Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brú Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2019 20:43 Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong. Vísir/Getty Lögreglumaður var skotinn með ör í fótinn í mótmælum í HongKong í dag. Mótmælendur söfnuðust saman við tækniháskóla í borginni og kveiktu elda í nágrenninu til að hindra aðgengi lögreglu. Þá var múrsteinum og bensínsprengjum varpað í átt að lögreglu sem beitti táragasi og vatnsbyssum á mótmælendur. Í yfirlýsingu frá háskólanum voru mótmælendur beðnir um að yfirgefa svæðið sem er sagt illa farið eftir aðgerðirnar. Mótmælendur er sagðir hafa skýlt sér á bak við regnhlífar á göngubrú hjá skólanum og síðan kveikt í hlutum sem lágu á brúnni. Úr varð mikil bál sem hamlaði aðgengi óeirðalögreglumanna að mótmælendunum. Einnig var kveikt í lögreglubifreið sem var á brúnni. Reuters fréttastofan greinir frá því að lögreglan hafi hótað því að beita skotvopnum ef „óeirðaseggir“ myndu beita lögreglu ofbeldi eða notast við bannvæn vopn. Jesus! An armoured vehicle of the #HongKong police tries to break into the Poly University gets literally bombarded with molotov cocktails pic.twitter.com/NDybGIXNIs— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 17, 2019 Margir óttast að komi til blóðugra átaka milli lögreglu og mótmælenda. Mótmælin voru nokkuð friðsamari annars staðar í borginni þar sem fólk hélst í hendur og söng þjóðlög. Aukin harka hefur færst í mótmælin í HongKong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá HongKong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi. Hong Kong Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Lögreglumaður var skotinn með ör í fótinn í mótmælum í HongKong í dag. Mótmælendur söfnuðust saman við tækniháskóla í borginni og kveiktu elda í nágrenninu til að hindra aðgengi lögreglu. Þá var múrsteinum og bensínsprengjum varpað í átt að lögreglu sem beitti táragasi og vatnsbyssum á mótmælendur. Í yfirlýsingu frá háskólanum voru mótmælendur beðnir um að yfirgefa svæðið sem er sagt illa farið eftir aðgerðirnar. Mótmælendur er sagðir hafa skýlt sér á bak við regnhlífar á göngubrú hjá skólanum og síðan kveikt í hlutum sem lágu á brúnni. Úr varð mikil bál sem hamlaði aðgengi óeirðalögreglumanna að mótmælendunum. Einnig var kveikt í lögreglubifreið sem var á brúnni. Reuters fréttastofan greinir frá því að lögreglan hafi hótað því að beita skotvopnum ef „óeirðaseggir“ myndu beita lögreglu ofbeldi eða notast við bannvæn vopn. Jesus! An armoured vehicle of the #HongKong police tries to break into the Poly University gets literally bombarded with molotov cocktails pic.twitter.com/NDybGIXNIs— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 17, 2019 Margir óttast að komi til blóðugra átaka milli lögreglu og mótmælenda. Mótmælin voru nokkuð friðsamari annars staðar í borginni þar sem fólk hélst í hendur og söng þjóðlög. Aukin harka hefur færst í mótmælin í HongKong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá HongKong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi.
Hong Kong Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira