Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 08:02 Fólk var harmi slegið eftir árásina. Vísir/EPA Tuttugu féllu og tuttugu og sex særðust í skotárás í stórmarkaðinum Walmart í borginni El Paso í Texas-ríki Bandaríkjanna í gær. Ríkisstjóri Texas, Greg Abbott, segir þessa árás hafa verið þá mannskæðustu í sögu ríkisins. 21 árs karlmaður er í haldi en lögreglan sagði hann vera íbúa Allen-borgar nærri Dallas sem er um þúsund kílómetra austur af El Paso. Fjölmiðlar vestanhafs segja árásarmanninn heita Patrick Crusius. Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter að þessi árás væri verk heiguls. Hann sagði enga ástæðu eða afsökun geta réttlæt dráp á saklausu fólki.Today's shooting in El Paso, Texas, was not only tragic, it was an act of cowardice. I know that I stand with everyone in this Country to condemn today's hateful act. There are no reasons or excuses that will ever justify killing innocent people....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2019 El Paso er nokkrum kílómetrum frá landamærum Mexíkó en forseti landsins segir þrjá Mexíkóa hafa verið á meðal þeirra sem voru myrtir. Árásin átti sér stað tæpri viku frá því unglingur skaut þrjá til bana á matarhátíð í Kaliforníu. Skotárásin í Texas er sú áttunda mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Lögreglan og alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú hvort að nafnlaus stefnuyfirlýsing þjóðernissinna, sem birt var á netspjalli, hafi verið skrifuð af árásarmanninum. Í stefnuyfirlýsingunni er rætt um árás á spænskt samfélag. Lögreglustjórinn í El Paso, Greg Allen, sagði tilkynningu um skotárás hafa borist lögreglu rétt fyrir klukkan ellefu að staðartíma í gær. Voru viðbragðsaðilar mættir á vettvang sex mínútum síðar.Mikil samstaða myndaðist í El Paso eftir árásina.Vísir/APFjöldi var mættur í Walmart-verslunina til að kaupa varning tengdan námi enda skólahald að hefjast á næstunni. Karlmaðurinn ungi er sá eini sem er í haldi en lögreglan segist ekki hafa þurft að hleypa af skotvopnum sínum vettvangi. Fjölmiðlar hafa rætt við Kiönnu Long sem var í Walmart ásamt eiginmanni sínum þegar þau heyrðu skothljóð. „Fólk var ofsahrætt og hljóp um öskrandi að það væri árásarmaður í versluninni. Long sagði að hún og eiginmaður hennar hefðu hlaupið inn á lager þar sem þau földu sig ásamt öðrum viðskiptavinum. Glendon Oakly sagði við CNN að hann hefði verið í íþróttavöruverslun í nálægum verslunarkjarna þegar barn kom hlaupandi inn og sagði tilræðismann vera í Walmart. Oakly sagði engan hafa tekið orðum barnsins alvarlega en nokkrum mínútum síðar heyrði hann skothvelli. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Tuttugu féllu og tuttugu og sex særðust í skotárás í stórmarkaðinum Walmart í borginni El Paso í Texas-ríki Bandaríkjanna í gær. Ríkisstjóri Texas, Greg Abbott, segir þessa árás hafa verið þá mannskæðustu í sögu ríkisins. 21 árs karlmaður er í haldi en lögreglan sagði hann vera íbúa Allen-borgar nærri Dallas sem er um þúsund kílómetra austur af El Paso. Fjölmiðlar vestanhafs segja árásarmanninn heita Patrick Crusius. Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter að þessi árás væri verk heiguls. Hann sagði enga ástæðu eða afsökun geta réttlæt dráp á saklausu fólki.Today's shooting in El Paso, Texas, was not only tragic, it was an act of cowardice. I know that I stand with everyone in this Country to condemn today's hateful act. There are no reasons or excuses that will ever justify killing innocent people....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2019 El Paso er nokkrum kílómetrum frá landamærum Mexíkó en forseti landsins segir þrjá Mexíkóa hafa verið á meðal þeirra sem voru myrtir. Árásin átti sér stað tæpri viku frá því unglingur skaut þrjá til bana á matarhátíð í Kaliforníu. Skotárásin í Texas er sú áttunda mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Lögreglan og alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú hvort að nafnlaus stefnuyfirlýsing þjóðernissinna, sem birt var á netspjalli, hafi verið skrifuð af árásarmanninum. Í stefnuyfirlýsingunni er rætt um árás á spænskt samfélag. Lögreglustjórinn í El Paso, Greg Allen, sagði tilkynningu um skotárás hafa borist lögreglu rétt fyrir klukkan ellefu að staðartíma í gær. Voru viðbragðsaðilar mættir á vettvang sex mínútum síðar.Mikil samstaða myndaðist í El Paso eftir árásina.Vísir/APFjöldi var mættur í Walmart-verslunina til að kaupa varning tengdan námi enda skólahald að hefjast á næstunni. Karlmaðurinn ungi er sá eini sem er í haldi en lögreglan segist ekki hafa þurft að hleypa af skotvopnum sínum vettvangi. Fjölmiðlar hafa rætt við Kiönnu Long sem var í Walmart ásamt eiginmanni sínum þegar þau heyrðu skothljóð. „Fólk var ofsahrætt og hljóp um öskrandi að það væri árásarmaður í versluninni. Long sagði að hún og eiginmaður hennar hefðu hlaupið inn á lager þar sem þau földu sig ásamt öðrum viðskiptavinum. Glendon Oakly sagði við CNN að hann hefði verið í íþróttavöruverslun í nálægum verslunarkjarna þegar barn kom hlaupandi inn og sagði tilræðismann vera í Walmart. Oakly sagði engan hafa tekið orðum barnsins alvarlega en nokkrum mínútum síðar heyrði hann skothvelli.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira