Fleiri hafa ekki greinst með mislinga í aldarfjórðung vestanhafs Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. apríl 2019 07:00 Alex Azar heilbrigðisráðherra. Getty/Alex Wong „Sjúkdómar sem til eru bóluefni við eiga heima í sagnfræðibókum, ekki í neyðarmóttökunum okkar,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í vikunni vegna hertra ráðstafana þar vestanhafs til að stöðva útbreiðslu mislinga. Minnst 704 hafa smitast af mislingum í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu heilbrigðisyfirvalda landsins. Þetta eru fleiri smit en greinst hafa á ári síðastliðin 25 ár í Bandaríkjunum. Engin dauðsföll vegna mislinga hafa þó verið skráð á árinu. Smit hefur greinst í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Í New York-borg, þar sem flest smit hafa verið greind, hefur verið ákveðið að setja á bólusetningarskyldu en yfir 500 af þeim rúmlega 700 sem greinst hafa með mislinga á árinu voru ekki bólusettir. Yfirvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða auk bólusetningarskyldu. Í einstaka sýslum eiga mislingasmitaðir yfir höfði sér háa sekt, hundsi þeir af ásettu ráði fyrirmæli um að halda sig fjarri opnum svæðum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti fólk í gær til að láta bólusetja börnin sín og fékk lof frá heilbrigðisráðherra sínum fyrir breytt viðhorf til bólusetninga. Forsetinn lýsti efasemdum um bólusetningar í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og tók undir kenningar um tengsl þeirra og einhverfu. Azar skýrði sinnaskipti forsetans þannig að skiptar skoðanir meðal sérfræðinga um efnið hafi nú verið til lykta leiddar, líkt og um nýlega uppgötvun væri að ræða. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump hvetur fólk til bólusetninga Forseti Bandaríkjanna hafði áður sagt MMR-bóluefnið tengt einhverfu. Hugmyndin um að bóluefni gegn mislingum geti valdið einhverfu er afar lífseig en alröng. Mislingatilfelli í Bandaríkjunum ekki verið fleiri á þessari öld. Hlutfall bólusettra lækkar. 27. apríl 2019 07:45 Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna mislinga Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. 9. apríl 2019 23:05 Kona sem neitaði að bólusetja son sinn fangelsuð Faðir drengsins hefur fengið tímabundið fullt forræði til að geta bólusett hann. 4. október 2017 18:13 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
„Sjúkdómar sem til eru bóluefni við eiga heima í sagnfræðibókum, ekki í neyðarmóttökunum okkar,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í vikunni vegna hertra ráðstafana þar vestanhafs til að stöðva útbreiðslu mislinga. Minnst 704 hafa smitast af mislingum í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu heilbrigðisyfirvalda landsins. Þetta eru fleiri smit en greinst hafa á ári síðastliðin 25 ár í Bandaríkjunum. Engin dauðsföll vegna mislinga hafa þó verið skráð á árinu. Smit hefur greinst í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Í New York-borg, þar sem flest smit hafa verið greind, hefur verið ákveðið að setja á bólusetningarskyldu en yfir 500 af þeim rúmlega 700 sem greinst hafa með mislinga á árinu voru ekki bólusettir. Yfirvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða auk bólusetningarskyldu. Í einstaka sýslum eiga mislingasmitaðir yfir höfði sér háa sekt, hundsi þeir af ásettu ráði fyrirmæli um að halda sig fjarri opnum svæðum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti fólk í gær til að láta bólusetja börnin sín og fékk lof frá heilbrigðisráðherra sínum fyrir breytt viðhorf til bólusetninga. Forsetinn lýsti efasemdum um bólusetningar í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og tók undir kenningar um tengsl þeirra og einhverfu. Azar skýrði sinnaskipti forsetans þannig að skiptar skoðanir meðal sérfræðinga um efnið hafi nú verið til lykta leiddar, líkt og um nýlega uppgötvun væri að ræða.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump hvetur fólk til bólusetninga Forseti Bandaríkjanna hafði áður sagt MMR-bóluefnið tengt einhverfu. Hugmyndin um að bóluefni gegn mislingum geti valdið einhverfu er afar lífseig en alröng. Mislingatilfelli í Bandaríkjunum ekki verið fleiri á þessari öld. Hlutfall bólusettra lækkar. 27. apríl 2019 07:45 Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna mislinga Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. 9. apríl 2019 23:05 Kona sem neitaði að bólusetja son sinn fangelsuð Faðir drengsins hefur fengið tímabundið fullt forræði til að geta bólusett hann. 4. október 2017 18:13 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Trump hvetur fólk til bólusetninga Forseti Bandaríkjanna hafði áður sagt MMR-bóluefnið tengt einhverfu. Hugmyndin um að bóluefni gegn mislingum geti valdið einhverfu er afar lífseig en alröng. Mislingatilfelli í Bandaríkjunum ekki verið fleiri á þessari öld. Hlutfall bólusettra lækkar. 27. apríl 2019 07:45
Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna mislinga Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. 9. apríl 2019 23:05
Kona sem neitaði að bólusetja son sinn fangelsuð Faðir drengsins hefur fengið tímabundið fullt forræði til að geta bólusett hann. 4. október 2017 18:13