sýnir að baráttan gegn stolnu sjónvarpsefni og ólöglegu niðurhali í Bretlandi er komin upp á næsta stig. „Skilaboðin eru skýr. Þú ferð í fangelsi ef þú fremur glæpi sem þessa,“ sagði Kieron Sharp, framkvæmdastjóri Fact, sem eru samtök sem berjast gegn ólöglegu niðurhali í Bretlandi. Hann var þarna í viðtali í þættinum Newsbeat á Radio 1. „Þetta snýst um að borga fyrir efni sem við njótum öll að horfa á og viljum öll horfa á. Fótboltinn er á þessum stað í dag vegna þeirra peninga sem hafa verið settir í þessa vöru á síðustu árum. Ef menn fá ekki peninga til baka frá þeim sem horfa þá munum við ekki fá að horfa á fótboltann eða aðra viðburði í framtíðinni,“ sagði Sharp. Bretland Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira
Þrír breskir menn eru á leiðinni í fangelsi eftir að þeir voru fundnir sekir um að selja aðgang að ólöglegu streymi á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Mennirnir heita Steven King, Paul Rolston og Daniel Malon og fengu þeir samtals sautján ára dóm. Þetta eru margir af hörðustu dómum sem hafa fallið fyrir að stela og dreifa sjónvarpsefni á netinu. Talið er að þessir þrír hafi grætt meira en fimm milljónir punda á sölu sinni á þessu stolna efni en þeir seldu krám og einstaklingum aðgang að leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Fimm milljónir punda eru um 780 milljónir í íslenskum krónum.Three men have been jailed over the sale of illegal Premier League streams. Full story here https://t.co/OnbpCGGQq8pic.twitter.com/Rwabo9irRS — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Mennirnir voru allir fundnir sekir eftir fjögurra vikna málaferli í Warwick Crown dómstólnum. Dómarinn dæmdi þá í lengra fangelsi fyrir það eitt að hafa reynt markvisst að koma í veg fyrir rannsókn á ólöglegri starfsemi þeirra. Hinn 51 árs gamli Steven King var dæmdur í sjö ára og fjögurra mánaða fangesli. Hinn 54 ára gamli Paul Rolston var dæmdur í sex ára og fjögurra mánaða fangelsi. Hinn 42 ára gamli Daniel Malone fékk þriggja ára og þriggja mánaða fangelsisdóm. Efninu var dreift undir merkjum Dreambox (unincorporated), Dreambox TV Limited og Digital Switchover Limited.#PL Three men selling illegal #PremierLeague streams jailed for fraudhttps://t.co/2NylmE93VW — Express Sports (@IExpressSports) March 21, 2019Þetta er vissulega tímamótadómur og sýnir að baráttan gegn stolnu sjónvarpsefni og ólöglegu niðurhali í Bretlandi er komin upp á næsta stig. „Skilaboðin eru skýr. Þú ferð í fangelsi ef þú fremur glæpi sem þessa,“ sagði Kieron Sharp, framkvæmdastjóri Fact, sem eru samtök sem berjast gegn ólöglegu niðurhali í Bretlandi. Hann var þarna í viðtali í þættinum Newsbeat á Radio 1. „Þetta snýst um að borga fyrir efni sem við njótum öll að horfa á og viljum öll horfa á. Fótboltinn er á þessum stað í dag vegna þeirra peninga sem hafa verið settir í þessa vöru á síðustu árum. Ef menn fá ekki peninga til baka frá þeim sem horfa þá munum við ekki fá að horfa á fótboltann eða aðra viðburði í framtíðinni,“ sagði Sharp.
Bretland Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira